Sunday, August 17, 2008

guðirnir og mennirnir

Nú líður að leikslokum. Ég fer burt af skeri eftir viku og Íslendingar voru að jafna gegn Egyptunum. 10 mínútur eftir af leiknum. Ég þori ekki að horfa. Og mig langar ekki í burtu. Það er gott að vera á Íslandi þrátt fyrir alla geðveikina. Ég á auðvitað svo gott fólk hérna og flestir sæmilega heilir á geði. Hef ekki heyrt vini mína eða fjölskyldu fagna borgarstjórnarsirkusnum eða olíuhreinusunarstöð. Ég veit svei mér ekki hvar allir þessir brjáluðu sjálfstæðismenn leynast. En einhversstaðar eru þeir. Dansa trúlega stíðsdans í kringum jeppana sína nú og hylla Hönnu Birnu. Stinga síðan vúdúdúkkur í líki Dags B. og Svandísar með títuprjónum í magann. Drekkja svartfugli í olíubaði í fjörunni til fórnar olíurisanum, skilja eftir áldósir fullar af kóka kóla á víð og dreif á hálendinu fyrir álguðina góðu. Það er nú einu sinni lúxuskreppa í aðsigi og það viljum við ekki. Við viljum áfram jeppa og flatskjái. Stætó nei takk það er sko ekki fyrir Íslendinga. Hér er svo vont veður. Fólk hefur sinn rétt til að horfa á sína raunveruleikaþætti á bíóskjám. Bókasöfn eru fyrir bjána.
Annars þarf ég að játa svolítið. Ég er skotnari í Alexander en Óla. Sko Óli minn er ennþá æði en jessúss minn Alexander er guð.

4 comments:

Anonymous said...

Ég býð þér í svartfugl þegar þú kemur heim um jólin.

Hölt og hálfblind said...

Ha ha já ég þigg það þokkalega :)

Hrólfur S. said...

Gætum við fengið mynd af þessum Alexander?

Hölt og hálfblind said...

Jahááá!