Ég held með Tyrkjum núna. Svei mér þá. Þeir eru svo hressir. Það varð allt vitlaust á föstudagskvöldið þegar þeir unnu Króatana. Bílflautum var þeytt um alla borg og allir af tyrkenskum uppruna (sem eru ófáir hér) þustu út á götu með tyrkneska fánann á lofti lofandi Allah með bros á vör. Ég var í partý í hverfi þar sem mikið er um Tyrki og þeir voru margir hressir út á götu þegar ég var að hjóla heim. Ég var líka hress og hrópaði gó turkí og gaf þeim fæv. Þeir voru svo ánægðir með mig að einn þeirra ákvað að koma bara með mér heim og hoppaði á bögglaberann hjá mér á ferð. Ég missti stjórn á hjólinu og blótaði á íslensku. Maðurinn treysti mér greinilega ekki fyrir lífi sínu og hoppaði af aftur. Þó ég hefði vissulega orðið svolítið skelkuð þegar hann hoppaði á varð ég soldið svekkt líka þegar hann hoppaði af. Það hefði kannski bara verið góð hugmynd að kippa honum með heim. Ég hefði getað rænt honum með heim til Íslands. Tyrkjaránið 2008. En já nei nei. Annars er ég alveg hissa á sjálfri mér hvað ég er svakalega spennt yfir fótboltanum. Ég er búin að setja heimasíðu keppninnar í favorites hjá mér og kíki nú oftar þangað en á facebook og mbl. En nei ætli maður róist ekki aðeins núna og einbeiti sér að náminu og flutningum næstu daga. Skila síðasta tölfræðiverkefninu í þessu námi á mánudaginn, próf á fimmtudaginn. Flyt líka á fimmtudaginn, fer svo til Maastricht á föstudaginn og heim á sunnudaginn. Nóg að gera þó maður sé ekki tilneyddur að þamba bjór í lítravís íklæddur appelsínugulu, hrópandi Van der sar og Boulahrouz í takt við allt hitt appelsínugula fólkið í þokkabót. Annar er Engelaar minn maður í hollenska liðinu. Allah mallah hvað hann er fagur. Tæpir tveir metrar, 29 á árinu. Ég held að börnin okkar verði sérlega myndarleg.
4 comments:
Við sem erum ekki á costa del sol horfðum á hollendinga tapa fyrir rússum í kvöld, frekar fúlt. Fótbolti frekar leiðinleg íþrótt að horfa á, alltof langt að eyða 90mínútum í þetta og svo er framlenging....úff
Já, ég held líka með Tyrkjum. Þeir eru í stuði og markvörðurinn er sjúklega töff.
Það verður Tyrkland Rússland íúrslitunum.
Ég spái því reyndar að það verði Þýskaland-Rússland og Rússland vinnur. Þetta er ár Rússa. Eurovision og Evrópumótið.
Post a Comment