Wednesday, October 15, 2008

Ég óttast meira að ekkert muni breytast en að allt muni breytast

Mér finnst líklegt að ég kjósi Vinstri græna næst. Og það er ekki af því að mér finnst Ögmundur kynþokkafullur (það spillir hinsvegar ekkert fyrir).
Af hverju er Davíð ekki hættur? Rekinn? Hann er eins og þrjóskur einræðisherra. En af því við búum við lýðræði þá gat hann ekki verið forsætisráðherra endalaust. En hann þarf að fá að stjórna, pota sínum feitu illa lyktandi puttum í allt og allt. Og frjálshyggjuliðið mænir enn upp til hans. Af hverju er hann ekki rekinn. Hann myndi samt trúlega bara bregðast við eins og Fóstbræður. Ha, drekinn!
Annars er ég að spá hvað frjálshyggjuliðið er almennt að hugsa þessa dagana. Ég óttast að þessir ríku pabbastrákar og mömmustelpur haldi bara sínu striki. Finni blóraböggla. Bölvi Bretum. Velferðakerfið er í fínum málum eftir góðærið. Djöfull verð ég reið.

2 comments:

Anonymous said...

Ögmundur mundi þora að reka hann. Það er ekkert undir þessum sjálfstæðismönnum.

Hrólfur S. said...

BURT MEÐ DAVÍÐ OG FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ OG NIÐUR MEÐ RÍKISSTJÓRNINA OG ÞAÐ ER RANGT AÐ VIRKJA ELSKU ÍSLAND FYRIR SKULDUM AUÐVALDSINS!