Tuesday, October 28, 2008

The show must go on

Ég byrjaði í nýjum kúrsi í dag,Group life, annar á morgun, Leadership. Hef tekið að mér tvö barnapíustörf. Passa tvö lítil tvo morgna í viku. Þau eru voða krúttleg og svakalega ánægð með mig. Mamman líka sem er kasólétt heimavinnandi ofurkona. Lítils hálf fransks drengs ætla ég svo að gæta eitt kvöld í viku. Ég þreif íbúðina hátt og lágt í kvöld. Er svo farin að taka við pöntunum á ullarpeysum. Þrjár búnar að panta. Mig vantar bara lopa. Gengur enn ekkert með markmið númer eitt. Ég gaf sæta post doc gaurnum sem lítur út alveg eins og Stuart Staples samt mjög djarft lúkk í skólanum í dag. Hann tjékkaði þokkalega á mér á móti. Honum finnst ég sæt. En hann á konu. Djöh. Þeir eru allir annaðhvort fráteknir, barnungir, ævafornir eða þrælöfugir. Spurning um að hætt að vera svona pikkí. Held ég reyni samt að láta þessa fráteknu og öfugu vera. Mér hefur nú svo sem ekki gengið sérstaklega vel með það hingað til. Hefur eiginlega verið mitt spesíalítet að falla fyrir fráteknum og hommum. Og þetta lið getur auðvitað ekki látið mig í friði. "Bara ef ég væri ekki samkynhneigður, Gunnhildur, þá.....þá værum við sko par...þú ert svo falleg og frábær" Jeh jeh jeh. "Ég vildi að kærastan mín væri jafn skemmtileg og þú Gunnhildur" Jeh jeh. "Þú ert miklu betri í rúminu en kærastan mín" WHAT!

No comments: