Monday, July 31, 2006

Hornstrandir

Hornstrandir eru stórkostlegar og þar er gaman.


Sigrún var spennt að komast á Hornstrandir



og ég líka



Systur á Hornbjargi



Hressar



skýjum ofar



á toppi Kálfatinds

Monday, July 24, 2006

Thursday, July 20, 2006

Wass upp nigga

Heyskapur um helgina, held ég og Hornstrandir í næstu viku.
Sól í heiði, sól í hjarta, sæl að sinni.

Monday, July 17, 2006

Libanon

Ég vann á líbönskum veitingastað þegar ég var í menntaskóla. Ég bjó þá í Drápuhlíðinni og skundaði yfir Klambratúnið í stuttu pilsi, dr.Martin skóm og gömlum loðfóðruðum gallajakka (sem gekk undir nafninu Bruce Springsteen) tvisvar til fjórum sinnum í viku til að bera fram Mezza og Ouzo í gervi líbanska líkjörsins Arak. Yfirleitt var mjög rólegt á virkum kvöldum. Þá mætti ég með heimalærdóminn í tösku sem ég þóttist alltaf ætla að klára á vaktinni. Ég fékk alltaf hlýjar móttökur í eldhúsinu hans Hassans sem réð lögum og lofum á staðnum á þessum tíma. (Áður en ég byrjaði að vinna þarna, rak kall staðinn sem kleip kvenkyns starfsfólk í rassinn og dró brotin glös af kaupinu). Hassan gaf mér alltaf eitthvað gott að borða. Í uppáhaldi hjá mér var nýbakað líbanskt brauð með hummus og chilli kartöflum. Afar einföld máltíð en sjúklega góð. Kjúklinga og lambakebab var líka sérlega vinsælt hjá vannærðum unglingnum mér, sem og baunarétturinn hans Hassans. Þessu góðgæti skolaði ég niður með ótakmörkuð magni af kók og fékk mér svo arabískt kaffi á eftir. Stundum fékk ég svo dísætt hunangslegið pasteries í eftirrétt. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég kunni að meta þetta góðgæti. Annars lifði ég, á þessum tíma, á samlokum með skinku og pítusósu annarsvegar og kit kat og kókómjólk hinsvegar. Blönk sveitastelpan á mölinni. Í stað þess að sinna heimanáminu sat ég oftast á spjalli við Hassan heilu og hálfu kvöldin og held því fram að ég hafi ekki lært minna af honum en öllum mínum menntaskólabókum. Hann sagði mér frá snæviþöktum fjöllum í minna en klukkutíma fjarlægð frá hvítum sólríkum ströndum. Hann sagði mér frá ríkri sögu landsins og ótrúlegum fornminjum. Hann fræddi mig um ótrúlega vestrænt viðhorf fólksins sem er að stórum hluta múslimar. Það hefur verið draumur minn æ síðan að fara þangað til að læra magadans og matargerð. Hann sagði mér líka frá þeim ótrúlega yfirgangi sem landið hefur mátt þola frá nágrönnum sínum, bæði Ísrael og Sýrlandi. Hann lýsti aldrei beint stuðningi við Hizbollah en sagðist þó þekkja fólk sem var í samtökunum og sagðist skilja það fólk. Hann sagði mér líka að systur hans gengju með blæju, ekki vegna þess að þær væru kúgaðar til þess, heldur til sýna að þær eru stoltir múslimar og til að mótmæla kúgun og yfirgangi Ísraela. Þetta þótti mér merkilegt.
Ég finn innilega til með líbönsku þjóðinni þessa dagana. Það á engin þjóð skilið árásir af þessu tagi hvort sem skæruliðasamtök eru í landinu eða ekki.

Sunday, July 16, 2006

Fátt um fina drætti

Það var fátt um fína drætti á börum bæjarins í gærkveldi. Held ég hafi þó séð Hrólf á Ölstofunni. Með pípuna og viskíglasið. Gaut augunum til okkar Brynju og spígsporaði í kringum borðið okkar. Talaði þó ekki við okkur. Brynju datt nú í hug að biðja hann um sæði en þorði heldur ekki að tala við hann. Það voru nú alveg nokkrir sem þorðu að koma og tala við okkur t.d. einn tuttuguogtveggja í skoðunarferð á Ölstofunni, Brynja þurfti að segjast vera fyrir eldri menn til að losna við hann. Hann benti henni á að það væri rugl og að hún ætti bara að fara á Prikið og höstla einhvern ungan og sætan. Hún tók hann ekki á orðinu. Ég held hinsvegar að það sé nokkuð til í þessu hjá honum!!!
Hér koma svo nokkrar myndir úr Suðursveitinni.


Svartifoss


Jökulsárlón


Pallurinn


Á fjöllum

Saturday, July 15, 2006

Oh svo fallegt

Það er fallegt í Suðursveitinni. Jöklarnir kyngimagnaðir. Fossar og fjöll, jökulár og blessuð sauðkindin. Mikið af góðum mat. Ég borðaði grillaðan humar, grillaðan þorsk, grillaðar lærisneiðar og heilgrillað læri, grillaðan camerbert og grillaðan kjúkling, amerískar pönnukökur í morgunmat, fullt af súkkulaði og skolaði þessu niður með bjór, víni, kaffi, blóðbergstei og vatninu góða. Las hina stórgóðu bók Skipafréttir eftir snilldarhöfundinn Annie Proulx sem skrifaði einnig smásöguna Brokeback Mountain. Mæli með henni.
Mikið er tónlistin yndislegt fyrirbæri. Ég týndi mér í dag í tónlistinni á alnetinu. Hlóð niður miklu ágætisefni. Meðal annars nokkuð af góðu kántrí. Emmylou Harris, Willie Nelson og Dolly Parton, gerist ekki betra. Náði í lögin A Love That Will Never Grow Old með Emmy og He Was A Friend Of Mine með Nelson úr Brokeback Mountain. Ó svo fallegt. Hlustaði svo á einhverja píu að nafni Jenny Lewis, skemmtilegur sveita fílingur hjá henni. Merkilegt hvað það kemur samt mikið af porni þegar maður slær inn Jenny, það er greinilega vinsælt nafn í klámbransanaum, skólastelpan Jenny, oj oj oj!
Jú jú og svo ætla ég að skella mér út að tjékka á kúrekum í kvöld. Allt of langt síðan ég hef heiðrað barina með veru minni. Jesúss mig langar að dansa, dance the night away, jeih! Er farin að mála á mér neglurnar eldrauðar og æfa mig í að halda bumbunni inni.


Ég fæ sting í hjartað

Saturday, July 08, 2006

Þar skall hurð nærri hælum

Að kaupa eða ekki kaupa, það er önnur stór spurning.
Ég rétt slapp við að kaupa Vivianne Westwood kjól í dag.
Ég verð þessvegna því miður að segja ekki kaupa.
Eina ástæðan fyrir að ég keypti hann ekki var að ég var nýkomin frá því að lesa túrhestabók um eyjurnar í Karabíska hafinu. Og óh mæ lord mí gó there. Þessi tveggja vikna ferð mín til Martinique í vetrarfríinu er því orðið að 5 vikna eyjahoppi í huga mínum með áfangastaði á borð við Puorto Rico, öreyjuna Saba, Martinique og Guadeloupe að sjálfsögðu og Trinidad og Tobaco. Nú þarf ég bara að hætta að eyða öllum peningunum mínum jafnóðum svo ég hafi efni á þessu. Og aumingja Viv fékk að kenna á þessum sparnaðaraðgerðum mínum. En jesússs kristur hvað kjólinn er flottur og jesúss hvað ég var sæt í honum. Vildi að ég ætti ammæli í september, þá hefði ég pottþétt keyptann. Karabíska hafið eða ekki. Get ekki beðið eftir þrítugsafmælinu. 9 mánuðir í það.


Viv

Friday, July 07, 2006

Suðursveitin var það heillin

Súkkulaði eða ekki súkkulaði, það er spurningin.
Ein af stóru spurningunum í lífi hverrar konu.
Ég segi súkkulaði.



Thursday, July 06, 2006

Þarf maður vegabréf til Spánar, mitt er sko útrunnið!

Hver veit nema ég skelli mér til Spánar á sunnudaginn, eða jafnvel austur í Suðursveitina. Hef heyrt vel látið af kúrekum bæði suður í Alicante og á Hornafirði. Annars er sveitastúlkan ég auðvitað þjökuð af samviskubiti yfir að ætla ekki að eyða vikulöngu sumarfríi mínu í heyskap í Borgarfirðinum. Það er nú alltaf viss stemmning að hossast um túnin heima á traktor frá fornöld í skítugum gúmmístígvélum og bleikum háskólabol og Millet úlpu utanyfir með Prada sólgleraugu, gsm símann í vasanum og heitasta undergroundbandið í eyrunum. Pakka inn rúllum, múa, snúa eða garða. Koma svo heim í kot til mömmu og gúffa í sig sviknum héra og skúffuköku með mjólk (feitri rjómamjólk hér áðurfyrr en léttmjólk úr fernu í dag) í eftirrétt. En það verður víst ekki á allt kosið. Ég hef ákveðið að fríinu skuli eytt við lestur góðra bóka annaðhvort í bikiní á sólríkri strönd eða þreytt í bústað eftir erfiðar fjallgöngur í splúnkunýjum gönguskóm (sem eru þriðji dýrasti hluturinn sem ég á í þessum heimi). Hvort tveggja heillandi tilhugsun. En hva, það er nú bara föstudagsnótt í nótt og nægur tími til að ákveða hvað skuli gera á sunnudaginn.
Ég hyggst nú ekki sofa í nótt en nóttin getur verið ansi góð þó að ekki sé sofið og því segi ég góða nótt minn litli ljúfur og ljósið bjarta.

Djöfull er Mr. Nelson annars flottur. Ég er hálf hissa á fáum kommentum á kallinn. Kannski bara allir úti að fíla sig í rigningarsuddanum. Hrólfur kann samt að metann enda er Hrólfur svalur gaur.

Jamm og já ég var víst að breyta lúkkinu á síðunni. Þetta er kannski svolítið eins og að þurfa alltaf að vera að breyta eitthvað heima hjá sér, finna betri stað fyrir húsgögnin, eða eins og að langa til að skipta um hárlit, jú eða bara skipta um föt á nokkurra mánaða fresti. Vonandi allir sáttir bara.