Tuesday, December 30, 2008
Gvöð hvað ég hlakka til.
Monday, December 15, 2008
Maður gerir margt gagnlegt í próflestri.
Læra læra læra svo koma jólin
Saturday, December 13, 2008
The intellectual!
Sunday, December 07, 2008
Sunday, November 30, 2008
Hress. Hross.
Ógeðslega spennt á lestarstöð á leiðinni
Já ég er orðin borgardama sem fer á hestbak í pilsi!
Sokki, hesturinn minn. Hávaxinn og spengilegur. Pínulítið ógnvekjandi.
En á bak fór ég og fetaði og brokkaði og stökk með honum um holt og hæðir í tvo tíma.
Sokki minn kominn í básinn sinn. Huggulegt með teppi og svona. Við vorum mjög ánægð hvort með annað.
Sunday, November 23, 2008
Matarboð
Saturday, November 22, 2008
Kósí við kanalinn
Morgunverður
Meyjarskemman
Strike a pose, Vogue
En nú þarf ég að fara að hrækja veglegri slummu í lófana. Nóg sem liggur fyrir áður en ég held heim á leið eftir fjórar vikur.
Monday, November 17, 2008
Mánudagar eru ekki verri dagar en aðrir dagar til að detta íða. Nei krúttið er ekki dautt. 2014. Það var kona að fæða barn niðri. Krúttin rokka feitt.
Sunday, November 16, 2008
Rólegt
Monday, November 10, 2008
messa og sirkus
Saturday, November 08, 2008
Thursday, November 06, 2008
Betra líf
Tuesday, November 04, 2008
Spennandi sjénsar og pakk
Fyrst með 67 ára leigusalanum, eða öllu heldur föður leigusalans. Hann kom hérna við til að sækja póst dótturinnar sem býr hér allajafna. Ég var á kafi í ritgerðarsmíð. Sveitt. Í múderingu. Klædd munstróttum pakistanabuxum sem ég keypti í herrafataverslun í Marokkósku hverfi í Utrecth og hnésíðri íslenskri lopapeysu með skræpóttan silkiklút um hálsinn. Hárið klílstrað í hnút í hnakkanum. Með maskara og varalit og ekkert mjög bólótt. Maðurinn ætlaði ekki að komast yfir það hvað honum fannst ég glæsileg. Tönnlaðist á því. Hann er mjög sjarmerandi þó gamall sé. Á tvö kornung börn með núverandi konu sinni. Hann dauðlangaði til að búa til fleiri með þessari skrautlegu skrítnu konu sem mætti honum í íbúð dóttur hans.
Svo lenti ég á heilmiklum sjéns með manninum sem seldi mér hjólið. Hjólgarmurinn var nebblega ekki eins fullkominn og í fyrstu var haldið. Eða jú jú, afturdekkið varð bara ítrekað flatt. Ég þurfti því að fara með það oftar en einu sinni til hasshaussins hressa sem seldi mér það. Einkar glæsilegur rauðbirkinn maður með svolítið brenndar tennur og jónuna í munnvikinu, alltaf. Hann hélt því fram að það væri sérstakt kemmistrí á milli okkar. Það hlyti að vera ástæða fyrir því að ég væri send ítrekað til hans. Hann stakk upp á því að við færum saman út að borða. Ég útilokaði það ekki.
Síðustu sjénsar hjá mér eru í tímaröð:
1. 21 árs gullfallegur persneskur metrómaður, hugsanlega, líklega samkynhneigður
2. 67 ára giftur sjarmerandi gamall kall sem er greinilega mikið fyrir yngri konur
3. Rauðbirkinn hasshaus á besta aldri (44) með traustar tekjur (það þurfa allir hjól í Hollandi) sem bauð mér út að borða
Ég er rosa spennt að sjá hvaða spennandi sjénsar bíða mín komandi daga og vikur. Kannski lendi ég á sjéns með kaþólskum presti eða dverg.
Nú er evran komin upp í 164. Það er helmingi hærra en fyrir ári síðan þegar ég flutti út. Mig langar mest að telja upp öll blótsyrði sem ég kann, hita þau upp í stórum potti og hella þeim sjóðandi yfir liðið sem stóð fyrir þessu öllu saman. Bæta út í til bragðbætingar dass af löðrungum. Bera þetta fram með salati af spörkum í pung, smá hártogi og poti í auga. Pakk pakk pakk. Pakk. Siðblint gráðugt pakk.
Annars er ég bara hress sko.
Thursday, October 30, 2008
Tuesday, October 28, 2008
The show must go on
Monday, October 27, 2008
Jibbí jóh jibbí jeih
Thursday, October 23, 2008
Góður dagur, góða nótt.
Wednesday, October 22, 2008
Klár strákur og hjól
Á morgun byrja ég að passa börn, jiif......hú! Það verður bara fínt held ég. Ég kann vel við börn og þau kunna vel við mig. Litli 3 ára strákurinn kunni sérstaklega vel við mig þegar ég fór og hitti fjölskylduna. Hann spurði mig ekki síður út úr en móðirin. Hann spurði mig m.a. hvort ég ætti lítinn strák heima. Þegar ég sagði að svo væri ekki, ég ætti engin börn, spurði hann af hverju. Ég sagði að það væri af því að ég ætti engan eiginmann. Honum fannst ekki að það ætti að vera fyrirstaða fyrir því að eignast börn. Klár strákur. Svo spurði hann hvernig stæði á því að ég ætti ekki eiginmann. Fannst það mjög skrítið. Mjög klár strákur. Mig langaði svolítið að útskýra fyrir honum að mig langaði svo sem ekkert sérstaklega í eiginmann að svo stöddu, elskhugi væri alveg nóg í bili. Elskhugi væri líka alveg nóg ef mig langaði virkilega í barn. Ég sleppti því. Ég útskýri þetta kannski fyrir honum seinna, þegar foreldrarnir verða ekki viðstaddir.
Tuesday, October 21, 2008
Mér leiðist.
Meira en nóg að gera svo sem. Ég er búin að ráða mig sem barnapíu. Byrja á fimmtudaginn.
Nóg að gera í skólanum, var með fyrirlestur í dag og annan í gær. Gekk vel. Þarf að skrifa eitt research proposal í þessari viku. Svo byrja ég í tveimur nýjum kúrsum í næstu viku. Þegar þeir klárast í desember verð ég búin með alla kúrsana mína. Ótrúlegt. Þarf svo að klára mastersverkefnið og gera aðara rannsókn sem intern. Þá verð ég búin. Mig grunar nú að þetta muni dragast eitthvað á langinn hjá mér. Ætti að klára í júní en stefni á næsta haust. Hvað gerir maður þá? Flytur til Tálknafjarðar eða Tokyo? Ég hef á hvorugum staðnum búið.
Sunday, October 19, 2008
Fúl kisukona
Friday, October 17, 2008
Persneskur metrómaður
Wednesday, October 15, 2008
Ég óttast meira að ekkert muni breytast en að allt muni breytast
Mér finnst líklegt að ég kjósi Vinstri græna næst. Og það er ekki af því að mér finnst Ögmundur kynþokkafullur (það spillir hinsvegar ekkert fyrir).
Af hverju er Davíð ekki hættur? Rekinn? Hann er eins og þrjóskur einræðisherra. En af því við búum við lýðræði þá gat hann ekki verið forsætisráðherra endalaust. En hann þarf að fá að stjórna, pota sínum feitu illa lyktandi puttum í allt og allt. Og frjálshyggjuliðið mænir enn upp til hans. Af hverju er hann ekki rekinn. Hann myndi samt trúlega bara bregðast við eins og Fóstbræður. Ha, drekinn!
Annars er ég að spá hvað frjálshyggjuliðið er almennt að hugsa þessa dagana. Ég óttast að þessir ríku pabbastrákar og mömmustelpur haldi bara sínu striki. Finni blóraböggla. Bölvi Bretum. Velferðakerfið er í fínum málum eftir góðærið. Djöfull verð ég reið.
Tuesday, October 14, 2008
Woman on a mission
1. Meiri ástarmök
2. Finna mér vinnu
3. Vera glöð
4. Vera massa dugleg í skólanum
5. Vera meira glöð og að sjálfsögðu svolítið gröð
Ég ýtreka enn og aftur að leit mín að vinnu og meira kynlíf þýðir ekki að ég sé að fara að selja mig.
Ég vann í þessu öllu í dag. Daðraði við mann í skólanum. Sótti um barnapíustarf. Var bara mjög glöð þrátt fyrir að hafa hóstað í alla nótt og því mest lítið sofið og vaknað grautfúl og þunglynd. Afrekaði margt og mikið í skólanum. Er glöð og gröð.
Maður þarf og á auðvitað ekkert að vera að blogga um ástandið þegar Dr.Gunni segir nákvæmlega allt sem segja þarf. Mér finnst að hann eigi að verða næsti forseti Íslands.
Monday, October 13, 2008
Átak: Skref 1
Sunday, October 12, 2008
Sex and the university
Friday, October 10, 2008
Fríkað út slakað á
Thursday, October 09, 2008
Tuesday, October 07, 2008
Þetta helst
Ég er hætt við að fara til Hong Kong. Og þó. Sjáum hvað setur.
Litla kisa var með orma. Hún er búin að fá ormameðal. Grey kisa.
Ég drakk bjór á bát um síðustu helgi. Um næstu helgi ætla ég að horfa á landsleik í fótbolta. Ísland-Holland. Go Gudjohnsen!
Ég er ekki enn búin að fá mér hjól. Framtaksleysið gífurlegt.
Ég læri og læri. Er ekki næstum því eins stressuð og í fyrravetur. Er bara soldið streitt núna, ekki brjálæðislega streitt eins og í fyrra.
Ég kem heim um jólin. Ætli maður gefi ekki bara eitthvað matarkyns þetta árið. Ávexti handa börnunum og ólífuolíu, krydd og sojasósu handa þeim fullorðnu. Munaðarvöru sem ekki fæst á skerjum í kreppu.
Thursday, October 02, 2008
Og svo byrjaði að rigna
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
+Bakarísdama
+Sörvetrína
+Næturvörður
+Nektardansmær (neeei ekki sko, passaði bara svo vel við hin störfin, ég hef aldrei komið nakin fram (opinberlega), verð því að segja Skrifstofublók)
Fjórar bíomyndir sem ég held upp á:
+Brokeback Mountain
+In the mood for love
+Annie Hall
+Sex and the city. The movie
Fjórir staðir sem ég hef búið á
+New York
+París
+Amsterdam
+Borgarfjörður eystri (og bráðum, kannski, vonandi, trúlega Hong Kong)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
+Little Britain
+Fóstbræður
+Beðmál í borginn
+Vinir
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
+Suðursveitin
+Borgarfjörðurinn
+Hornstrandir
+Þórsmörk
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
+ mbl.is
+ myspace (nú undanfarið FM Belfast, MGMT, CSS, Motion Boys, M.I.A., Of Montreal, Sebastien Tellier)
+ ordabok.is
Frent sem ég held upp á matarkyns:
+stroop waffles
+poffertjes
+oliebollen
+pönnukökur a la Gunna Gests
Fjórar bækur sme ég hef lesið oft:
+Óbærilegur léttleiki tilverunnar-Milan Kundera
+Englar alheimsins-Einar Már Guðmundsson
+New York Trilogy-Paul Auster
+Discovering statistics using SPSS-Andy Field
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
+Óli Stef (reyndar löngu hættur að blogga en hann byrjar kannski bara aftur þegar hann sér að ég hef klukkað hann)
+Össur Skarphéðinsson
+Hrólfur Salieri
+Ögmundur Jónasson (bloggar nú trúlega ekki, en hann byrjar kannski til að geta orðið við klukkinu mínu, hvað með Óla R.G. ætli hann sé með blogg)
Tuesday, September 30, 2008
Sykur, rjómi, smjör
Monday, September 29, 2008
Opal
Annars er bara ágætis stuð og stemmning. Búið að vera sól og blíða og sýkin enn á sínum stað, bátarnir, blómin og hjólin auðvitað. Ekki rekist á neina asna undanfarið. En kettirnir eru enn jafn spes. Var næstum búin að skjóta þann stóra í morgun þegar hann gerði allt sem í hans valdi stóð til að vekja mig klukkan hálf sjö. Ja allt nema mjálma. Hvorugur þeirra kann að mjálma. Gera sig líklega til að mjálma eru með það á vörunum en svo pípir bara svona rétt í þeim. Sérstakt.
Þessir voru ekki í partýinu en virðast fíla Opal.
Wednesday, September 24, 2008
Asni, jóna og feitur köttur
Tuesday, September 23, 2008
What have they done to my Synthia
Ég er að læra fyrir próf. Og svo bara lesa allt hitt og vinna í rannsókn. Drekk kaffi og borða kex. Í næstu viku ætla ég að gera margt annað en að læra.
Í morgun labbaði ég í skólann í stuttu pilsi. Ruslastrákunum og verkamönnunum fannst ég fín svona í pilsi og blikkuðu mig. En Hollendingar flauta ekki á stelpurnar. Nei nei þeir kalla hressir hhgrrrúújeh daaghrrh (goed dag). Ef þeir eru í yngi kantinum segja þeir hhgrrrúújeh daaghrrh mæn frá. Hressandi.
Saturday, September 20, 2008
Friday, September 19, 2008
Tuesday, September 16, 2008
Áhættuatriði
Saturday, September 13, 2008
Thursday, September 11, 2008
Soldið gaman að nördast
Er að hugsa um að kveikja á kertum.
Ætla að setja Chet Baker á fóninn eða kannski hlust á nýja Sigur Rósar diskinn.
Keypti mér 500 GB harðan disk í dag.
Sótti hjólið á Amstel station.
Önnur kisan ældi á gólfið þegar ég var að borða hádegismatinn.
Mig langaði í allt í ritfangaversluninni í gær. Keypti mér tréliti og skrifborðsmottu með mynd af jörðinni í pastellitunum.
Ég er soldið hrædd um að þetta blogg verði bara um tedrykkju, kisur og lestur sálfræðigreina í vetur.
Ég verð að muna eftir rokkinu. Drekka bjór og tjékka á strákunum. Skrifa það í minnisbókina mína.
Bæ ðe vei var að klára Minnisbók Sigurðar Pálssonar. Úrvalslesning þar á ferð.
Wednesday, September 10, 2008
Hverfið, garðurinn, Piepje og Kobus
Tuesday, September 09, 2008
Flutt og kvefuð
Saturday, September 06, 2008
Gunnhildibrandur Ari Timberlake
Annars sit ég nú kvefuð heima hjá Hrafnhildi og horfi á eurovision dance festival. Stórkostlegt sjónvarpsefni og undarlegt að Ísland eigi þar ekki þátttakendur. Við sem erum næst best í handbolta í heimi. Það er sameignilegt þema með söngvakeppninni að rífa sig úr fötunum. Fíla það og einhvernvegin er það öllu eðlilegra í þessari keppni. Ég held að sjálfsögðu með Danmörku. Finnarnir voru líka góðir og frændur vorir og vinir Pólverjar sjarmerandi mjög. Hollendingar skilja bara engan veginn svona keppnir. Alltaf allt off og svolítið mikið glatað hjá þeim. En eins og einhver sagði gott silfur er jú gulli betra.
Á morgun þarf ég að læra helvíti mikið. Gaman að þessu.
Friday, September 05, 2008
Tuesday, September 02, 2008
Ekki fríkað út
Það var yndislegt í Normandy. Frakkland er svo fínt. Oui oui. Ég borðaði snigla, ostrur, osta, bökur og kökur. Drakk síder, mikið rauðvín og espresso með sykri. Ráfaði um Rúðuborg og sprangaði um ströndina undir stórkostlegum hvítum klettabjörgum. Týndi epli og perur í klausturgarði, sólaði mig í kirkjurústum.
Mánudagur og þriðjudagur hafa verið strembnir dagar fullir af streitu og örlitlum kvíða. Miðvikudagur verður líka erfiður og næstu dagar, vikur og mánuðir. Ég reyni eins og ég get að fríka ekki út. Ég flyt í íbúðina á mánudaginn. Ég hlakka til. Það verður notalegt að sitja þar og lesa og lesa, skrifa, klappa kisunum og drekka te. Ekkert stress. Nei nei.
Wednesday, August 27, 2008
Normandy
Monday, August 25, 2008
Andinn
Monday, August 18, 2008
Sunday, August 17, 2008
guðirnir og mennirnir
Annars þarf ég að játa svolítið. Ég er skotnari í Alexander en Óla. Sko Óli minn er ennþá æði en jessúss minn Alexander er guð.
Friday, August 08, 2008
Ég er siðvönd ung kona
Tuesday, August 05, 2008
Krassandi helgi
Tuesday, July 29, 2008
Nei ég geng ekki út ef ég held þessu áfram
Ást og kossar, mök, friður og fullnægja um verslunarmannahelgina, ykkar einlæg, bombe sexuelle.
Sunday, July 27, 2008
Saturday, July 19, 2008
Dansaði á diskóbar frá sirka tólf til sjö, bara ef það væri svo gott!
Friday, July 18, 2008
Jú jú synda
Thursday, July 17, 2008
Sumarið er tíminn
Tuesday, July 15, 2008
Við erum ekki fullkomin, neehei!
En hvað um það, í dag fór ég í sund og synti áttahundruð, fór í gufuna og var lengi í sturtu. Við getum allavegana verið ánægð með vatnið okkar. Ég tel það vera einn helsta kost þessa lands. Það er svo mikið og gott og heitt vatn hérna. Kannski eitthvað sem maður áttar sig ekki almennilega á hvað er mikill lúxus fyrr en maður hefur búið í úglöndum.
Monday, July 14, 2008
leti
Wednesday, June 25, 2008
Það styttist
Saturday, June 21, 2008
Þannig fór þá það
Thursday, June 19, 2008
Ég er feministi.
Wednesday, June 18, 2008
Tuborg er vinsæll á Íslandi.
Monday, June 16, 2008
Mr.3 og Mr.21
Mr.3
Mr.21
Sunday, June 15, 2008
Sykurbolla
Verð á skeri eftir 2 vikur, jibbicola.
Thursday, June 12, 2008
Þingholtin, Jordan, Kowloon
íbúðinni fylgir rósum prýddur garður sem gengið er í beint úr huggulegu eldhúsinu og tveir kettir. Ég læt mér nægja að sinni að passa kisulórur því of rótlaus er ég til að eignast mína eigin. Beint fyrir utan innganginn okkar er göngubrú yfir kanalinn. Við hinn enda brúarinnar er besti bar sem ég hef komið á í langan tíma. Við hliðina á barnum er líkamsræktarstöð sem ég hyggst ekki nota en vappa föl og feit fyrir utan í leit að fögrum folum. Leigan er ekki há og íbúðin rúmgóð og fín. Þarna hyggst ég sofa, lesa, læra, drekka te í eldhúsinu og bjór í garðinum þar til ég fer til Hong Kong í lok febrúar. Já ég ætla til Hong Kong. Fröken-frú-prófessor Cecilia Cheng hefur nú endanlega staðfest að hún búist við mér í rannsóknarstofuna sína í byrjun mars á næsta ári. Þar ætla ég að rannsaka eitthvað í fjóra mánuði. Já lengra er ég ekki komin með þau plön. En já það virðast vera spennandi tímar framundan. Eða allavegana spennandi staðsetningar, Skólavörðustígur, Jordan, Hong Kong. En já nei nei núna þarf ég bara að læra og læra horfa kannski smá á fótbolta drekka nokkra hollenska bjóra til að fagna með liðinu mínu. Það var að sjálfsögðu aldrei spurning með hverjum held oranje oranje oranje oranje!
Þessi piltur virðist vera staddur á leiguhjólinu sínu beint fyrir utan barinn sem er við hinn endar brúarinnar sem er beint fyrir framan húsið mitt. Samkvæmt mínum útreikningum er þetta því verðandi heimili mitt þarna í bakgrunni (eins og ég sagði maður er ekki að taka alla þessa reikningsáfanga fyrir ekki neitt).
Monday, June 02, 2008
Auglysi eftir motivation
Sunday, June 01, 2008
Saturday, May 31, 2008
Öfugsnúið
Friday, May 30, 2008
Thursday, May 29, 2008
Það er ekki sjálfgefið...
Hollendingum af því Hollendingar eru svo ágætir og myndarlegir upp til hópa.
Ítölum af því að þeir eru alltaf sætastir í flottustu búningunum.
Frökkum af því að Frakkar (hvaðan úr veröldinni sem þeir koma) eru mínir menn.
Ætli ég sjái ekki bara til hverjir komast upp úr riðlinum.
Monday, May 26, 2008
Synda Synda Synda
Hún heitir Synda Lockard og er 2007 Miss National Federation of Professional Bullriders. Töff.
Sunday, May 25, 2008
DIVINE
Djöfull var þetta slæm júróvisjón keppni. Ég eyddi þó evru í að kjósa íslenska júrótrashið. Fíla Sebastian Tellier. Ákaflega gott lag. Ætla út að skokka með það á rípíd í spilaranum.
Tuesday, May 20, 2008
Áfram Ísland
Ég keypti mér flug heim til Íslands sunnudaginn 29.júní. Ég hlakka mikið til að koma heim en er líka pínu kvíðin. Svolítið skerí tilhugsun að koma skítblönk heim í kreppuna, taka strætó klukkan sjö í rigningunni í vinnuna, borga sjöhundruðkall fyrir bjór og fjögurhundruð fyrir kaffibolla. En það þýðir víst ekki að vera með neinn bölmóð. Maður hellir bara upp á kaffi frá europrice og laumar með sér eins og einni stórri flösku af absinthe frá meginlandinu. Eins og lóan segir þá þarf ég víst að vaka og vinna, ég hef sofið of mikið og vinn ekki nóg, einhver annar sagði að enginn væri verri þótt hann vökni. Þetta verður örugglega helvíti fínt bara. Maður reynir kannski að staulast upp eitthvert fallegt fjall, fer í sund, fær sér snúning á gömlum traktor í heyskap, heilsar upp á liðið og svona. Almenn gleði bara.
Friday, May 16, 2008
Nánar um Hong Kong
Thursday, May 15, 2008
Æðislega frábært alveg!
Hrafnhildur við Canalinn í Den Bosch
Fyrsti bjórinn á drottningardaginn
Fanney fagnaði drottningunni memm
Grillað í garðinum (þetta eru vinir mínir sko, ekki bara eitthvað fólk sem ég tók mynd af)
Dagur á hollenskri strönd
Dagur að kveldi kominn, þetta líf er ekkert grín
Útsýnið af þakinu mínu
Ég á þakinu, afsakið höfuðbúnaðinn
Prinsessur út að borða á arabískum veitingastað
Tvær mjög kynþokkafullar ungar konur út að borða á asískum veitingastað
Í gærkvöldi borðaði ég flatkökur með hangikjöti og nóa súkkulaði og horfði á Mannaveiðar. Góð stemmning það.