Wednesday, August 27, 2008

Normandy

Ég ælta til Frakklands um helgina. Ég og ástvina mín ætlum að sötra í Normandy rauðvín, lesa heimsbókmenntir og fá okkur hressingargöngur í sumarkjólum. Skellum okkur jafnvel til Rúðuborgar og skálum í kampavíni fyrir Hrólfi góðvini mínum heimsborgara og lífskúnstner. Keyrum yfir á morgun. Höfum pantað okkur gistinu á huggulegu gistiheimili í sveitinni ekki langt frá ströndinni. Lífið er ljúft. En á mánudaginn tekur helvítis alvara lífsins við. Skólinn skellur á með miklum þunga. Hef þegar fengið hnausþykkar og óskiljanlega vísindagreinar í hendur sem mér ber að lesa fyrir þriðjudag. En ég ætla ekki að vera með neinn bölmóð. þetta hefst alltaf alltsaman einhvernveginn. Ég segi bara í anda Óla míns Stef: ég veit ekki en ég meina ég er bara ógisslega glöð að hafa fengið þá gjöf að vera Íslendingur og ætla bara að halda áfram að vera svona æðislega creative og breyta heiminum og bara vera glöð og pínu gröð (ok hann sagði kannski ekki að við værum gröð en mér finnst það bara passa:).

3 comments:

Agusta said...

Hafið það yndislegt í France, bið kærlega að heilsa!
xx
Ágústa

Anonymous said...

Skemmtið ykkur vel í France fallegu konur.
XXX
Fríða

Anonymous said...

Þetta verður ge...veikt og óggislega jákvætt hjá ykkur. Olympíu Frakkarnir ótrúlega sætir, en þó ekki eins flottir og strákarnir okkar þeir Óli og Alexander.
kveðja Áshildur