Tuesday, January 31, 2006

Fullkomin karlmennska

Ég fylgdist spennt með leiknum gegn rússum í dag. Mikið stóðu strákarnir sig nú vel. Ég er nú skyndilega orðin sjúklegur aðdáandi liðsins. Vantar bara að ég hengi plaggat af þeim upp í herberginu mínu. Ég myndi sko gera það ef ég ætti svoleiðis. Það sem veldur þessari skyndilegu og algjöru aðdáun minni á liðinu er fyrst og fremst fullkomin karlmennska þeirra. Ég var komin með æluna upp í háls af öllum þessum viðbjóðs metró verri en verstu homma ljósabrúnu strípuðu vöxuðu viðbjóðs stráklingum sem tröllríða öllu núna. Og líka helvítis strompreykjandi drekkandi horrenglu nördunum sem ég hef alltaf heillast svolítið af. Handboltastrákarnir eru fullkomnir. Stórir og sveittir, skeggjaðir og úfnir en samt svo sjúklega sætir og krúttlegir eitthvað. Uuhhhmmm I just love it! Óli Stef fer auðvitað fremstur í flokki. Mér finnst hann æði og hefur alltaf fundist. Hann er heimspekinemi og handboltahetja, I rest my case. Ég held ég eigi eftir að lifa á því allt mitt líf þegar ég var að koma út úr íbúðinni á Laugaveginum í sumar, ofurfersk, sólbrún og sæt í blómakjól. Og Óli labbar framhjá og lítur á mig, lítur svo fram og svo....... já snýr sér við og lýtur aftur á la bombe sexuelle (og þetta er sko ekki lygi). Sá hann daginn eftir koma út úr Bónus með börnin á handleggnum og þá sá hann mig ekkert sko, en það er önnur og ekki eins krassandi saga.
Þetta er slóð inn á blogg birkis frá mótinu. Gaman að þessu.

http://www.mbl.is/mm/sport/mot/em_handbolta/blog/blog_list.html

Handboltahetjur og kúrekar, það besta sem lífið býður upp á.

Monday, January 30, 2006

JESS

Jaaaaaaá JÁ JÁ jaaaaaaaááá JÁÁÁ, Lost er byrjað aftur!

Sunday, January 29, 2006

Leikmaður i leit að sannri ast

Lífið þýtur áfram og ég held mínu striki. Ég djamma og vinn og prjóna og hekla og les og fer í bíó og leikhús og hitti vini og fjölskyldu og held síðast en ekki síst áfram einlægri leit minni að ástinni. Ég er búin að gera svona sitt lítið af hverju síðustu daga. Eldaði bestu pizzu í heimi á föstudaginn og bauð Lindu sænsku nektarínunni minni í mat og rauðvín á föstudaginn. Partý hjá Marian yndi og Agnari á laugardaginn. Verð að fá mér mann eins og Marian. Hann kann sko að elda, maðurinn. Mig langar í mann sem kann að elda, hann má samt ekki vera hommi! Við Joe9 erum svo búnar að liggja og éta og glápa á video í dag. Ég held að ég sé búin að éta á mig svona 3 kíló um helgina. La bombe sexuelle loves to eat!!! Enda er nú bara kynþokkafullt að vera svolítið þrýstin.
Annars er ég kannski, hugsanlega, maybee baby, örlítið, pínulítið, bara kannski smá skotin í strák. Jeih og jibbícola! Segi ekki meira um það í bili.
Annars var kærasti vinkonu minnar víst að velta því fyrir sér um daginn hvað myndi gerast ef Gunnhildur fyndi sér kærasta. Hvað gæti hún talað um? Hvað gæti hún bloggað um? Ég get nú róað þennan ágætismann með því að tilkynna að leit mín að ástinni hefur nú staðið sleitulaust í 16 ár og hefur lítinn árangur borið. Jú jú það hafa þarna verið nokkur afar hressandi en afar skammvinn ástarsambönd. Ástina mína sönnu hef ég ekki fundið undanfarin 16 þó að á stundum hafi ég nú haldið að þetta væri komið í höfn hjá mér. En alltaf hefur eitthvað staðið í veginum, aðrar kærustur, höf og tungumálaörðuleikar, samkynhneigð, lélegt kynlíf, rugl á sjálfri mér og öðrum, óheiðarleiki og trúlega alltaf bara vöntun á sannri ást. Nú er leit mín þó loksins orðin einlæg og ég ætla að hætta að vera player. Gunnhildur is no longer a player in the game of sex, drugs and rock&roll. Hún er nú leikmaður í leit að ást. Og hananú og þar hafiði það!

Thursday, January 26, 2006

Emil

Þetta dunda ég mér við að skoða þegar ég kem heim dauðþreytt eftir vaktina seint á kvöldin.

http://www.string-emil.de

Hvað skal segja!!!

Tuesday, January 24, 2006

Brown, Breitenback og bara Bobby

Nú og svo eru það auðvitað Bobby Brown, Bobby Breitenbach og bara Bobby.







Í dag átti ég ekkert brauð. Skellti mér því út í bakarí að kaupa rúnstykki. Skildi eftir kveikt heima, á ljósum og útvarpi. Ég kom heim 4 tímum seinna. Búin að fara á mörg kaffihús og skoða í margar búðir, en fór ekki í eitt einasta bakarí!!!

Monday, January 23, 2006

Saturday, January 21, 2006

Muna að skilja eftir komment!!!

Ekki skilja mig eina eftir úti í kuldanum, í sjúkum heimi alnetsins! Vertu hjá mér, sýndu þig, ertu þarna?!!!!

Fékka sms seint á fimmtudagskvöldið þegar ég lá í mestu makindum í lavenderfreyðibaðinu mínu. Ég hætti í miðjum kafla í bókinni sem ég er að lesa, skolaði úr mér djúpnæringuna og dreif mig upp úr til að lesa þessi spennandi skilaboð sem mér voru að berast svona akkúrat á lokunartíma baranna. Við mér blasti erlent númer og þessi skilaboð: No worries, ég vissi að ég væri ekki nóg fyrir þig. Vona að þú finnir ástina. Ég hugsaði bara: Jæja hvaða hjarta var ég nú að brjóta? Hvaða aumingjans drengur er fluttur úr landi og drekkjir nú sorgum sínum í útlandinu mín vegna. Ég áttaði mig ekki á því svona í fljótu bragði og sendi því spurningu til baka um það hver þetta væri nú, til þess að komast til botns í þessu leiðindarmáli. Heyrðu, skakkt númer, vinkona mín rakst í takka á símanum sínum, úbbs. Þungu fargi af mér létt. Sofnaði róleg með lavenderilm í nösunum og nokkuð hreina samvisku.

Thursday, January 19, 2006

Bobby F

Bobby Fisher var líka einn í bíó á Broakback Mountain. Ég var að pæla í að bjóða honum að setjast hjá mér en lét það vera þar sem hann á víst konu.

Wednesday, January 18, 2006

Veðrið er vont en lundin er lett

Veðrið er vont en lundin er létt, það er ekki hægt að segja annað.
Ég er í skýjunum yfir myndinni sem ég sá í gærkveldi. Skellti mér galein eftir vinnu á Broakback Mountain. Besta mynd sem ég hef séð lengi. Lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því til þess eins að sjá snilldarverk eins og þetta í bíó. Mér er alveg sama þó ég mennti mig ekkert meira, eignist aldrei kærasta, læri aldrei frönsku, fái aldrei draumavinnuna og fái aldrei að ættleiða barn bara ef ég get farið í bíó. Ég mæli með því að fólk hætti við öll plön, reddi sér barnapössun ef þess þarf og drífi sig á þessa mynd ekki seinna en í kvöld. Og það er ekkert verra að fara einn í bíó, betra bara ef eitthvað er. Þetta er sérlega áhrifamikil mynd, falleg, fyndin, rómantísk, dramatísk, sorgleg og bara, já, svakalega góð. Hef ekki verið svona snortin af mynd síðan ég sá Hotel Rwanda sem allir eru auðvitað búnir að sjá. Ég stóð sjálfa mig að því að finnast alveg frábært hvað það var kalt úti og veðrið vont þegar ég var að labba heim í nótt eftir myndina! Kúrekar hafa þessi áhrif á mig.
Ég sá líka Lemming á frönsku kvikmyndahátíðinni og A little trip to heaven um helgina. Báðar prýðismyndir. Núna á eftir er ég svo að fara með Heiðrúnu litlu frænku minni á Harry Potter, er búin að sjá allar hinar og hefur þótt ágætis skemmtun. Á morgun er svo planið að fara með Fanneyju á einhverja franska artí fartí mynd og drekka svo rauðvín á eftir. I just love my life!
Ætlaði annars að vera heima í dag að hugleiða, hanga í tölvunni og vinna í mínum málum. Ég átti enga mjólk í kaffið svo ég rölti mér út í krambúð að kaupa mjólk og kannski eins og hálft brauð. Ég kom heim 3 tímum seinna með blúndublússu í poka, búin að fara á kaffihús og láta taka frá fyrir mig gallabuxur í GK. Ég hef náttúrlega enga sjálfstjórn!!!
Jæja Harry Potter lætur ekki bíða efitr sér, ble.

Sunday, January 15, 2006

City girl

You’re a city girl from the countryside.
They call you the girl on the bike,
who loves to sleep but stay awake at night.

You’re a glamorous girl with a bling bling.
They call you the Singapore sling
who loves to drink, dance, sing and swing.

They say you are crazy with you’re corny look.
But hey! What the fuck.
Cause baby you know you rock

Joe9


Haldiði að maður eigi ekki fabjúlöss vini sem semja ljóð um mann eins og ekkert sé.
Lövja Joe9

Friday, January 13, 2006

Metnaðurinn

Metnaðurinn sem ég talaði um þarna á fjórða degi ársins hefur aðallega legið í því að djamma og skemmta mér og vera svo þunn þess á milli. Náði að djamma ansi hreint hressilega um síðustu helgi og var alveg fram á þriðjudag að jafna mig eftir það. Þá þýddi auðvitað ekkert annað en að bruna á Hótel Búðir og djamma þar ærlega með öðrum sörvetrínum og kokkarassgötum á árshátíð fyrirtækissins. Afar vel heppnuð árshátíð og æðislegt að koma þarna á nesið þegar það er allt þakið snjó, allt voða kósí og rómantískt. Engin rómantík í gangi samt og enginn sleikur, enda allir karlkynssamstarfsfélagarnir rétt skriðnir yfir fermingu, ef þeir eru þá fermdir.
Metnaðurinn á öðrum sviðum hefur þó ekki alveg verið í bakkgír. Ég er búin að sækja um eina vinnu og finna nám í Edinborg sem ég er nú bara nokkuð heit fyrir. Þarf bara (BARA) að sækja um. Þetta kemur allt saman hjá mér.
Frönsk kvikmyndahátið að fara af stað um helgina. Ég verð bara í bíó ef þið þurfið eitthvað að ná tali af mér. Ætli maður hangi ekki líka eitthvað aðeins með mömmu sinni sem er á leiðinni í höfuðborgina í þessum töluðu orðum.
Aurevoir, et je t'aime mon amour (þetta er það sem ég lærði í París!)

Thursday, January 12, 2006

Heppin

Ísafjörður here I come! Ég var á árshátíð á þriðjudaginn og hvað haldiði nema að mín hafi ekki bara fengið aðalvinninginn í happdrættinu. Flugmiða fyrir tvo hvert á land sem er. Nú sef ég varla fyrir spenningi, ég er svo spennt að fljúga eitthvað út á land. Held að ég ætli til Ísafjarðar. Ekki nema ég skelli mér til Hafnar í Hornafirði, nú eða Egilstaða. Já og gleymum ekki agureiri. Það eru auðvitað ótal möguleikar í boði. Spennandi.

Thursday, January 05, 2006

Þroskuð og þrystin?

Sú hugmynd hefur komið upp að breyta nafni síðunnar úr La bombe sexuelle í Þroskuð og þrýstin. Vera aðeins þjóðlegri og þroskaðri á nýju ári. Hvernig leggst það í lýðinn?

Wednesday, January 04, 2006

Verkfall

Lundin er þung og lífið erfitt. Nýja árið er ekki að fara vel í mig. Langar mest að skríða undir feld og liggja þar flöt fram á vor. Bíða róleg eftir framkvæmdagleðinni og góða skapinu. Er að hugsa um að gera það bara. Kaffihúsaferðir, matarboð, bíó, djamm og fleira svona sem að mér finnst að öllu jöfnu gaman að gera með vinum mínum og fjölskyldu er því afþakkað þar til mér sjálfri sýnist. Ég er farin í verkfall.

Nytt ar

Jæja nú er fjórði dagur ársins langt liðinn og ég held sama kæruleysinu áfram sem einkenndi nýliðið ár. Segja má að kæruleysið hafi verið algjört, í peningamálum, menntamálum, vinnumálum, strákamálum, vina og fjölskyldumálum, heilsumálum og tungumálum. En nú er tími til kominn að taka málin í mínar hendur og skipta metnaðinum úr hlutlausum (bakkgír í sumum málum) og í 4 gír. Nr. eitt er að sækja um í mastersnám fyrir næsta haust, Nr. tvö er að sækja um aðra vinnu fyrir vorið, Nr. þrjú er að..... Nei ok þetta virkar ekki svona, þetta er allt álíka mikilvægt. Kannski helst tungumálin og strákamálin sem eru ekki lífsspursmál fyrir mig. Held að ég geti átt alveg rosa gott ár án þess að læra frönsku fullkomlega og ég hef verið hamingjusöm í 28 ár, næstum 29!!! án þess að eiga kærasta. Eina nýársheitið mitt er samt að æfa mig í frönsku og vinna þannig í því að eignast franskan kærasta. Gott plan, haaa?!
Já og svo hangi ég bara á msninu og blogga þegar ég á að vera að skrifa umsóknir og yfirfara CVið mitt! Ég er ekki í lagi. Afrekaði samt að kaupa skipulagsbók, það er nú eitthvað svona til að byrja með.
Ég sit á kaffihúsi með tölvuna mína og spjalla við fólk á msn og tala í símann, á næsta borði situr líka stelpa með tölvuna sína og talar í símann! Jæja ætla að fara að skipuleggja mig í nýju skipulagsbókina mína.

Já og gleðilegt nýtt ár kæru vinir, elskum og verum hýr á nýju ári, jeih og jibbícola!

One more thing: Hin nýtrúlofaða Sigrún systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið gæska og fjórfalt húrra fyrir því og trúlofuninni, húrra, húrra, húrra, húrra!