Sunday, October 19, 2008
Fúl kisukona
Ég lýsi því yfir að ég ætli sko að redda kynlífskreppunni einn tveir og bingó. Eyði svo helginni ein með köttum og amerískri þáttaröð um ungt fólk í makaleit. Ég var í Utrecht að passa kisur. Horfði á 30 þætti af How I met your mother. Kisukona. Sleppti meira að segja partý á laugardaginn og lærði mest lítið því ég þurfti svo mikið að horfa á sjónvarpið. Ég held þetta hafi samt gert mér gott. Ég var komin með ógeð á fólki í síðustu viku. Lét alla fara sjúklega í taugarnar á mér. Nei reyndar bara þýsku stelpuna sem heldur að hún sé miskunsami samverjinn en ráðskast svo með allt og alla eins og þýskur einræðisherra. Og svissneska kærasta sambýliskonunnar. Við skiljum ekki hvort annað. Hann skilur ekki húmorinn minn og við bara getum ekki talað saman. Þessar tvær manneskjur sanna að það er alltaf einhver sannleikur á bak við steríótýpur. Húmorslausi Svisslendingurinn og stjórnsami Þjóðverjinn. Þau eru samt ágæt greyin. Ég þurfti bara frí frá þeim og öðru fólki. Fúl kisukona. Ég ætla að lesa yfir markmiðin mín sem sneggvast.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment