Friday, October 10, 2008

Fríkað út slakað á

Ég rembist eins og rjúpan við staurinn að fríka ekki út. En hvað getur maður gert. Auðvitað blótar maður, brjálast, hlær móðursýkislega, grætur, drekkur, er andvaka, slær þessu upp í kæruleysi, reynir að hugsa um eitthvað annað. Rembist og rembist við að einbeita sér bara að náminu. Breytir plönunum sínum. Núna er planið að finna mér vinnu með skólanum sem allra allra fyrst. Vonandi verð ég farin að skenkja bjór á bar um næstu helgi, flóa mjólk oní útúrtaugaða bankamenn, passa ameríska gríslinga, bera út póst eða bara whatever. Ég held ég leigi mér samt seint herbergi í rauða hverfinu. Ég útiloka þó ekki hasshús. Einhvernvegin þarf ég að fá eitthvað aðeins fleiri evrur í vasann til að þrauka. Annars á ég alveg fyrir mat og leigunni um næstu mánaðarmót. Maður hefur svo sem alltaf verið blankur. Tæpur. Reddað sér. Ég hef trú á að þetta reddist líka núna. Ég get unnið. Ég er ung og hress. Hver veit nema ég fari bara til Hong Kong næsta haust. Finni pínulítinn kínverskan draumaprins á hvítri Hondu. Ég ætla að uppfæra CVið mitt. Fara svo í bað. Slaka á.

3 comments:

Anonymous said...

O m g ástandið er hálf ömurlegt vægast sagt. Við þurfum sannarlega á einhverju upplífgandi að halda þessa dagana. Sendi þér hér skemmtiefni ef þú ferð á Útsvar hér á þessari slóð þá ættir þú að sjá mann sem þú kannast við þar.
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4442043
kveðja Áshildur

Anonymous said...

Einar lífgaði sannarlega upp gærkvöldið í Útsvari. Seigur var hann og.

Hölt og hálfblind said...

Oh ég get ekki horft á íslenska sjónvarpið í tölvunni minni, grrrr! En jú ég er viss um að kallinn var hress!