Thursday, February 09, 2006

Society Club

Spóka sig spikfeitir
spekúlantar
bissnessbossar
og byssufantar
við glósur, glys
og glasa val.
Lúsgræn ljósin
lýsa upp sal.

Striplast strípaðar
stelpur um svið
stæltar stúlkur
með stoltan kvið.
Speiglarnir speigla
spaugilegt líf:
impótintáta
og útglennt víf.



Dagur Sigurðarson
1937-1994

Svona finnst mér vinnan mín vera þessa dagana. Er komin með ógeð. Og Dagur fangar stemmninguna líkt og fyrri daginn.
Góða helgi. Ég er farin í sveitina að drekka kaffi með mömmu minni.

2 comments:

Anonymous said...

djöfull fila ég thig

Anonymous said...

Jamm Dagur var mjög merkilegt skáld og merkileg manneskja, ekki það að ég hafi þekkt hann, meira svona viðtöl og svoleiðis.
Reyndar fór ég einu sinni í eftirpartý með Degi, Megasi og Alfreð Flóka. Það var mjög gaman. Reyndar draumur en mjög skemmtilegur draumur.

Á ekki að skella sér að Laibach með Öldunni og Stefáni frænda?