Monday, June 26, 2006

Ljoða og gönguklubburinn

Ég gekk með Ljóða og gönguklúbbnum stuðlar og höfuðstafir á Keili um helgina. Þar varð nafnið á klúbbinn til. Gönguklúbburinn Sif kom/kemur líka sterklega til greina. Aðrar tillögur voru Gönguklúbburinn Léttfeti og Gönguklúbburinn Willie eða John. Í klúbbnum eru ég, Jónína og Brynja. Tilgangur klúbbsins er fyrst og fremst að ná okkur í karlmenn á fjöllum. Heilla kúreka norðursins upp úr skónum með ljóðlist, vasklegri framgöngu og frísklegu útliti. Við hittum þrjá að því er virtist einhleypa karlmenn á toppi Keilis. Þeir voru litlir, feitir og með skalla. Okkur leist ekkert á þá. Við erum samt að vona að þegar við hittum þá á næsta toppi, verði búið að togna aðeins úr þeim og hárið farið að þykkjast aftur. Þegar við hittum þá á Hvannadalshnjúknum verði þeir orðnir helmassaðir, hávaxnir og hárprúðir með eindæmum. Sólbrúnir og sætir. Sjáum hvað setur.

2 comments:

Anonymous said...

Ég var eitt sinn í gönguklúbbi sem hét "Gönguklúbburinn, Hvar er Bertel blómanörd?" Við vorum einmitt þrjár stakar í þeim klúbbi með nákvæmlega sömu markmið og þið nema hvað draumurinn var að rekast á mann á fjöllum sem héti Bertel og þekkti alla blómaflóru landsins. Svo voru allir ræfilsmenn sem við hittum spurðir hvort þeir hétu ekki Bertel og viti menn margir þeirra sögðust heita það, þú getur rétt ímyndað þér hvað það var oft hlegið mikið að því og svo voru þeir látnir í plöntugreiningu!, draumaprinsar í hverju horni.
Við gengum líka inn með Litlá og upp á Múlakotsmúla á laugardaginn og svo var jarðarberjabeðið tekið í gegn á sunnudaginn. Kraftur í systrunum. Hilsen, Súna brúna

Anonymous said...

svona á prenti finnst mér Willie langflottasta nafnið. nú eða John.