Friday, December 30, 2005

jolakort



Fékk þetta jólakort frá Brynju sem dvelur í Argentínu ásamt Ásu um þessar mundir. Þær eru hressar.

Thursday, December 29, 2005

Meira svona


það var meira þessi típa sem ég hafði í huga en 12 ára Garðar á hvítum póníhesti.

Mr. Zhu kom að borða í kvöld. Ég bauð honum ekki í partý og ekki heldur matarboð, aulinn ég. Ég er nú ennþá með númerið hans svo að það er ekki öll nótt úti enn.

Áramótin um helgina, hressandi.

Wednesday, December 28, 2005

Sidbunar jolagjafir

Ég hélt að guð hefði fært mér síðbúna jólagjöf í líki félags tamningamanna sem átti pantað borð fyrir 20 manns í kvöld. Ég bjóst að sjálfsögðu við 20 fjallmyndarlegum kúrekum í reiðbuxum, þambandi viskí og daðrandi við sætu þjónustustúlkurnar eins og þeim væri borgað fyrir það. Bjóst við því að riddarinn á hvíta hestinum myndi mæta og nema mig á brott í bókstaflegri merkingu. Ríða með mig upp í Mosfellsdal og ríða svo þar fram á vor (hestum að sjálfsögðu). Ég þyrfti ekki að sörvetrínast framar og gæti einbeitt mér að skriftum, frönskunámi og prjónaskap því við bæði gætum vel lifað af tekjunum af verðlaunastóðhestinum sem hann ætti. En nei, þvílík vonbrigði! Kúrekarnir 20 voru 12 sveitakerlingar og 5 lúðakarlar. Drekkandi kókakóla og ekkert daður í gangi. Þetta gerði útslagið með guð og hans gjafmildi. Trúi ekki frekar á hann en jólasveininn. Jaaa fékk þó einn lítinn jólapakki í formi Garðars Thors Cortes sem fékk sér sushi og túnfisksteik hjá mér í kvöld. Hann er sætur. Samt varla kyntröll. Meira bara voða sætur, brosmildur og kurteis strákur. Nei ok who am I kidding, he's a sex god!
Jæja er farin að sofa, sweet dreams elskurnar mínar (hmmm held að Garðar verði í mínum draumum í reiðbuxum, með Malboro í annari og viskípela í hinni, ríðandi hvítum hesti og kannski einhverjum öðrum, tíhíhíhí!)

Tuesday, December 27, 2005

Mikið væri gott að vera kennari, já eða nemandi!

Friday, December 23, 2005

Jólakort



Gleðileg jól elsku vinir, vandamenn og velunnarar til sjávar og sveita, nær og fjær, heima og að heiman. Elskum og verum hýr um hátíðarnar.

Ykkar einlæg
Gunnhildur
P.s. við Jónína erum ekkert hýrar sko. Nema í merkingunni kátar og glaðar, ofurhressar og í jólastuði.

Thursday, December 22, 2005

Jolin koma

Jólin eru alveg að koma Jibbí jeih, jibbí jóh! Mér finnst gaman á jólunum :) Fyrst er samt Þorláksmessa. Ég er að vinna í skötuhelvítinu! Úff er hálfkvíðin fyrir morgundeginum. Skata og fyllerí á fólki. Vonandi verða bara allir í jólaskapi, ofurhressir og kurteisir. Svo kemur aðfangadagur, jeih, þá fer ég upp í sveit. Hlakka svoooo til. Pakkar, pakkar, pakkar. Hmmm er annars nú þegar búin að fá tvær rosaflottar gjafir. Fékk eyrnalokka sem eru búnir til úr ekta bjölluvængjum, bílíf itt orr nott. Lindan gaf mér þá. Svo fékk ég kanínupels frá aðdáanda númer eitt, ma premier admirateur, my number one fan, mér sjálfri.

Monday, December 19, 2005

Ég biðst velvirðingar á að hafa slengt þessum játningum mínum svona fram án þess að vara nokkurn mann við. Svona er lífið bara, stundum fær maður fregnir sem þessar beint í andlitið eins og óhreina illa lyktandi og rennblauta tusku. Ég vona að allir verði búnir að jafna sig á þessum tíðindum áður en nýtt ár gengur í garð.
Jólapartýið var sérlega vel heppnað. Við sambýliskonurnar dressuðum okkur upp í okkar fínasta eftir að hafa staðið á haus (ekki í bókstaflegri merkingu þó, það hefði samt án efa verið mjög fyndið. Sem minnir mig á að vinkona mín hætti einu sinni með gaur af því að hann var farinn að standa á haus í tíma og ótíma!) í marga daga við að baka og brugga fyrir teitið. Djóklaust þá bakaði ég piparkökur til að hafa með jólaglögginu sem við buðum upp á. Sérlega gaman að geta boðið fólki upp á eitthvað gott. Ég var svo fín að mér leið bara eins og Joan Collins eða Jackie O eða Cher eða eitthvað. Djammaði svo fram á morgun á Kaffibarnum eftir teitið. Afar góður dagur sem hófst með kampavínsdrykkju í bröns með systrum og mágum. Takk fyrir mig allir saman, takk fyrir komuna og takk fyrir gott stuð. Svolítið svekkt samt að Óli og Dorrit komu ekki, en það var víst einhver pest að ganga.
Ég veit ekki hvað einstæði faðrinn á móti heldur núna. Í hvert skipti sem hann sást út á tröppum á laugardaginn rauk hópur af fólki út í glugga og skelli skelli hló. Greyið. Hann er hálfgerður lúði.
Nóg um það já og segjum þetta bara gott í bili, lifið heil.

Joan Collins


Cher


Jackie O

Friday, December 16, 2005

Panikk

Panikk! Í hverju á ég að vera í partýinu á laugardaginn?!!! Lífið getur verið svo snúið og erfitt. Held ég verði bara að fara í búðirnar og strauja kortið fyrir partýdress. Ekkert stress, verum hress, blezzz!

Thursday, December 15, 2005

Ooooóóóh alltíeinu eru jólin bara á morgun eða svona næstum því! Jíbbícola og jeih segi ég nú bara. Það er gaman á jólunum. Éta, drekka, sofa, gefa, þiggja, lesa og éta og drekka meira. Bara fullkomið. Og það er gaman svona fyrir jólin líka og jeih ég er í fríi um helgina. Massajólaplönuð helgi. Piparkökubakstur, jólabröns með systrunum og fylgifiskum þeirra (skrítið þeir kommentuðu ekkert á skrif mín um barneignir systra minna með lúðum!) og svo partý, partý, partý. Vááá og svo er árið bara að verða búið líka. Skrítið ár. Ég hef einhvernvegin ekkert gert af viti. Það er bara búið að líða. Helstu afrek mín eru að verða aftur ÍTR nörd, prófa að vera skrifstofublók, vera veik og svo að verða aftur sörvetrína. Eyddi að vísu mánuði af árinu í París en einhvernveginn tel ég hann með síðasta ári. Í ár kom ég meira heim frá París en að hafa eytt mánuði þar. Steig líka það gæfuspor að flytja á Baldursgötuna. Mikið er gott að eiga heima á Baldursgötunni. Já og svo byrjaði ég auðvitað að blogga. Það var líka gæfuspor. Af þessu tilefni vil ég viðurkenna að það hefur ekki alveg allt verið dagsatt sem ég hef skrifað. Ég er t.d. ekki hrein mey. Ég missti meira að segja meydóminn á þeim aldri sem það var ólöglegt fyrir mig að gera dodo og er löngu hætt að halda bókhald yfir hjásvæfurnar. Þetta er eflaust nett sjokk fyrir allmarga sem haldið hafa að ég sé að spara mig fyrir minn eiginn mann, en svona er lífið. Ég verð líka að viðurkenna að ég og Dolly vorum ekki í fríi saman á Akureyri. Hún fór bara eitthvað að spjalla við mig þar sem ég sat þarna í sólinni, dást að sólgleraugunum mínum og eitthvað. Hún er fín pía sko, svolítið uppáþrengjandi eeen ok. Ég legg það heldur ekki í vana minn að spranga um ber að neðan heima hjá mér né nokkursstaðar. Finnst alltílagi að spranga bara um á nærbuxunum og í bol. Hmmm man ekki eftir fleiru sem ég þarf að játa núna. Jú ég þreif ekkert af mér meiköppið og fór úr brjóstahaldaranum áður en ég fór í kvennagönguna, ég málaði mig meira að segja alveg sérstaklega vel og mikð og fór í geðveikan túttubrjóstahaldara.
Og koma svo mæta í massívujólastuði í partýið á laugardaginn.

Monday, December 12, 2005

The exciting life of la bombe sexuelle

Hvað skal segja, hmmmm, dettur ekkert í hug. Jú jú var að klára að hekla rosa svala húfu, jeih! Hékk með mömmu í dag, massakúl. Er að fara að baka smákökur, súkkulaðibitakökur, nánar til tekið. Kjóllinn sem ég prjónaði um daginn er rosa hlýr og góður. Stakk negulnöglum í appelsínur um daginn, jólaföndrið búið fyrir þessi jól. Var að enda við að þrífa helluborðið. Já ég lifi mjög spennandi lífi, það er ekki hægt að segja annað.
Ég skil ekki, skil alls ekki fólk sem leiðist þegar það er í fríi. Vill ekki vera í fríi á virkum dögum af því að þá eru allir aðrir í vinnunni og hlakkar til að byrja í vinnunni eftir sumarfrí af því að það hefur ekkert að gera. Ég elska að vera í fríi, sérstaklega á virkum dögum. Ég hef endalaust eitthvað að gera, sólarhringurinn mætti yfirleitt vera lengri þegar ég á frí. Nr. eitt þarf auðvitað að sofa út, mjög mikilvægt. Enda segja allar hollywood stjörnurnar að helsa leyndarmál fegurðarinnar sé nægur svefn, ég er sammála þeim. Svo þarf maður að fara í sund, eða út að skokka eða hreyfa sig eitthvað, hanga á netinu í smá stund, fara í lavenderfreyðibað, greiða sér og mála sig, lesa blöðin, prjóna og hekla, laga sér eitthvað að borða, borða eða fara í löns með vinkonum og borða þar, hanga á kaffihúsi, hekla og prjóna, lesa skáldsögur, taka videóspólu og horfa á hana og horfa á fréttirnar, hlusta á tónlist, setja í uppþvottavélina og taka svo úr henni, þvo þvott og brjóta saman, skúra gólfið og þrífa klósettið, fá brilliant hugmyndir og framkvæma þær, sauma, fara í bíó, baka, versla í matinn, skrifa ímeil og senda sms, prjóna og hekla, tala við fólk á msn, heimsækja vini og fjölskyldu, fara á bókasafnið, taka til, horfa á raunveruleikaþætti og allskyns ameríska afþreyingu í sjónvarpinu, lesa tímarit og fræðast um tísku,tónlist, kvikmyndir og stjörnurnar, það er líka hægt að gera á netinu sem og að blogga og lesa blogg, fara í skóbúðir og máta skó og pússa svo skóna sína, drekka og djamma og borða gott og svo auðvitað prjóna og hekla já og og og hafa allataf augun opin fyrir mínum eigin manni og barnsföður (einn og sami maðurinn sko, minn eiginn!). Og svo eru það allskyns svona árstíðarbundið drasl sem þarf að sinna eins og að kaupa jólagjafir og vera jólahress, á sumrin þarf að fara í sólbað og vinna í því að vera brún, drekka mikinn bjór og vera afar sumarhress. Já það er gaman í fríi og vinnan er ekki svo slæm heldur. Nú kemur skólasöngur okkar MHinga upp í hugann (eitt sinn MHingur, ávallt MHingur)

Gleði, gleði, gleði
gleði líf mitt er
því að Jesú Kristur það gefið hefur mér
ég vil að þú eignist þetta líf
því að það er
gleði, gleði
gleði alla tíð.

Ef þú ert ennþá hérna fyrir framan tölvuna en ekki með höfuðið í klósettskálinni að æla eða ert ekki búinn að æla yfir lyklaborðið og á bömmer yfir því þá vil ég mæla með því að þú farir í lavenderbað, farir á la marche de l'empereur í bíó, lesir bækurnar um kvenspæjarastofu númer eitt, farir á súfistann drekkir latte og lesir tísku og tónlistartímarit, eldir eitthvað gott og fáir þér rauðvín og auðvitað mætir í partýið á laugardaginn. Það verður gott partý, lofa því.

Thursday, December 08, 2005

Atti stefnumot

Íþróttaskórnir mínir voru ekki bara rykfallnir heldur líka þaktir köngulóarvef og kellingin var bara að dúlla sér þarna eitthvað í þeim þegar ég ætlaði að klæða mig í þá í mesta sakleysi. Hún er ekki lengur á meðal vor, blessuð sé minning hennar.
Ég ákvað að það væri ekki málið fyrir mig að fara að borga offjár fyrir áskrift af samviskubiti yfir að mæta ekki í ræktina. Þess í stað átti ég stefnumót við Ágústu nokkra Johnson í stofunni hjá mér. Sambýliskonan hefur verið að hitta hana reglulega og mælti með því að ég hitti hana. Ágústa er hress týpa. Hitti hana aftur í dag og núna haltra ég um vegna harðsperra. Það er töff. Alltaf töff að haltra!
Heyrðu ætla að horfa á Friends í imbanum áður en ég fer að sofa.
Góða helgi. Helvítis vinnuhelgi framundan hjá mér. En en en við sambýliskonurnar erum að plana jólapartý laugardaginn 17. Taktu kvöldið frá ;)

Wednesday, December 07, 2005

Af börnum og luðum

Ok ok komið gott af Dolly í bili. Ég fæ samt aldrei nóg af henni. En lífið verður að halda áfram. Get ekki dvalið endalaust við þessa húggulegu stund okkar saman í sumar.
Ég svaf í yndislegum faðmlögum um helgina. Var knúsuð alveg í bak og fyrir og fékk ótal blauta kossa. Var í eðal félagsskap frá föstudegi til mánudags. Ég var sem sagt helgarmamma. Fékk að passa hana Ásrúnu Gyðu systurdóttur mína á meðan foreldrarnir skruppu til úglanda. Ásrún er bara krúttlegasta barn í heimi. Vaknar skælbrosandi og veit þá ekkert betra en að þrísta risastórum kinnum sínum þétt upp að andlitinu á manni og kúra þannig endalaust. Helst að pælingar um mat fái hana til að rífa sig upp frá slíku kúri. Hún er mikið fyrir að borða blessunin, lík frænku sinni að því leiti. Ég naut þess að spóka mig um með henni og vonaði að allir héldu að hún væri dóttir mín. Sérstaklega helgarpabbarnir sem ég tjékkaði mikið á. Sérstaklega í Árbæjarlauginni. Þeir voru samt allir frekar mikið gallaðir eitthvað. Svarbrúnir, vaxaðir og huldir tattúum, næpuhvítir, loðnir og með skalla eða virkuðu bara hálf þroskaheftir eitthvað. Enda búið að skila þeim öllum af einhverjum sökum. Annars held ég að það sé sama hvaða lúða ég mundi ná mér í ef ég er að hugsa um gaur til undaneldis (ég er úr sveit sko!). Niðurstaðan yrði alltaf úrvals afkvæmi. Allavegana eiga systur mínar allar þessi gullfallegu og gáfuðu börn þó að feðurnir séu svona mismiklir lúðar. Ég þyrfti auðvitað heldur ekkert að vera að druslast með lúðann með mér hálft lífið. Hægt að redda einu barni á tiltölulega stuttum tíma ef allt gengi að óskum. Vonandi að ég fái bara að ættleiða barn ein ef ég redda engum lúða. Verð bara að passa mig á að fitna ekkert rosalega mikið. Talandi um fitu þá er ég að pæla í að fara í ræktina. Kannski meiri líkur á að redda lúða ef ég er í sæmilegu formi og ef ekki þá verð ég að halda möguleikanum um að ættleiða ein opnum.
Lifið heil.

Tuesday, November 29, 2005

Vinkonur



Við Dolly skruppum til Akureyrar í sumar. Það var stuð. Ég fékk sólgleraugun hjá Steinunni.

Monday, November 28, 2005

Himneskur dagur

Ég hélt ég hefði dáið og farið til himna í gær. Guðdómlegur dagur, himneskt kvöld. Ég fór út að borða á Sjávarkjallaranum með Ásu samstarfskonu. Og óh mæ god hvað það var yndisleg upplifun. Maturinn var bara guðdómlega góður. Við keyptum okkur svona exotic menu og fengum einhverja milljón rétti. Meðal annars kengúrukjöt sem var bara ótrúlega gott, flottasta sushi sem ég hef á ævi minni séð, fáránelga gott hreindýrakjöt og deserta sem ég hefði ekki viljað skipta út fyrir kynlíf með Johnny Depp sjálfum. Með þessu drukkum við svo dýrindis hvítvín, sake með sushiinu og sætvín með desertunum. Sjitt hvað þetta var gott. Og ekki spillti fyrir að ég varð ástfangin af þjóninum. Veit ekki alveg hvort að það var bara maturinn sem hafði þau áhrif á mig, vínið eða maðurinn sjálfur. Hann var allavegana guðdómlegur líka maðurinn, gott ef að þetta var ekki bara kallinn sjálfur (þ.e. Guð). Eftir kvöldverðinn tók svo ekki verra við því að við fórum á tónleikana með Sigurrós. Ég er viss um að diskarnir þeirra eru hafðir á repeat í himnaríki. Ég er allavegana búin að dusta rykið af diskunum mínum og þeir verða á repeat hjá mér næstu dagana. Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Var reyndar farin að efast um að ég hafi verið send á réttan stað þarna á tímabili. Hélt kannski að ég hafi verið send í helvíti en ekki himnaríki því að hitinn var svo svakalegur. Strákarnir í Sigurrós hafi líka verið sendir þangað af því að söngvarinn er samkynhneigður og Guði líkar víst ekkert sérlega vel við svoleiðis fólk. Ég þoli reyndar heldur ekki homma af því að þeir vilja aldrei sofa hjá mér!!! Við Guð ættum kannski bara nokkuð vel saman ;)

Friday, November 25, 2005

Ég náði að horfa á alla kalla fegurðarsamkeppnina í gær áður en ég skellti mér á barinn. Og ég hafði rétt fyrir mér þetta var alveg fyrirtaks sjónvarpsefni. Það var alveg hörmung að fylgjast með þessum blessuðu drengjum. Þeir voru allir hver öðrum hallærislegri og týpan sem valinn var herra Ísland var þeirra allra hallærislegastur og með ljótasta hárið. Mér fannst samt einn þeirra voða sætur. Benni boy. Langur og mjór með sérlega fallegt bros og ekkert svo ljótt hár. Virkaði svo næs týpa eitthvað enda var hann valinn vinsælasti strákurinn. Benni mætti svo eiturhress með vinsælasti strákurinn borðann og ljósbleikt bindi á Ölstofuna að lokinni keppni. Þessi heimsókn hans á barinn vakti hjá mér ómælda gleði. Ég náði meira að segja að óska honum til hamingju og sagði honum að mér þætti hann lang sætastur. Var að hugsa um að biðja hann um að koma í sleik við mig en guggnaði á því. Geri það bara næst. Held að hann vinni á Ölstofunni. Haltra kannski að honum við tækifæri og segi honum að mitt helsta áhugamál sé prjónaskapur og drykkja og þá á hann örugglega eftir að biðja mig um að koma í sleik. Hver stenst halta hálfblinda prjónandi og blindfulla la bombe sexuelle?!!!
Held ég láti þetta duga í bili og skelli mér í lavender freyðibað. Var að koma heim úr vinnunni eftir mjög svo erfiðan dag. Ooooh ég sakna Brynju og Lindu. Ekki það að ég myndi fara með þeim í freyðibað. Þær duttu bara allt í einu í hausinn á mér! Brynja er í Buones Aires (helvítis tíkin!) og Linda í New York (ömurleg borg!). Hvar skildi sambýliskonan annars vera. Hún var ekki heima þegar ég kom heim. Kannski er hún í sleik á barnum!
Góða nótt

Thursday, November 24, 2005

Það er enn von

Bloggedí blogg, víst kominn tími á að blogga. Er samt líka að horfa á sjónvarpið, helvítis batsjelorinn er í gangi. Jöeeekedí jökk gaurinn er bara að slumma þær allar og sofa hjá þeim og allt. Finnst þetta frekar viðbjóðslegt, samt get ég ekki annað en horft á þetta. Er líka í handsnyrtingu núna. Það er alveg hægt að pikka meðan naglalakkið þornar. Þreif klósettið í dag. Jæja kominn tími á aðra umferð af lakki. Þá er það afstaðið. Talaði við franska kærastann minn á msninu í dag. Hann er víst ástfanginn. Ekki af mér. Helvítið á honum. Fékk tár í augun þegar hann sagði mér þetta, þó að ég vissi þetta nú svo sem. Hann á nú allt gott skilið, þessi elska. Okkur var ekki ætlað að verða, það er löngu ljóst. En það er ekki öll nótt úti enn fyrir mig, það er aldrei að vita nema ég finni ástina einhverntíman. Mamma vinkonu minnar er nú að fara að gifta sig um næstu helgi og hún er um sextugt og kallinn örugglega tíu árum eldri. Þau eru tiltölulega nýbyrjuð samtan og virka voða ástfanginn. Finnst þau æðislegt par. Afar hughreystandi. Nú veit ég að ég hef 30-40 ár í viðbót til að finna eiginmanninn minn. Gott að vita af því. Örvæntingin verður ekki alveg jafn örvæntingarfull þegar ég hugsa til þessa yndislega pars.
Annars er ég bara búin að hafa það gott. Var í sveitinni um síðustu helgi. Var meira bara í sófanum en gúmmístígvélunum. Kaffidrykkja með mömmu, rás eitt, prjónaskapur og sjónvarpsgláp. Mikil afslöppun og rólegheit. Drakk mig svo fulla eftir vinnu á þriðjudaginn! Held ég komist svo ekkert hjá því að drekka mig líka fulla um næstu helgi. Andskotans pressa á manni alltaf að vera fullur og fjörugur. Fæ engan frið til að vera bara heima og örvænta með prjónunum mínum! Þarf meira að segja að fara að hafa mig til núna til að hitta fólk á barnum. Enginn friður. Og ég missi því trúlega af herra Ísland. Þvílík sorg. Get ímyndað mér að þessi keppni verði vandræðalegasta, hallærislegasta og jafnvel fyndnasta sjónvarpsefni ársins. 19 ára guttar. Svarbrúnir af ljósabekkjaveru með hár dauðans. Hvað er með þetta hár. Hvenær varð það kúl að strákar séu með viðbjóðslega strípað hár og stelpuklippingu. En það er nú svo sem ýmislegt sem ég skil ekki hjá blessuðu unga fólkinu. Æhj hvað mér er illt í bakinu og öxlinni. Og ég er bara komin með hausverk af látunum í þessu sjónvarpi. Góða nótt.

Thursday, November 17, 2005

Lifið er lotteri

Jeih ég er farin upp í sveit að elta gamla geit. Flottustu stígvél í heimi fá því að víkja fyrir hinum sígildu nokia gúmmístígvélum um helgina. Aldei að vita nema ég bruni þó í bæinn (euh hrmm hrmm taki rútu!) á laugardaginn og skelli mér og stígvélunum út á djammið með Hrafnhildi Hollandsmær um kvöldið. Sjáum til, sjáum til, því lífið er lotterí, já það er lotterí!

Tuesday, November 15, 2005

Samsæriskenning

Það var hringt í mig frá bankanum mínum í morgun og ég beðin um að koma sem fyrst af því að það vantaði undirskrift á umsóknina mína um vísakort (sem ég er löngu búin að fá afhent). Ég dreif mig því strax í bankann sem er í Kringlunni til að kvitta á þennan pappír. Í ljós kom að það vantaði ekki undirskrift heldur einungis upphafsstafina mína á bleðilinn. Djísús skiptir máli. Ég notaði auðvitað tækifærið og kíkti aðeins í búðir úr því að ég var komin í Kringluna einu sönnu. Oooog labbaði auðvitað út með splunkuný stígvél í bleikum innkaupapoka. Sé það núna að ég lét algjörlega gabba mig þarna. Þetta eru auðvitað samantekin ráð hjá Visa, bankanum og verslunareigendum í Kringlunni.
Brainstormingfundur í Kbbanka Kringlunni: Hvernig förum við að því að láta fólk eyða sem mestu með nýja vísakortinu? Jú með því að fá fólk til að mæta í búðirnar, freysta ungum konum með skóm. Já en hvernig fáum við fólk til þess að fara í búðirnar. Með því að fá það til að mæta í Kringluna, fólk kaupir alltaf eitthvað þegar það kemur í Kringluna. Hey ég er með hugmynd, búum til einhverja svona bullshit undirskrift á umsóknina sem skiptir svo sem engu máli og gleymum því alltaf að láta fólk skrifa undir. Afhendum þeim kortið og boðum það svo aftur hingað í Kringluna til að skrifa upphafsstafina sína. Fólk notar ferðina til að kíkja í búðir og BINGÓ! Konur kaupa sér skó og nærföt og kallar kaupa skó og nærföt handa konum.
Að ég skuli ekki hafa séð í gegnum þetta. En nýju stígvélin eru allavegana mjög svöl sem er líka eins gott þar sem að trúlega væri hægt að sjá barni á Indlandi fyrir fæði og húsnæði og menntun og öllum pakkanum í mörg ár fyrir sama pening.
Lifið heil

Nostalgía

Sit núna við tölvuna hjá elskulegri Sigrúnu systur minni. Var að passa fyrir þau hjónakornin (þau eru reyndar ekkert gift, á ekkert að fara að skella sér á skeljarnar Einar?) í gærkvöldi. Það var nú bara hressandi. Börnin ljúf sem lömb og ókeypis matur!!! Fór líka á efri hæðina og fékk kaffi og bailys þar! Er í fríi í dag. Virðist ekki ætla að nýta daginn í neitt gáfulegt frekar en fyrri daginn. Maður verður nú að sofa út og blogga og hangsa svolítið. Er nú boðin í útgáfuteitið hjá Jóni Ólafs í dag. Eða Jónínu er öllu heldur boðið og hún ætlaði að bjóða mér með. Ég nenni ekki að fara. Ég ætti samt að fara. Það er nú ekki eins og ég hafi ekki eytt heilum mánuði í helvíti (þjóðarbókhlöðunni) við að leita að blaðagreinum um kallinn í fyrra. Frekar leiðinlegt verkefni, verð ég að segja. Það var þó heldur betur skemmtilegt sem tók við því í fyrrahaust, sól og sumar í suðurfrakklandi og svo yndislegir mánuðir í Parísinni minni. OOOOOh mig langar aftur til Parísar. Ég sakna Hideko og Pitu og Pan og Mustafa og Fabio og Ao. Sakna rauðvínsdrykkjunnar og expressódrykkjunnar. Tveir tímar í skólanum á dag og svo hið ljúfa líf. Fegurðarblundur og freyðibað. Diner og djamm. Jæja þíðir ekki að gráta það. Þetta var allavegana afar gaman þegar að á því stóð og ég á nú eftir að fara aftur til Parísar. Verð að læra þessa blessuðu frönsku almennilega. Ég er annars alltaf eitthvað voðalega veik fyrir franska kærastanum mínum, sem ég held að eigi kærustu sem heitir ekki Gunnhildu! Aaaaah ég hata hann fyrir að geta ekki látið hausinn á mér vera eða er það kannski hjartað.
Quentin Tarantino og Eiður Smári komu að borða hjá okkur um helgina. Mér finnst þeir báðir kúl. Gaman að því.
Jæja best að drífa sig heim að prjóna!!!

Blessaðir bekkjafélagarnir
Efri röð: Adi hinn ameríski, man ekki, Gunnhildur, Mustafa, Einar og Pita.
Neðri röð: Man ekki, Young Ya (Kim), Young zhja (Pan), Vicky og Mutsumi.



Tuesday, November 08, 2005

Besta sem ég hef heyrt lengi: Að vera piparmey er eins og að drukkna, einstaklega notalegt eftir að maður hættir að streitast á móti. Takk elsku Mæja, nú finnst mér lífið einstaklega notalegt.
Sit annars í vinnunni og bíð eftir að María mín (Marian, ég má kalla hann Maríu af því að hann má kalla mig Gunna) og Ása Pjása www.blog.central.is/asapjasa klári vaktina svo þau geti sest niður og fengið sér sushi og hvítvín með mér. Me like sushi, me like hvítvín. Ég elska, eeeelska líka pizzu, hhhhrrmmmmm pizza. Og ég er einmitt svo heppin að vera með Eldsmiðjuna í bakgarðinum hjá mér og og og er með afslátt þar af því að ég er samviskusamur starfsmaður íþrótta og tómstundaráðs reykjavíkur, RÆT! Það er því reglulega Eldsmiðjupizza á boðstólnum á Baldursgötunni. Fínt í þynnkunni, ekki satt Joe9?!!!
Lá andvaka í nótt yfir snilldinni sem ég ætlaði að skrifa hérna á La bombe sexuelle. Svaf í alvörunni ekki neitt og nú man ég ekki rassgat hvað ég var að hugsa. Jú man reyndar að ég hugsaði aðeins um rassinn á Hálfdán(i), ekki gatið þó! Hann er svo sætur drengurinn. Ekkert spes í sjónvarpinu en in real life, óóh mæ god! Svoooo indæll og sjarmerandi. Hann á kærustu, helvískur! Mér finnst líka afar notalegt að vera piparmey!!!
Gunnhildur piparmey, þetta verður mitt signature á jólakortin í framtíðinni, ekki Gunnhildur, Barði, börnin, og ekki Gunnhildur, Danni og dæturnar. Gunnhildur og Jónína og kettirnir á samt smá sjéns!
Helvítis hip-hop meiðslin eru alltaf að pirra mig, what to do.
Lifið heil.

Sunday, November 06, 2005

Úff, úff, úff, búin að vera rosa full þessa vikuna. Sunnudag, fimmtudag og laugardag. Ég kann þetta ennþá. Massíft staffadjamm á fimmtudaginn og þynnka dauðans á föstudag. Við sambýliskonurnar ákváðum svo í gærkvöldi að skella okkur út og mála bæinn rauðann. Drukkum endalaust af kokteilum og víni og bjór og jú neim itt (engin eiturlyf samt, við gerum ekki svoleiðis sko). Mjög gaman og Joe9 skemmti sér sérlega vel þó að hún hafi ekki skemmt sér neitt sérlega mikið í dag! Blessunin. Ég skemmti mér hinsvega líka alveg afskaplega vel í dag. Mætti þunn í 3 ára afmæli hjá Ásrúnu Gyðu. Skrítna frænkan sem mætir alltaf þunn í barnaafmælin allt of seint af þvi að hún á ekki bíl og þarf að taka strætó. Já já ég er löngu búin að sætta mig við það að systrabörnunum finnst ég voða skrítin kona. Veit ekki hversu oft ég hef þurft að svara spurningum þeirra um það af hverju ég eigi ekki bíl og afhverju ég eigi ekki mann og afhverju ég eigi ekki börn og hvað í ósköðunum ég hafi gert í Kína og París. Æhj þau eru svo mikil krútt þessar elskur og ég held nú bara að þeim finnist skrítna frænka sín soldið krútt bara líka. Leyfi mér jafnvel að halda að ég sé í uppáhaldi hjá einhverjum þeirra. Mússí, mússí, mússí, sykur, sykur, sykur, lov jú gæs.
Skírlífið gengur vel. Virðist ekki vera mikið mál að vera skírlífur, því miður!

Friday, November 04, 2005


Mér finnst að Herra Allen ætti að hætta með fósturdóttur sinni og byrja með fröken Parton. Þau væru svoooo flott hjón.

Wednesday, November 02, 2005

Luðar, hommar, fyllibyttur, giftir og 17 arum yngri

Nei, nei ég er ekki dáin úr örvæntingu og ekki heldur ást. Ég held bara áfram einlægri leit minni að ástinni og er skírlíf á meðan. Nú fær enginn neitt hjá mér á næstunni nema vera tilbúinn að sjá mér fyrir reglulegu kynlífi, fullt, fullt af hlátri, góðum mat og víni um ókomna framtíð, eða allavegana í meira en 5 daga (ég er sko ekkert mjög kröfuhörð). þessi leit mín er kannski ekkert svo einlæg þar sem ég held mig nú bara mest heima við að prjóna og svo í vinnunni. Ég er þó búin að vera með augun opin á báðum þessum vígstöðvum. Ég var komin með skothelt plan um það hvernig ég gæti nælt mér í einstæða faðirinn á móti. Ég ætlaði sko að baka piparkökur og banka upp á hjá honum og biðju um eitthvað sem vantar í þær. Fara svo yfir á eftir með piparkökuhjörtu handa honum í þakklætisskyni fyrir lánið og einhverjar sniðugar fígúrur fyrir soninn (verðandi stjúpson minn). Þá yrði hann auðvitað að bjóða mér inn í kaffi og svo yrði þetta bara ást og hamingja og fullt af kynlífi from then on. Nú er hinsvegar svo komið að ég held að kauði sé atvinnulaus lúði sem reykir tvo pakka á dag. Hann er aaaaltaf úti á tröppum að reykja. Líka þegar ég er heima um miðja virka daga og þegar ég er vakandi um miðjar nætur. Ég er að vísu líka allfar heima á virkum dögum og hangi í tölvunni um miðjar nætur. Spurning hvor er meiri lúði, við getum kannski bara lúðast eitthvað svona saman heima á Baldursgötunni, jeih!
Strákarnir sem ég vinn með eru flestir voða sætir. Vandamálið með þá er að þeir eru allir hommar, fyllibyttur, giftir og/eða 17 árum yngri en ég. Ég geri kannski bara mitt besta í að reyna að afhomma þá, fá þá til að deila víninu sínu með mér, skilja við konuna sína og ég hef svo sem ekkert alltaf bara verið með eldri strákum. Það er kannski ekki öll nótt úti enn á þeim vígvellinum. Talandi um vinnuna þá voru allir svo blindfullir um helgina að gera allskonar rugl, rúllandi um og sofandi hjá. Hrikalega gaman að því. Stelpurnar í salnum að sofa hjá kokkunum og svona. Klassískt, kokkar alltaf samir við sig. Ég var þó bara frekar stillt og fylgdist með þessu öllu saman og skemmti mér konunglega. Á sunnudagskvöldið þurftum við Marian (já já hommi) svo mikið að ræða allt ruglið og hlægja að því og drekka bjór með að við urðum bara alveg blindfull! Mánudeginum eyddi ég því í þynnku. Ákvað samt að það væri æðislega sniðugt að fara í heimsókn í gömlu vinnuna mína í þynnkunni og kíkja aðeins við í Kringlunni. Þú getur rétt ímyndað þér hversu góð hugmynd mér fannst þetta vera þegar ég ráfaði um Jólakringluna með lokað kreditkort og heilsaði upp á æskulýðsstarfsmenn og unglingana þeirra angandi af áfengislykt.
Jamm og jamm og jú
Er fólk ekkert að fatta að ég bætti þarna einhverju svona word eitthvað dæmi í kommentakerfið svo að anonymús vinur minn hætti að kommentera. það þarf því að skrifa asnalegu stafina í boxið þarna til að hægt sé að birta spekina sem búið er að skrifa. Skilji þeir sem skilja vilja og eru ekki vitlausir.
Ha ha ha det bra (lesist ekki, heldur rappist)

Thursday, October 27, 2005

Örvænting

Jæja held að það sé orðið tímabært að örvænta. Ég er 28 ára og ennþá hrein mey. Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahh!

Tuesday, October 25, 2005

Askorunin enn og aftur

Sko ég verð að segja að þessi áskorun heppnaðist alveg með eindæmum vel. 23 komment og þar af bara eitt frá anonymúsinni og 2 frá mér sjálfri. Í ljós kom að hallta hálfblinda kúltíveraða fegurðardrottningin á afar kúltíveraða og hressa lesendur sem virðast vera að lesa bloggið um heiminn þveran og endilangan. Fólk var þarna að kommenta frá fjarlægum og mjög svo exótískum stöðum. Þarna dúkkaði upp fía flórídana í ameríkunni og Inga og sólrún frá sömu plánetu. Damon og Ragna og Robbie Williams lesa þetta í Englandinu. Hanna kommentar frá Íslandi, Indlandi, Spáni og Ungverjalandi með smá viðkomu í Frakkland, geri aðrir betur. Hrafnhildur hollandsmær er víst Stevie Wonder. Já og svo er maður að frétta af lesendum jafnvel í Grafarholtinu! Hver hefði trúað því. Ekkert skítkast hef ég fengið í kommentakerfinu. Ég er mjög þakklát fyrir það. Tómatakast in the real life er alveg nógu stór pakki fyrir mig, takk fyrir.
Takk fyrir takk fyrir elsku elsku fólk.
Mig langar af þessu tilefni að birta hérna mynd af svölustu konu allra tíma (já og tilefnið er vel heppnuð áskorun og auðvitað kvennafrídagurinn sem var í gær)

Monday, October 24, 2005

Þori eg, vil eg, get eg?

Ég er bara ekkert að standa mig í því að lifa hinu villta og spennandi lífi sem við er að búast af La bombe sexuelle. Var bara heima mest alla helgina að baka, elda og prjóna!!! Fór reyndar á generalprufu á leiðinlegasta leikriti ever á föstudagskvöldið. Mæli ekki með óperettunni Gestur í Iðnó, ekki nema fólk sé haldið nettri sjálfspíningarhvöt. Á laugardaginn bauð ég svo Súnu brúnu og fjölskyldu í bröns, amerískar pönnukökur og læti. Voða næs. Bauð svo Jógu spógu og Smáralingnum í mat um kvöldið. Myndaskapurinn alveg að fara með mig. Svo sátum við sambýliskonan fram á nótt og prjónuðum og drukkum hvítvín. Við vorum nú alveg opnar fyrir því að kíkja út á djammið en vorum svo brjálæðislega spenntar yfir prjónaskapnum að við bara komumst ekkert út. Já já við erum svalar vinkonurnar! Annars gerðist það meðan við sátum þarna í sakleysi okkar og prjónuðum, skvettum í okkur hvítvíni og grétum yfir The Green Mile að það kastaði einhver tómötum í eldhúsgluggan hjá okkur!!! Við vorum og erum alveg gapandi hissa yfir þessu. Ég veit nú svo sem alveg að ég er enginn engill og hef auðvitað skilið eftir sviðna jörð af hryggbrotnum ungum sveinum og það hafa jafnvel alveg ein og ein stelpa ástæðu til að vera svekkt út í mig en ég meina kommóón, tómatar! Ég veit svei mér ekki hvað maður á að halda. Held að heppilegast sé að kenna bara fullum unglingum um ósköpin. Blessaðir unglingarnir eru alltaf afar heppilegur blóraböggull.
Já já og svo vaknaði ég bara eldsnemma á sunnudagsmorguninn (fyrir hádegi svona) og skellti mér í morgunmat á Gráa köttinn með Svíanum mínum. Það var afar notalegt. Og þá komst ég að því að bærinn var auðvitað troðinn af sætum útlenskum úlpustrákum um helgina. Allir komnir á Iceland airwaves. Og ég var bara heima að prjóna. Ég sem er sjúk í tónleika og sæta stráka. Veit ekki alveg hvað er að gerast með mig. Veit svo sem alveg að blankheit og endalaust kvef (sem að er nú bara loksins alveg farið en hip hop meiðslin eru enn að pirra mig) hafa sitt að segja. Helvítis þynnkan fælir mig líka frá drykkju þessa dagana. En örvæntið ekki, ég get alveg lofað því að þetta er tímabundið ástand hjá mér. Ég er ekki EKKI hætt að djamma.
Jæja best að fara úr brjóstahaldaranum og þrífa af mér meiköppið áður en ég skunda í kröfugönguna.
Já ég þori, get og vil

Tuesday, October 18, 2005

Jamm og jamm og juuu

Takk fyrir, takk fyrir elsku fólk. Ánægð með ykkur elsku konur og Einar og Stevie Wonder. Takk fyrir elskuleg komment og skemmtilegheit. Ég var búin að ákveða að setja ekkert inn fyrr en að það væru allavegana komin 20 komment og núna eru komin 20 svo að hér sit ég og skrifa. Jónína situr reyndar við hliðina á mér núna í sinni tölvu og les bloggið og lofar að kommenta þannig að þá verða komin 20. Við erum svo miklir lúðar, vinkonurnar, sitjum heilu kvöldin saman í sitthvorri tölvunni. Með kertaljós og gúffum í okkur súkkulaði (ekki berar að neðan samt, Jónína bannar það! stundum berar að ofan bara!!!) . Ekki núna reyndar, núna sitjum við bara með hvítvín og kertaljós í tölvunum okkar (allsberar). Gott að fá sér hvítvín, það verður að segjasta. Ég bauð Áshildi sys og Sigurjóni og Gyðu í mat og við Joe9 þurftum auðvitað að opna flösku yfir eldamennskunni og svo kom þetta elskulega fólk með aðra flösku með sér og þessu sturtuðum við sambýliskonurnar í okkur með smá aðstoð frá Árbæjarfólkinu. Gaman að bjóða góðu fólki heim, borða góðan mat (ég er náttúrlega listakokkur ofan á alltsaman) og drekka gott vín. Æ djöst lovv itt.
Annars nenni ég ekkert að blogga núna. Áskorunin er enn í gangi. Só kíp onn kommentíng.
Hver er Stevie Wonder?

Kommentakerfið er í einhverju rugli svo að Jónínan getur ekki skilið eftir komment. Ég hef því svikið loforð við sjálfa mig og biðst bara innilegrar afsökunar á því elsku Gunnhildur mín. Ég lofa að svíkja þig ekki aftur.

Friday, October 14, 2005

Askorun

Ég skora á alla sem að lesa þetta blogg að skilja eftir komment. Það þarf ekki að vera neitt fyndið, gáfulegt eða klúrt. Bara svona nett að kvitta fyrir komu sinni hingað, allavegana einu sinni. Mig langar að vita hverjir lesa þessar mjög svo gáfulegu pælingar mínar.
Um leið vil ég þakka öllum þeim þremur sem kommenta reglulega hjá mér. Fanney, Brynja og Hanna, you mean the world to me. Ágústa, Mæja, Alda og Sigrún (ég skrifaði nafnið fyrst með y! Sygrún! ég er með y á heilanum!!!) þið táknið líka heiminn fyrir mig. Inga, Brynhildur, Mr.Bukowski, Anonymous, eddyharolds5684, Jóhanna, Dísa sys og Jónína þið standið ykkur líka með stakri príði og skiptið mig líka alveg heilt land máli, jafnvel heimsálfu. I would also like to thank my mom, without you I wouldn't bee here, thanks mom (verst að kella veit ekki einu sinni hvað blogg er, hvað þá meira). Ef einhver hefur skilið eftir komment sem ég er að gleyma þá bara biðst ég afsökunar á að þakka ekki fyrir, en drullaðu þér bara til að kommenta aftur og oftar!
Sjáum hvernig þetta gengur, hverjir taka þessari spennandi áskorun. Annars þarf ég trúlega bara að fara að lenda á sjéns með heimsfrægum leikstjóra eða láta poppstjörnu klípa mig í brjóstin eða dramatísera með minn ömurlega starfsframa til að eitthvað gerist í þessum kommentum. Kannski setja inn mynd af einhverjum frægum, þá er Anonymous allavegana voða duglegur að kommenta, blessaður Anonymous!
Davíð kallinn bara að hætta í ruglinu með stæl, alveg í rugli maðurinn! Jón Ásgeir hress bara. Ingvar félagi enn og aftur alveg að meika það í útlöndum. Hannes greyið ..... auðjöfrar að níðast svona á þroskaheftum, hvert stefnir þetta eiginlega. Svava bara búin að kaupa bolla út og Svala já já hún syngur og labbar svona og Krummi líka. Einstæði faðirinn ekkert á ferðinni í dag og ég enn heima með grænt hor (batamerki, ekki spurning). Maður fylgist með þjóðmálauræðunni, það verður nú ekki af manni tekið.

Thursday, October 13, 2005

Voða ahugavert!

Það áhugaverðasta sem ég get sagt frá í dag er hvernig kvefið mitt byrjaði í vinstri hlið andlitsins seinnipart laugardags. Þá byrjaði að leka stríðum straumum úr vinstri nös og nokkru síðar einnig úr auganu. Síðan stíflaðist allt vinstra megin í enninu en einhverra hluta vegna lak líka. Þessu fylgdi ógurlegur höfuðverkur, beinverkir og hete! Já og svona hélst þetta þar til seinnipart þriðjudags þegar að þetta færði sig yfir í hægri hliðina. Á ég að halda áfram?!!! Þetta er nú áhugavert, hhhaaa! Annars er ég orðin skárri í dag enda búin að liggja í rúma fjóra daga. Lyktar og bragðskyn aðeins að koma til og svona. Ég er þó ekki orðin góð og ligg enn. Ætli ég liggi ekki eins og í tvo daga í viðbót. Þetta er auðvitað dauði og djöfull og samviskan að naga mann af því að geta ekki mætt í vinnuna. Á að vinna um helgina. Finnst ótrúlegt að ég geti mætt á morgun en þetta verður vonandi komið á laugardaginn. Maður verður nú að fara að sjá fína, fulla, feita fólkinu fyrir veigunum sínum.
Sjónvarpið hefur verið minn helsti félagi í þessum veikindum. En þetta er búið að vera love/hate samband hjá okkur. Oft er alls ekki neitt í sjónvarpinu og þá endar maður á því að horfa á einhvern viðbjóð um ekki neitt eins og idol extra og einhverja nornaþætti og leiðinlega spjallþætti. Oft er líka eitthvað voða áhugavert á öllum stöðvum og ég get ekki ákveðið mig og skipti endalaust á milli og horfi því ekki almennilega á neitt og verð bara pirruð á þessu öllusaman. Æhj já sjónvarpið er oft frekar pirrandi og skilur lítið eftir sig. Ég horfði þó á þátt um ástandið í Darfur í Súdan um daginn, sem skildi mikið eftir sig. Ótrúlegt að þetta skuli hafa gerst, aðeins örfáum árum eftir hörmungarnar í Rwanda. Hrikaleg þjóðarmorð eiga sér stað og vesturlandaþjóðir bara standa hjá og gera ekki neitt. Það virðist vera staðreynd að við á vesturlöndum lítum á fólk í Afríku sem óæðri manneskjur sem ekki þarf að kippa sér mikið upp við þó að það sé pyntað og nauðgað og drepið í þúsundatali. Börn og fatlaðir og gamalmenni. Við bara segjum ooh en hræðilegt og skiptum svo yfir á idolið og drekkum kók! Hugsum ekki meira um það. Mæli með því að þeir sem ekki enn eru búnir að sjá Hotel Rwanda skundi út á videoleigu strax í dag og glápi á hana. Mér finnst það bara skylda fyrir alla hugsandi menn að gera það. Fólk getur þá kippt myndinni Crash með sér í leiðinni. Afar góð mynd þar á ferð. Einmitt með Don Cheadle úr Hotel Rwanda í einu aðalhlutverkinu. Flottur leikari. Finnst persónulega að hann hefði frekar átt að fá óskarinn en Jamie Foxx. Jæja nú er ég farin að blaðra bara eitthvað endalaust. Best að fara að athuga hvað er í sjónvarpinu!!!

Tuesday, October 11, 2005

Taka 5 i að vera veik heima

Nú er allt að fara í gang hjá mér. Ég ætla að fara að æfa mig í magadansi, læra frönsku, vera dugleg að baka og elda og bjóða fólki heim, fara út að skokka og í sund, sækja tónlist á netið, lesa ódauðleg skáldverk og horfa á franskar videomyndir en ekki sjónvarpið og auðvitað vera dugleg að skrifa einhverja snilld hérna á La bombe sexuelle. Síðast en ekki síst ætla ég að halda áfram einlægri leit minni að ástinni!!! Rétt eins og íslenski bachelorinn. Já og auðvitað einbeita mér að því að vera mjó og sæt í samstæðum nærfötum og safna hári (á hausnum). Gaman að þessu og gaman að vera svona hress með svona góð markmið fyrir veturinn.
Núna er ég samt bara alveg viðbjóðslega lasin heima og geri bókstaflega ekki neitt. Get ekki sofið, ekki lesið og meika ekki að horfa á sjónvarpið líka á daginn. Mikið er þetta leiðinlegt. En þetta líður nú víst vonandi fljótt hjá. Ég bara sit og bryð sólhatt og verkjatöflur og bíð eftir að þetta klárist. Þá tekur við betri tíð með bakstri á Baldursgötunni!
Átti annars alveg stórgóða helgi (fyrir utan að ná mér í þessu viðbjóðslegu pest). Mamma mín var í heimsókn í höfðuborginni og við skelltum okkur út að borða á Apótekinu á föstudaginn. Það var frekar huggulegt. Svakalega góður matur og vínið ekki verra. Mæli alveg með þessum stað sko. Tók svo Brynhildi á orðinu og byrjaði á bíó kúrnum. Hann er hressandi. Fór á Þýsk-tyrkneska mynd á föstudaginn. Hún var mjög góð, um stöðu tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. Á laugardaginn fór ég svo á líbanska mynd. Hún var ekki eins góð en rifjaði upp löngun mína til að fara til Líbanon að læra magadans. Held að Beirút sé frekar kúl borg. Og maturinn maður, verð eiginlega að finna mér líbanskan eiginmann sem kann að elda. Eigandinn að líbanska staðnum sem ég sótti reglulega í París var nú alveg á því að ég ætti að giftast líbönskum kokki. Ég beið bara eftir því að hann myndi kynna mig fyrir einhverjum fjallmyndarlegum frænda sínum, enda hann mjög myndarlegur sjálfur en aðeins of gamall. Hann kynnti mig að vísu fyrir einum frænda sínum en sá stóðst engan veginn væntingar!
Væri reyndar líka mjög til í að fara til Istanbúl. Meira samt svona í frí bara þangað.
Brynjan mín er loksins komin til Buones Aires. Væri líka til í að skreppa í heimsókn þangað. Getur ekki verið leiðinlegt.
Í endurminningum mínum á árið 2005 eftir að vera kallað árið sem ég var veik heima með viðbjóðslegt kvef. Hvað er málið eiginlega!
Jæja lifið heil og verið dugleg að taka lýsi og sólhatt og borða appelsínur.

Tuesday, October 04, 2005

Bio er best

Bíó bjargar öllu :) Skellti mér á Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna klukkan 17:45. Hún var skemmtileg, J.D. sætur og svalur að vanda. Þegar myndin var búin klukkan 19:50 var kjörið að svindla sér inn á einhverja mynd á kvikmyndahátíðinni og stela sér samlokum sem þar voru í boði. Uppáhaldswrapið mitt var meira að segja í boði, með fetaosti og spínati. Hamstraði einum sjö rúllum, laumaði mér inn í sal og gúffaði þeim í mig og skolaði niður með fanta, hrrmmmhmmm! Lenti á norsku myndinni 37 1/2. Mikið var það hressandi mynd. Alveg það sem mig vantaði. Svona norsk útgáfa af Bridget Jones. Mæli með henni. Sérstaklega fyrir þá sem eru í tilvistarkreppu, haustþunglyndi, andlausir, í fílu, ekkert of ánægði með sjálfan sig, hrífast af yngri gaurum, dreymir um að verða rithöfundar, hafa fitnað aðeins o.s.frv. Sem sagt mynd búin til bara fyrir mig að horfa á á þessum degi. Þvílík endemis endalaus fáránlega frábær tilviljun.
Góða nótt og bestu óskir um gott kynlíf, í nótt og um ókomna framtíð ;)

Lost

Ég verð að viðurkenna að ég er eitthvað lost í lífinu þessa dagana. Finnst ég ekki gera neitt af viti, enda nenni ég engu sem vit er í! Finnst allt eitthvað svo tilgangslaust. Er að hugsa um að fara að einbeita mér að því að vera mjó og sæt. Fara í ljós og ræktina og svona! Lifa fyrir það, gott plan?! Ég meina það eina sem ég hugsa um þessa dagana er vinnan, og ég nenni því ekki. Ekki á ég mann og börn til að hugsa um enda langar mig svo sem ekkert sérstaklega í svoleiðis. Held ég mundi líka mjög fljótlega drukkna úr leiðindum ef ég færi að standa í svoleiðis. Er búin að vera of löt og egósentrísk til að geta sinnt vinum og fjölskyldu almennilega undanfarið. Er bara að farast úr leti held ég, nenni ekki einu sinni að prjóna! Langar mest af öllu að fara til Afríku í hjálparstarf. Hef bara ekki efni á því. Finnst að einhver eigi að gefa mér eins og svona 850 þúsund svo að ég geti látið verða af þessu. Hitti reyndar Jón Ásgeir um helgina, var að hella í hann kampavíni, hefði auðvitað átt að spyrja hann hvort hann ætti milljón aflögu fyrir unga konu sem vill láta gott af sér leiða. Eða seðlabankatjórann nýja sem ég var að hella rauðvíni í, hefði trúlega ekki þýtt að biðja fyrrum fjármálaráðherra, núverandi utanríkis ef ég hef tekið rétt eftir (sem drakk rauðvín) eða dómsmálaráðherra (man ekki hvað hún drakk) um peninga!
Verð held ég bara að sætta mig við að ég þarf aðeins að borga skuldirnar mínar áður en ég sting af til fjarlægrar heimsálfu í hjálparstarf. Á meðan get ég eins og ég sagði einbeitt mér að því að verða aftur mjó og kannski safnað hári.
Ég get líka haldið áfram skemmtilegum orðsifja pælingum. Sat einmitt á kaffihúsi um daginn með samkynhneigðum vini mínum og útskýrði fyrir honum typpi vs tippi pælinguna. Við komumst að því að þessi pæling á einnig alveg sérlega vel við engilsaxneska orðið penis. Þegar um ríflegan penis er að ræða ætti að sjálfsögðu að skrifa það með y, penys. Þá ætti að bera það fram sem pínæs. Frábær pæling alveg finnst mér!
Er annars að hugsa um að fá mér permanett.

Monday, October 03, 2005

Jehello!

Ég þurfti að taka brjálæðislega erfiða ákvörðun áðan. Ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að horfa á The O.C. á Skjá einum, Fashion Television á Sirkus eða heimildarmynd um Islam í nútímanum á RÚV. Vá hvað ég lenti í mikilli krísu. Ég hef ekki verið með sjónvarp með fleiri en einni stöð í meira en ár. Ekkert sjónvarp í París og bara RÚV á Laugaveginum. Sjónvarpið hérna á Baldursgötunni var svo bara að komast í lag um helgina og ég bara lendi í valkvíða dauðans þegar ég loksins ætla að fara að njóta þess að geta valið um stöð. Þessi ákvörðun snerist um svo miklu miklu meira en bara afþreyingu. Þetta snerist hvorki meira né minna en um sjálfsmynd La bombe sexuelle. Er ég fyrst og fremst vitsmunavera, tískufrík eða sucker fyrir fallegu fólki og rómans. Maður bara spyr sig! Endaði á að horfa á þáttinn um Islam, sem var, verð ég að segja, afar athyglisverður. Þessi þáttur fjallaði um Islam á sanngjarnan og eðlilegan hátt fannst mér. Ansi margir sem hefðu haft gott af því að horfa á hann, kannski einmitt fólkið sem eyddi kvöldinu í að horfa á The O.C. eða tískusjónvarpið. Ég náði því að taka rétta ákvörðun í sjónvarpsglápinu þetta kvöldið. Kíkti reyndar svona rétt aðeins á tískusjónvarpið svona inn á milli, fjarstýring er auðvitað snilldar uppfinning. Auðvitað er samt meira vit í því að eyða síðkvöldum í skammdeginu við drykkju á öldurhúsi í gáfulegum samræðum, við prjónaskap í gáfulegum samræðum, eða fara jafnvel á einhvert niðurdrepandi evrópskt meistaraverk í kvikmyndahúsi. Fór annars á sólbaðsstofu í dag! Vann þar í því að fá heilaæxli með því að hlusta á FM957 á meðan ég vann í því að fá húðkrabbamein í ljósabekknum. Afar hressandi. Já já eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni. Brynja mín er farin til Argentínu, Linda lakkrísmoli er í Kóreu, Hanna er á Indlandi og ég er í 101 jeih! Árbærinn er meira að segja of langt í burtu fyrir mig þessa dagana. Hvað er annars að frétta Brynja? Æðisæðislegt í Argentínu?
Over and out

Thursday, September 29, 2005

Afsakið öll blotsyrðin i lokin, veit ekki alveg hvað kom yfir mig

Sjitt ég hef mig ekki í að læra fyrir þetta blessaða GRE próf. Þetta hangir yfir mér en ég hangi bara á kaffihúsi. Doðrantarnir liggja á svefnherbergisgólfinu og ég ligg bara í rúminu eða sófanum. Meiri vitleysan. Var í fríi í gær, þá hékk ég í 5 klukkutíma á kaffihúsi. Er í fríi í dag og bara svaf út og hékk svo á kaffihúsi og hangi núna á netinu. Fylgist líka mikið með nágrönnum mínum útum eldhús gluggan. Núna er einstæði faðirinn sem býr beint á móti úti á tröppum að reykja. Hann reykir nokkuð mikið blessaður. En mér er samt farið að lítast ansi vel á hann. Held að hann sé að fylgjast með mér í gegnum gluggan líka. Honum hlýtur að lítast vel á mig líka. Fjallmyndarleg konan að pikka á nýja eplið sitt með kertaljós í glugganum (grínlaust) og sötrandi kaffi. Hvernig getur hann verið annað en ástfanginn af mér. Jæja nú fór hann inn að sinna syninum, krúttið. Neih sko nú fór hann út aftur. Hmmm hvert ætli hann sé að fara. Held í búðina að kaupa einhvern dýrindis mat til að elda fyrir glókollinn son sinn. Sjitt hvað ég er ánægð með nýju nágrannana. Var samt á tímabili farin að halda að þetta væri kommúna, það er svo mikið af fólki á öllum aldri að koma of fara, alltaf. Var svo komin yfir á það að verið væri að selja dóp þarna. En núna held ég að þetta sé bara s..... sko kominn aftur með fisk í poka sýndist mér :) My future husband hvorki meira né minna þakka þér fyrir!
Hitti reyndar annan future husband á kaffihúsi áðan. Nokkuð sætan spánverja sem ég þjónaði um daginn. Náði að klúðra pöntuninni þeirra þannig að einn á borðinu fékk vitlausan rétt. Ég var alveg miður mín yfir þessu, sérstaklega af því að kokkurinn var ekkert of ánægður með mig. Nei heyrðu mig nú, nú fer hann aftur út. Pottþétt að sýna sig fyrir mér!!! Já allavegana fór að spjalla við þennan spánverja áðan á kaffihúsi og hann sagðist nú bara ætla að mæta niðureftir og segja kokkinum að vera ekki með neina stæla því að ég sé svo súpernæs :) Að reyna við mig augljóslega!!!
Já já maður á eftir að gifta sig margoft og eignast börn með hinum og þessum verðandi barnsfeðrum.
Að lokum, djöfulsins eindæmis helvítis snilld er það að geta sótt tónlist á netið. Ég er ekki tæknivæddasta típan í bænum og er því bara nýbyrjuð á þessum fjanda og fuck hvað þetta gleður mig andskoti mikið. Nei nútíminn er sko engin helvítis trunta.

Sunday, September 25, 2005

Af kvefi, Bukowski og andleysi

Þriggja daga helgi liðin og ég hef ekkert afrekað nema að horfa á tvær videomyndir, þrífa klósettið og drekka tvo bjóra á Ölstofunni. Er búin að vera eitthvað kvefuð og slöpp. Andlaus og í fúlu skapi í þokkabót. Svona getur þetta líka verið hjá kúltíveruðum og klárum kynbombum, við erum bara mannlegar. Kemur meira að segja fyrir að ég kúki en á túr fer ég auðvitað ekki.

Ég lauk við að bursta tennurnar og fór aftur í rúmið. Ég hafði ekkert þrek lengur, engan neista. Ég var teiknibóla, ég var gólfdúkur.
Ég ákvað að halda mig í rúminu til hádegis. Ef til vill yrði þá helmingurinn af veröldinni dauður og það yrði þá helmingi þolanlegra að fást við hana. Ef til vill liti ég betur út þegar ég færi á fætur um hádegið, liði betur. Ég þekkti einu sinni mann sem hafði ekki hægðir dögum saman. Á endanum sprakk hann í loft upp. Í alvörunni. Skíturinn spýttist út um magann á honum.
Síminn hringdi. Ég lét hann hringja. Ég svaraði aldrei símanum á morgnana. Hann hringdi 5 sinnum og hætti. Loksins. Ég var einn með sjálfum mér. Eins viðbjóðslegur og ég var var það betra en að vera með einhverjum öðrum, hverjum sem var, öllum þarna úti, með sínar aumkunarverðu brellur og handahlaup. Ég dró sængina upp að hálsinum og beið (Bukowski, 1994).

Þessi snillingur kemst svo skemmtilega að orði. Rakst á þennan kafla í Pulp sem ég er að lesa núna og þetta lýsir ágætlega hvernig mér er búið að líða um helgina. En á morgun er mánudagur og eins og kerlingin sagði þá bera mánudagar iðulega með sér mikinn kraft og gæfu og á mánudögum hverfa kvefpestir á braut út í kuldann.
Ætla að tölta mér út á videóleigu og taka einhverja yndislega amersíka dellu til að stytta mér stundir á milli hóstakasta, snýtinga og klósettferða!

Lifið heil og njótið nýrrar vinnuviku!


Charles Bukowski og félagi

Thursday, September 15, 2005

Life is good

Já þetta er auðvitað ferleg vinna upp á það að gera að nú get ég ekki bloggað á hverjum degi. Aðallega slæmt fyrir ykkur elskurnar mínar. En það er mikið stuð og gaman í vinnunni þó að þetta sé drulluerfitt. Mér finnst líka æði að fá frídagana á móti. Þetta er svolítið annað líf en lognmollan hjá skrifstofublókinni. Nú er hlaupið um allan daginn með bros á vör (kannski ekki alveg alltaf með brosið uppi við en svona næstum því alltaf hingað til) og drukkið á kvöldin og sofið í nýju íbúðinni á nóttunni og svo aftur hlaupið og drukkið og sofið og svo frí og freyðibað og hangs og stemmning. Á samt að vera að læra fyrir GRE þegar ég er í fríi. Skráði mig í prófið um daginn og fór í gær að sækja æfingaefni. Lýst eiginlega ekkert á blikuna. Þetta verður erfitt. En ég ætla nú ekki að gefast upp áður en ég byrja. Reyni bara eins og ég get.
Nýja íbúðin er æði. Get eiginlega ekki lýst því hvað ég er ánægð með hana. Allt svo nýtt og fínt og kósí og bara æði. Mesti lúxusinn finnst mér vera baðherbergið. Það er svoooo fínt, með nýjum flísum og baði og geggaðri sturtu og og og þvottavél og þurrkara. Nú þvæ ég bara og þvæ heima hjá mér. Er því hætt heimsborgarastemmningunni í bili og Efnalaugin Árbæ hefur misst einn kúnna. Ég þakka þeim bara fyrir afar farsæl viðskipti, einnig Fatahreinsuninni í Sörlaskjólinu og Kaplaskjólsvegi.
Jamm og já já life is good segi ég bara. Svolítið erfitt á köflum og annasamt en gott. Já ég held það bara. Held ég skelli mér bara í lavender freyðibað núna áður en ég fer að undirbúa pizzuna sem ég ætla að elda fyrir sambýliskonuna og Jakobínu í kvöld.
Lifið heil :)
Já aðeins að bæta því við að við stelpurnar áttum nú smá samræður í gær um það hvort að Jóhanna hefði rétt fyrir sér með það að rauðhærðir væru graðastir og svona almennt um greddu!!! Það voru hressandi samræður en ég held að ég sleppi því nú bara að útlista þær frekar hér. Frakkinn minn myndi nú segja að það væri ekki sérlega lady like að vera að tala of mikið um svoleiðis hluti svona á almannafæri. Hann sagði það allavegana þegar ég var að ræða ánægju mína með franska orðið genereux við hann. Ég afsakaði mig bara með því að ég væri íslensk og honum fannst það mjög eðlileg afsökun. Já og bæ ðe vei spurði hann áðan hvort hann ætti kærasta og hann neitaði því. Hann er ekkert hommi.
Hrmm hmm eitt enn. Vil bara benda á að það er heldur betur nóg um að vera hjá íslensku sauðkindinni þessa dagana. Fylgist endilega með henni. Linkur hér á síðunni.

Sunday, September 11, 2005

Brjálað að gera

Shjæt hvað það er mikið að gera hjá mér. Eins og ég sagði var brjálað að gera síðustu vikuna á tryggjó, var svo að sörvetrínast á fimmtudag, föstudag og laugardag og er svo að flytja á Baldursgötuna í dag.
Það rifjaðist heldur betur upp fyrir mér hversu erfitt það er að þjóna á föstudagskvöldið. Það var brjálað að gera og allt á floti. Ég aðeins að klúðra hlutum og svona. Ég fékk þó mörg bónorð og fimmara í þjórfé þannig að ég var sátt eftir kvöldið. Aðallega sátt við bláa seðilinn en bónorðin voru líka hressandi þó að mér hafi nú ekki beint litist neitt sérstaklega vel á vonbiðlana, kallar svona! Lenti nett í kynferðislegu áreiti af einhverju steggjateiti, amerískir gaurar sem ætluðu bara ekkert að hleypa mér í burtu. Ýmislegt sem maður lendir í á þessum stað!
Fékk sms á laugardagskvöldið frá einhverjum Helga þar sem hann biður mig um að koma með sér út. Alltaf svolítið spes þegar vinkonur (Jónína) og systur (Dísa) eru að reyna að koma manni út, dreifandi símanúmerinu mínu hist og her. Hann er víst samt rauðhærður þessi þannig að það er aldrei að vita nema ég líti á gripinn!!! Ekki það að gaurinn hennar Jónínu var líka rauðhærður og ekki gekk það hjá honum greyinu!
Jæja Þingholtin bíða, ble, ble.

Thursday, September 08, 2005

Vinna, vinna, vinna

Það er kreiiiisí að gera í vinnunni, ég bara vinn og vinn og vinn. Geri svona eitthvað í tölvunni, klikka og pikka og tvíklikka svo og svona geri eitthvað. Thats my job. Svara líka símanum mikið og hefta talsvert. Gaman að þessu. Svo er ég að fara að sörvetrínast í kvöld og bara alla helgina. Síðasti dagurinn á tryggjó á morgun. Ég er ekki frá því að ég eigi bara eftir að sakna þess talsvert að mæta í græna básinn minn. Voða svona eitthvað afslappað andrúmsloft og fínt fólk sem ég er að vinna með. Svona er þetta bara, eins og ég segi við alla sem spyrja hvort ég sé að hætta. "Jaaaá (á innsoginu) svona er þetta bara".
Annars verð ég að segja að Patti Smith var ofursvöl. Hefur sko þokkalega allt ennþá. Ég hugsa að ég hætti fljótlega að nota meiköpp og lita á mér hárið og nota brjóstahaldara. Maður þarf sko ekkert að lúkka eins og eitthvað bimbó til að vera ofursvöl kona. Patti sannar það. Hún er bara svo góður tónlistarmaður og þessir tónleikar voru magnaðir, ógeðslega góðir tónleikar. Ég er ennþá bara eitthvað hissa hvað þetta voru góðir tónleikar.
Enginn spyr mig um hip hop meiðslin. Svolítið skrítið. Það er eins og fólki sé bara alveg sama um heilsuna mína. En ég ætla bara að segja að ég er ennþá ekki orðin góð í öxlinni. Samt mun betri, sko. Og þar hafið þið það. Thanks a lot for asking!

Patti í dag

Wednesday, September 07, 2005

Um brjósatklíp

Fékk athyglisverð komment á skrifin í gær sem ég vil svara hér. Þetta brjóstaklíp á barnum var framkvæmt í fullum trúnaði og því get ég ekki upplýst á veraldarvefnum hver þetta var. Eins er ég að hugsa um að tilkynna verðandi barnsföður mínum persónulega að hann sé verðandi barnsfaðir minn áður en ég tilkynni það á veraldarvefnum. Ég er þó alveg til í að upplýsa fólk um hverjir þetta eru svona feis tú feis. Ég get samt látið það uppi að verðandi barnsfaðir er ekki poppstjarna. Hef nú reyndar aðeins hugleitt það varðandi hann að ég ætti nú kannski bara frekar að ættleiða hann en að fara út í það að ættleiða með honum. Hann er sem sagt aðeins yngri en ég blessaður.
Annars var ég að velta því fyrir mér hvort oiccum sé dulnefnið hans Mr.Zhu? Nei varla, hann mundi örugglega bjóða mér með sér út að hjóla frekar. Hann vill líka bara vera vinur minn og myndi því ekki segja að ég væri "hot" og að hann vilji kreista á mér brjóstin. Annars er ég alveg til í að fara út að labba með oiccum og þá er alveg hægt að sjá til með brjóstaklípið, þarf náttúrlega að vera sæt/ur og með typpi.

Tuesday, September 06, 2005

Af Mr.Zhu, Ford, Flockart ofl.

Úff bara brjálað að gera í vinnunni og ég hef varla tíma til að blogga, þetta er nú meiri vitleysisvinnan! Enda er ég að fara að hætta á föstudaginn.
Annars er það helst að frétta að ég eignaðist nýjan vin um helgina. Hann heitir Mr.Zhu og vinnur í kínverksa sendiráðinu. Ég hitti hann á sunnudagsmorguninn klukkan hálf sjö þegar ég var að labba heim eftir ansi góða nótt á djamminu. Þá var hann úti að hjóla sér til heilsueflingar eftir langan og góðan nætursvefn. Eitthvað fannst honum ég áhugaverð þar sem ég rölti þarna með sælubros á vör, í háhæluðum skóm og bleiku dressi. Hann stoppar og fer að spjalla við mig og tilkynnir mér, eftir ágætisspjall um ferðalag mitt til Kína og gagnkvæman áhuga á landi og þjóð, að hann langi að verða vinur minn. Hann vilji endilega að ég sýni sér djmmmenningu Reykjavíkurborgar, hann geti kennt mér kínverksu og að ég geti "make buisness with China" ef ég bara kíki í heimsókn í sendiráðið. Mig langar líka að verða vinur Mr.Zhu og fékk þessvegna símanúmerið hjá honum (neitaði honum reyndar um mitt, einhverrahluta vegna). Ég er að hugsa um að bjóða honum í partý við tækifæri.
Jesssöríbob! Varð svo ástfangin af poppstjörnu um helgina. Nánar tiltekið af söngvararnum í Franz Ferndinand. Hann er sætur og talar með skoskum hreim. Ég er að hugsa um að fara til Glasgow í framhaldsnám. Sá líka verðandi barnsföður minn á tónleikunum. Þóttist auðvitað ekki sjá hann! Ég meina hvað annað gerir maður þegar manni líst vel á einhvern, ekki vill maður að hann fatti að manni líst vel á hann! Ruglið eina! Já og svo kleip poppstjarna(ekki samt söngvarinn í Franz) mig í brjóstin á barnum á laugardaginn, það var hressandi.
Ég sá Ford og Flockhart á röltinu í bænum bæði í gær og fyrradag. Þau létu mig ekki hafa símanúmerið sitt og þessvegna ætla ég ekki að bjóða þeim í partýið með Mr.Zhu. Ég missti nú aðeins kúlið þegar ég mætti þeim á sunnudagskvöldið. Var á hjóli og hjólaði næstum á Calistu ég glápti svo mikið á þau, snarstansaði svo og kallaði á Brynju sem var á hjóli aðeins fyrir aftan mig að taka eftir því hverjir væru þarna á ferð. Ef þau nenna að hanga hérna vegna sérlega afslappaðs viðhorfs Íslendinga gagnvart stórstjörnum á borð við þau þá hefur það væntanlega breyst þarna á þessari stundu.
Patti Smith í kvöld. Hún er töff.

Patti

Friday, September 02, 2005

Ég borðaði hamborgara, franskar, kokteilsósu og kók í hádeginu á Svarta Svaninum með hinu þroskahefta fólkinu. Það var gott og ég fann rassinn á mér stækka meðan ég var að gúffa þessu í mig. Í kaffinu fékk ég mér svo kók light og súkkulaði. Fitnaði ekkert sérstaklega við það held ég. Ég þurfti virkilega á þessu að halda eftir rauðvínssull á barnum í gærkvöldi og andvökunótt. Annars kom Hanna með ansi góða lausn á orðsifjavandræðunum sem ég hef átt í, yfir rándýru rauðvínsglasinu á Ólíver (850 kall takk fyrir, Hanna borgaði reyndar, takk Hanna). Hún benti á að rökrétt væri að rita typpi með y þegar um stór typpi væri að ræða en með i þegar um lítil tippi væri að ræða. Spurning hvað maður gerir við þessi miðlungs samt.
Svo benti frakkinn mér á helstu orð sem notuð eru yfir gripinn á frönsku, spurning hvort að hægt sé að notast við eitthvað af þessum: quequette, popol, tobe, bite, chybre, bracmard, zob og genereux. Ég er sérstaklega hrifin af síðastnefnda orðinu sem þýðir auðvitað bara ríflegur eða örlátur. Var líka að spá hvort verið gæti að tengsl væru milli íslenska orðsins og franska orðsins tobe, mér finnst það trúlegt.
Já þetta er athyglisverð umræða, ég veit það. Annars er ég bara hress sko, tónleikar í kvöld og helgi og svona. Ég lykta samt svolítið eins og hamborgarabúlla með leyfi til að selja áfengi og ætla þess vegna að fara að drífa í því að þrífa mig fyrir strákana í Franz.
Eitt enn samt. Ég skil ekki af hverju það er ekki búið að bjóða mér á þessa frumsýningu í kvöld. Það er ekki eins og ég hafi ekki farið í sleik við leikstjórann, spilað við hann kappakstursleik (lesist kappaksturs-leik ekki kappakstur-sleik) í playstation, er að fara að leigja hjá systur hans og hef ávallt kallað pabba hans einn af uppáhaldskennurunum mínum í Mh. Hversu mikil tengsl þarf maður eiginlega að hafa við fólk til að vera boðið í partý. Ekki það að ég myndi nú ekkert mæta.

Thursday, September 01, 2005

Hressandi

Þetta er afar hressandi. Hægt að hlusta á fullt af lögum af nýja disknum hennar. Auðvitað mæli ég samt með því að fólk rölti bara út í búð og kaupi gripinn, hann er afar eigulegur. Svíinn minn tók líka þátt í að hanna koverið, hún er flink.

http://www.leoncie-music.com/

Mæli með því að þið kíkið á þetta:

http://www.geocities.com/asianprince_213/

í framhaldi af indversku prinsessunni okkar. Verst að hún er harðgift honum Viktori sínum. Mig langar samt í prins, spurning með þennan.

Wednesday, August 31, 2005

Blogg er rugl

Nenni ekki að blogga, blogg er rugl og msn líka. Og mig langar í nýja skó og nærföt. Og sushi og rándýrt hvítvín. Ég er svöng og skórnir mínir leka. Og maður á aldrei að nota og í upphafi setningar. Og er typpi skrifað með y? Af hverju er það þá dregið? Toppur?

Tuesday, August 30, 2005

Langloka eða kók í gleri

Ég ætti nú að láta þetta blogg heita "The Gun meets the rich and the famous" virðist ekki skrifa um annað en kynni mín af fræga fólkinu. Mér finnst "La bombe sexuelle bara of gott til að breyta því. Kannski ég geri bara svona tæmandi lista yfir fræga fólkið sem ég hef blandað geði við, afgreiði það bara í eitt skipti fyrir öll. Ég luma nú á nokkrum krassandi sögum um allnokkrar poppstjörnur, leikstjóra, stjórnmálamenn, rithöfunda, myndlistarmenn, auðjöfra, leikara og fræg nóbodís. Æh ég nenni samt varla að skrifa þann lista núna. Þetta yrði svo mikil langloka og ég er ekki í neinu stuði fyrir langloku, langar bara í kók í gleri. Annars hef ég bara ekki hitt neinn frægan síðan á sunnudagsmorguninn þegar ég var að djamma með honum Ingvari vini mínum (verð aðeins: gó Ingvar gó Ingvar gó Ingvar, jeih jóóh, jeih jóóh!). Jú, ég rakst reyndar aðeins á poppstjörnuna sem ég bý með í gær. Náði að tilkynna honum að ég flyt út í dag. Pakkaði öllu draslinu mínu (nærbuxum, skóm og geisladiskum) í gær og flyt til Jóhönnu systur í vesturbæinn á eftir þar til við Joe9 fáum íbúðina þann 11, jibbí jeeih jóóh jeeih jóóh!
Farin að kaupa mér kók í gleri, sjáumst í Vesturbæjralauginni.

Monday, August 29, 2005

Ingvar

Ég og Ingvar

Ja hérna hvað ég átti hressandi helgi. Hún Mæja giftist honum Nökkva sínum á laugardaginn og þau voru svo almennileg að bjóða mér í brúðkaupið. Ég dressaði mig upp í mitt fínasta og var bara alveg eins og ekta fegurðardrottning, ég var svo fín. Leið reyndar svolítið eins og dragdrottningu þegar ég labbaði á laugarveginum kl.16 með fjaðrir í hárinu og hátt í 2 metrar á hæð í háhæluðu skónum. Fólk sem ég mætti fór bara hjá sér og umferðin stöðvaðist þegar menn þurftu að úlla la á mig. Gaman að því. Eftir brúðkaupsveisluna fórum við 3 saman í bæinn til að finna okkur mann til að giftast. Solla fann einn en við Gulla fundum engan mann til að giftast, bara einn giftan mann. Það var gamli pósturinn úr sveitinni sem ég hitti á Ölstofunni. Hann heitir Ingvar Sigurðsson og er leikari. Við vorum bara að spjalla á Ölstofunni og svo kom hann með okkur stelpunum á 22 þar sem við drukkum bjór og dönsuðum fram eftir öllu. Ekki leiðinlegur félagsskapur það og langt því frá ómyndarlegur. Hann hefur alltaf heilsað mér og verið voða almennilegur. Núna er hann besti vinur minn og ég bíð bara eftir sms þar sem hann spyr hvort La bombe sexuelle vilji koma með sér í bíó eða í keilu eða bara hanga eitthvað. Maður veit það svo sem að allir menn þrá að ganga í hjónaband með mér og að frægir og fjallmyndarlegir leikarar eru þar engin undantekning. Ég vona nú samt að hann skilji við konuna sína áður en hann biður mig um að byrja með sér. Þangað til má hann vera vinur minn. Hress tappi, hann Ingvar!
Það gerðist nú svo sem ýmislegt annað hjá mér um helgina en ég nenni nú varla að vera að telja upp fræga fólkið sem ég afgreiddi á föstudagskvöldið eða segja frá þynnkunni og barnaafmælinu sem ég missti af á sunnudaginn þegar ég get verið að segja frá djamminu með Ingvari!
Jess, jess og jibbícola. Í dag er ég bara ennþá þunn og þreytt í vinnunni og með Ingvar á heilanum. Gó Ingvar, gó Ingvar, gó Ingvar!

Friday, August 26, 2005

Úlla la

Vá hvað ég á gorgeous vinkonu

Thursday, August 25, 2005

Regrets!

Ég er að fara að sækja systurson minn í leikskólann í vesturbænum á eftir. Fyrir allmörgum árum sótti ég systurdóttur mína á þennan sama leikskóla. Sem er nú ekki frásögufærandi ef litla frænka mín hefði ekki spurt mig hvort ég væri til í að fara með sér í sund þegar ég er að klæða hana í úlpuna þarna á leikskólanum. Ég tjáði henni að ég gæti því miður ekki farið með henni í sund þar sem ég væri ekki með neinn sundbol með mér. Við hliðina á mér sat þá Jón nokkur Ólafsson sem var að sækja sitt barn sem var þarna í sama leikskóla. Þegar ég hef sagt barninu frá sundbolaleysi mínu snýr Jón sér að mér og segir með blik í augum að ég þurfi nú engan sundbol til þess að skella mér í sund. Ég geti bara farið nakin. Á þessum tíma vissi ég nú ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessu, fannst þetta svona nett perralegt en líka bara fyndið. Flissaði bara eitthvað að þessu og roðnaði svolítið. Nú sé ég auðvitað að maðurinn var bara að reyna við mig. Ég klúðraði þarna svakalegu tækifæri til þess að næla mér í "kynþokkafyllsta mann þjóðarinnar" og "frábæran elskhuga og maka". Hildur Vala hvað, ég er miklu meira bombe sexuelle en hún og er ædol hjá mjög mörgum. Reyndar væri hann trúlega löngu búin að dömpa mér. Maður getur nú ekki ímyndað sér að þetta kyntröll nenni að vera eitthvað að dröslast með svona eldri konum, ég er næstum því þrítug!
Bendi á síðu kyngoðsins. Kynþokkinn flæðir bókstaflega frá þessari hressandi síðu. Mæli með að þú tjékkir á laginu Driving wild með Hebba og Lokbrá. Herbert klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
http://www.jon.is/nytt.php3

Wednesday, August 24, 2005

Sörvetrína it is

Jæja þá er það orðið ljóst að Halta hálfblinda kúltíveraða la bombe sexuelle er að fara að vinna sem sörvetrína. Örvæntið ekki því ég hef nú hugsað mér að halda áfram að blogga. Eitthvað verð ég nú að hafa fyrir stafni þegar ég verð ekki að hlaupa með sushi og kampavín í Kalla í Pelsinum, Einar Kára og fulla steggi.
Í dag er ég búin að vera afar stressuð yfir þessu öllusaman og stara stöðugt á græna skilrúmsveggina og fikta í heftaranum mínum án þess að verða nokkuð úr verki. Reikningarnir hlaðast upp og þeir sem hringja inn spyrja hvort eitthvað sé að hjá mér. Ég hafði mig þó loks í það í hádeginu að hringja bæði í verðandi yfirmann og starfsmannastjórann á tryggjó. Þau símtöl gengu vel og ég hef náð nokkuð sanngjörnum samningum á báðum vígstöðvum. Það er þó ekki orðið alveg ljóst hvenær ég læt af störfum sem skrifstofublók og hef sörvetrínuferilinn að nýju. Kemur í ljós. Ég er ansi fegin að vera búin að ákveða þetta og nú stari ég allavegna brosandi á græna skilrúmið og fikta brosandi í heftaranum mínum.

Ó sjæt!

Ó sjæt, skrifstofublók eða sörvetrína, skrifstofublók eða sörvetrína, skrifstofublók eða sörvetrína, skrifstofublók eða sörvetrínaaaaaaa! sörvetrína, sörvetrína, sörvetrína!!! Verð að segja upp, aaaaaah það er svo erftitt, yfirmaðurinn líka í fríi, hvar á ég eiginlega að segja upp? Á ég að segja upp?!

Tuesday, August 23, 2005

Monday, August 22, 2005

Vonbrigði helgarinnar

Það var svo mikið að gera í vinnunni í dag að ég gat bara ekkert bloggað, skandall. Kannski kominn tími til að hætta (í vinnunni auðvitað, ekki að blogga). Ég eyddi þó góðum tíma á msninu. Frakkinn minn homminn kominn úr sumarfríi og ég þurfti að spjalla mikið við hann. Það var afar hressandi. Hann er hress. Og sætur. Andskotinn. Hann er ekkert hommi sko.
Verð að viðurkenna að helgin olli vissum vonbrigðum. Ég rakst bara ekkert á Clint og félaga. Ég hitti þó Frikka Þór og Balta á öldurhúsi einu á föstudagskvöldið. Ég hélt nú að Clint myndi líta við til að spjalla við kollega sína en hann lét ekki sjá sig. Frikki var heldur ekkert að reyna að para mig saman við heimsfræga leikstjóra að þessu sinni. Hann vippaði sér að mér á Kaffibarnum einu sinni og tilkynnti að ég og Emir Kusturica ættum svona ljómandi vel saman, bæði í rauðum og hvítum skíðajökkum. Mikill hjónasvipur með okkur! Maðurinn er reyndar með eindæmum ófríður en hefur sinn sjarma og er auðvitað sjéní og stórkostlegur leikstjóri. Lét góðan grip mér úr greipum ganga það kvöldið!
Balti var að vanda að reyna að heilla allar ungu laglegu stúlkurnar á djamminu, með opið niðrá nafla alveg. Þið getið rétt ímyndað ykkur kynþokkann sem geislaði af honum!!!
Hitti heldur ekki Björk þó að ég færi í Melabúðina, keypti því bara kjúkling í staðinn fyrir pasta. Hann var góður :) Eina selebretíið þar var ung leikona að nafni Vigdís Hrefna sem ég kallaði einu sinni hóru þegar hún kom í partí til mín og Ágústu á Bergstaðastrætið. Smá misskilningur og afbrýðissemi í gangi þar. Síðan þá hef ég komist að því að hún er sko bara engin hóra og með eindæmum indæl ung kona, kasólétt þessa dagana.
Lögfræðinga hitti ég heldur enga. Jú bara Heiðu sem vinnur á tryggjó. Hún er mjög sæt en ekki alveg lögfræðingurinn sem ég sá fyrir mér þegar ég hugsaði um 1500 norræna lögfræðinga fyrir helgi. Veit ekki hvar þeir héldu sig.
Jamm og já þannig að nú sit ég bara sveitt (eftir skokkið) heima með fínu fínu fínustu tölvuna í kjöltunni og slefa yfir túnfiskpastanu mínu og danska prinsinum. Mig langar í svona prins. Best að sturta sig áður en Lost byrjar. Lifið heil.

Friday, August 19, 2005

Og vegna ítrekaðra áskorana hef ég ákveðið að birta aðra mynd af brauðtertunni. Að þessu sinni er það annar sigurvegaranna sem stillir sér upp með tertuna. Njótið vel.

Brynja Cortes Andrésdóttir


Bloggið, baugur og helgin

Sniðugt að blogga svona og vera alltaf skráður inn á msnið. Þá þarf maður bara ekkert að tala við fólk þegar maður hittir það. Ég fór t.d. með Brynju í lunch á Ólíver í hádeginu í gær. Við sátum úti á palli í sólinni og þögðum saman. Brynja búin að lesa allt sem á daga mína hafði drifið á blogginu og búnar að ræða allt sem ræða þurfti á msn um morguninn. Við gátum því bara einbeitt okkur að því að taka lit og drekka bjórinn. Við pöntuðum að vísu líka mat en hann kom ekki fyrr en eftir klukkutíma. Þá kom sér nú aldeilis vel að þurfa ekkert að vera að tala saman því við þurftum að skófla þessu í okkur á nó tæm til að ná aftur í vinnuna áður en tími væri kominn til þess að stimpla sig út. Samt sáttar við þessa töf þar sem við sluppum við að greiða fyrir mat og bjór í sárabætur fyrir biðina í sólinni!
Við ræddum nú samt aðeins um Baugs málið. Ég hef ákveðið að halda með Jóni Ásgeiri og co eins og um íslenska knattspyrnulandsliðið væri að ræða og þeir í hinu liðinu væru það danska. Ég meina það er ekki svo erfitt að ákveða með hverjum á að halda. The boy next door & his family sem bætt hefur kjör Íslendinga til mikilla muna og grætt á tá og fingri í leiðinni (gott hjá þeim) eða þessum Jóni Gerard Söllenberger, geðveika Davíð og fylgdarliði hans. Ég bíð spennt eftir að keppnin hefjist fyrir alvöru.
Jamm og já já! Eftir vinnu í dag ætla ég að skreppa aðeins í Laugar og taka á því á brettinu með honum Clint vini mínum (ætla nú samt að reyna að vera á öðru bretti en hann), fá mér svo eins og einn Martini á Thorvaldsen með Cameron og rölta loks í Vesturbæinn, koma við í Melabúðinni og spyrja Björk ráða um hvaða pasta sé nú best. Eftir kvöldmat kíkir maður svo auðvitað á Ólíver og djammar með strákunum hans Clints. Á morgun tjékkar maður svo að sjálfsögðu á þessum 1500 norrænu lögfræðingum sem eru í bænum um helgina. Þetta ætti að verða ágætis helgi.

Thursday, August 18, 2005

Heimsborgarinn ég

Í gærkvöldi dröslaði ég óhreina þvottinum mínum í strætó upp í Árbæ til að þvo. Þetta er auðvitað bara til marks um það hvað ég er kúltíveruð og mikill heimsborgari. Ég hef nefninlega oft verið í útlöndum og þar tíðkast það að nota bæði almenningssamgöngur og þvottahús. Þvottahúsið mitt er nú reyndar ekki til afnota fyrir almúgann heldur einungis útvalda. Þvottahúsinu mínu fylgir oft og tíðum dýrindis máltíðir, eðalveigar og afbragðs félagsskapur. Ekki hægt að kvarta undan því. Og svo heldur Frikki Wæs að hann sé aðal kallinn með því að opna þvottakaffihús í Köben. Hver þarf Frikka og Köben þegar maður hefur familíuna og Árbæinn!
Þegar ég var að rogast með níþunga töskuna til baka í strætó beið í strætóskýlinu við höfuðstöðvar Vífilfells ungur maður sem spurði mig að því hvort ég væri bara svona í labbitúr í góða veðrinu. Ég upplýsti hann samviskusamlega um það að ég væri nú bara á leiðinni heim með strætó. Hann sagðist þá líka vera að bíða eftir strætó og að það væri afar heppilegt fyrir sig að taka strætó þarna þar sem hann væri að vinna í Vífilfelli. Þar væri fínt að vinna þar sem hann mætti drekka eins mikið af gosi og hann vildi. Hann væri búinn að vera að drekka Magic allan daginn til að halda sér vakandi. Hann bauð mér því næst samviskusamlega sopa af Spriteinu sínu sem ég afþakkaði pent. Hann dúndraði flöskunni þá í götuna og sagðist vera kominn með leið á öllu sem væri framleitt þarna sem væri nú ekki svo lítið. þann daginn höfðu víst verið framleiddar 220 þúsund hálfslíters kókflöskur sem þætti nú bara lítið því að þegar tíðin væri góð væru framleiddar 500 þúsund flöskur á dag. Þetta þóttu mér afar merkilegar upplýsingar. Því næst spurði hann mig hvort ég ætlaði ekkert út að skemmta mér þetta kvöldið! Ég neitaði því en láðist að spyrja hann hvort hann ætlaði á djammið, það væri nú einu sinni miðvikudagur. Og svo kom bara strætó og þessar mjög svo kúltíveruðu samræður runnu út í sandinn. Ætla að fara að gera meira af því að nota almenningssamgangnakerfi Reykjavíkur, það er hressandi.
Já já já í dag á ég sem sagt alveg heilan helling af hreinum nærbuxum og nýjan vin sem getur reddað mér fullt af magic til að halda mér vakandi eftir allt sullið, jeih!


Wednesday, August 17, 2005

Besta brauðtertan 2005

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta mynd af bestu brauðtertunni 2005. Ég og Breezer áttum heiðurinn af þessu meistaraverki sem smakkaðist jafnvel enn betur en hún lúkkaði. Belief it or not.

Sonic Youth

Ég skundaði prúðbúin niður á Austurvöll í gærkvöldi til að hylla snilldarhljómsveitina Sonic Youth. Og þvílík veisla, þau kunna þetta sko ennþá. Kim Gordon stökk ekki bros á vör alla tónleikana í sínum ofurstutta kjól, missti aldrei kúlið. Strákarnir brostu hinsvegar mikið og virtust skemmta sér alveg stórkostlega við þetta. Thurston Moore alveg að missa sig í stuði, reitti af sér brandarana, stage divaði og allt. Þau stóðu við yfirlýsingar um að spila gömlu, góðu lögin fyrir Íslendinga og því var nostalgían í algjöru hámarki á Nasa. Sjitt hvað það er magnað að sjá svona hetjur á sviði. Ég náði ekki sólheimaglottinu af mér alla tónleikana.
Mér til mikillar ánægju enduðu þau tónleikana (fyrir uppklapp, sem voru nb 2) á fyrsta laginu sem ég heyrði með Sonic Youth, Drunken Butterfly. Ég var þá 15 ára sveitastelpa sem hlustaði aðallega á Bruce Springsteen, Dire Straits, Pink Floyd og Bubba. Ég var þó talsvert farin að hlusta á þungarokk og voru Guns n' Roses í mestu uppáhaldi. Ég hafði þá eignast góða vinkonu úr Reykjavík, Helgu, sem vann ötullega að því að kynna mig fyrir sódómu Reykjavíkur. Þessi vinkona átti svo vinkonu sem heitir Sandra. Söndru þessari fannst nú ekki alveg nógu kúl að hlusta á Guns n' Roses og blastaði því þetta lag fyrir mig í einni Reykjavíkur heimsókn minni. Kim syngur þetta lag með sinni hásu töffararöddu en viðlagið hljómar svona: I love you, I love you, I love you, what's your name? I love you, I love you, I love you, what's your name? Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og þetta er mér, sveitalúðanum, ógleymanleg stund. Síðan þá hef ég dáðst ákaflega að þessari hljómsveit.
Seinna uppklappið enduðu þau svo á ansi góðum óhljóðaskúlptúr sem stóð í einhvern hálftíma eða svo, afar hressandi.
Brúðarbandið hitaði upp. Þær voru jafn leiðinlegar og sjarmalausar og Sonic Youth voru frábær og ofur sjarmerandi.
Já já já þannig að í dag er ég ekki hálfblind heldur hálfheyrnalaus og hálfþunn en afar sátt.
Já og mæli með því að þeir sem ekki fóru á tónleikana í gær drífi sig í kvöld. Það er vel fimmarans virði. Og kíktu á síðuna þeirra. Linkur hérna til hægri;)

Monday, August 15, 2005

Mikið djöfulli eru mánudagar erfiðir dagar. Allavegana þessi mánudagur. Mig langaði bara að deyja í morgun þegar klukkan hringdi! En ég er orðin mun hressari eftir froðukaffi og smjörhorn hjá vinkonum mínum á Bagel í morgun og löðrandi pizzusneið hjá félögunum á Devítós í hádeginu. Kaloríur kæta! Nýja slagorðið mitt. Svo er auðvitað Lost í kvöld, það er nú hressandi tilhugsun. Verstur andskotinn ef Lock og hlerinn hans verða ekki í aðalhlutverki í kvöld. Það væri nú alveg dæmigert ef þátturinn yrði um eitthvað allt annað og mun minna krassandi til að vega upp á móti snilldinni í síðustu tveimur þáttum. Kemur trúlega í ljós.
Verð nú að minnast á lokaþáttinn af Aðþrengdum eiginkonum líka. Góður þáttur.
Bara svona aðeins til að koma því að: nærbuxur, nærbuxur, nærbuxur, ber að neðan, ber að neðan, ber að neðan, naríur, naríur, naríur og þar hafið þið það!
Annars er ég bara með frekar skítugt hár í dag og engan maskara en er betri í öxlinni og ekkert drasl í auganu, takk fyrir.

Sunday, August 14, 2005

Skrifstofublók eða sörvetrína!

Mikð eru sunnudagar góðir dagar. Sérstaklega þegar maður er ekki þunnur!
Ég djammaði sem sagt ekki í gær, merkilegt nokk. Ég tók þó talsvert á því í gærkvöldi þar sem ég prufaði að vinna sem sörvetrína á einum vinsælasta veitingastað borgarinnar. Djísús hvað það var mikið aksjón! Staðurinn tvísetinn og undirmannaður og ég bara sett beint í aksjón. Beint í að þjóna ríka og fræga fólkinu, Svava 17 var þarna með fyrirsætunni, Einar Kára félagi mættur og kannaðist bara ekki bofs við mig og svo var þarna eitthvað svona fjölmiðla og leikara lið, mis important kúnnar. Þarna var líka hópur af breskum karlmönnum í steggjapartý. Þeir voru með eitt task fyrir kvöldið og það var að útvega steggnum kvenmannsnærbuxur. Þeir buðu mér 20 þúsund krónur fyrir nærbuxurnar mínar. Ég roðnaði bara og blánaði og sagðist því miður ekki geta aðstoðað þá við þetta. Í dag skil ég ekki hvaða djöfulsins tepruskapur þetta var í mér. Ég hefði nú bara átt að skvera mér úr naríunum og þiggja 4 fimmþúsund kalla. Ýmislegt hægt að gera fyrir þá, t.d. kaupa svona eins og 15 pör af dýrindis blúndunærbuxum! Maður hefur nú not fyrir annað eins magn af naríum, sérstaklega þar sem bæði núverandi og verðandi sambýlismaður fara fram á að ég sé í nærbuxum heima hjá mér. En ok ok nóg af nærbuxna tali.
Þetta var sem sagt frekar svona fjörugt og skrautlegt kvöld. Ég mætti klukkan sex og var til hálf tvö á hlaupum að reyna að klúðra engu. Þetta gekk bara alveg ótrúlega vel og ég nett að fíla stemmninguna. Yfirþjónninn var massaánægður með mig og vill fá mig í fullt starf. Ég sagðist ætla að hugsa málið og kíkja við á miðvikudaginn til að ræða málin. Held það fari alveg eftir því hvað mér verður boðið í kaup þarna hvort ég segi skilið við hlutverk mitt sem skrifstofublók og skelli mér í sörvetrínuhlutverkið fúll tæm. Þjónavaktirnar blessuðu heilla mig talsvert v2, f2, v3, f2, v2, f3.
Jæja best að fara að belgja sig út af rjóma og mæjónesu í barnaafmæli.
Lifið heil.

Thursday, August 11, 2005

C'est moi: Kúltíveraða fegurðardrottningin
Jæja hef nú lokið verkefnum dagsins í vinnunni og klukkan er ekki orðin 11, hressandi! Nú þarf ég bara að hanga hérna og gera svona eitthvað í tölvunni til þess að geta stimplað mig út kl. 16:30. Og kaupið mitt kemur frá okkur sjálfum, skattgreiðendunum, ekkert óeðlilegt við það eða hvað? Annars er svo sem ágætt að það sé ekkert gífulegt álag á manni, daginn eftir bjór og rauðvínsdrykkju í bústað. Merkilegt hvað mér tekst illa að halda mig frá sukkinu þessa dagana. Vín sull flest kvöld og svo kaffi og súkkulaði sull flesta daga til að halda sér sæmilega hressum eftir vín sullið. Sullum bull! Ætla sko ekkert að sulla í kvöld. Bara hanga heima og borða hollt og glápa á Aþrengdar eiginkonur. Jiih hvað ég er spennt. Fimmtudagar eru góðir dagar. Mánudagar líka. Annars held ég að sambýlismaðurinn, poppstjarnan, sé að koma heim í dag. Get því ekki verið ber að neðan að dúlla mér ein heima í kvöld. Óþolandi að geta ekki verið ber að neðan heima hjá sér. Mannréttindabrot. Nú hættir Joe9 trúlega við að fara að búa með mér. Sér mig fyrir sér bera að neðan, útataða í súkkulaði, sullandi rauðvíni um alla nýju fínu íbúðina okkar. En nei nei ég lofa að vera voða pen og fín elsku vinkona. Við eigum eftir að taka gæfuspor inn í framtíðna þann 11.september. Frá og með þeim degi verður dagsins ekki minnst sem dags hörmunga og sundrungar í heiminum heldur sem dagsins sem stelpurnar fluttu inn á Baldursgötuna.
Já og í dag er ég bara nokkuð hress takk fyrir.

Wednesday, August 10, 2005

Hip hop meiðsli!

Ég fór á tónleika með Snoop Dogg fyrir um mánuði síðan. Þetta voru massagóðir tónleikar og Snoop er ofursvalur gaur. Smá klám, ofbeldi og kvenfyrirlitning, hver kippir sér upp við svoleiðis smáræði. Hann er náttúrlega fyrst og fremst listamaður og gangster af guðs náð, ég fyrirgef honum alveg.
Allavegana þá gerðu harðsperrur í hægri öxlinni vart við sig daginn eftir tónleikana. Eðlilega þar sem ég sveiflaði hendinni í takt við krádið og Snoop nánast alla tónleikana. Ýmist með fokkmerki, písmerki eða bara svona hip hop hendi. Maður var náttúrlega rosa töff svona, 28 ára skrifstofublókin! Ég bjóst við því að harðsperrurnar myndu hverfa á eins og 2 dögum en viti menn þær eru bara að ágerast nú mánuði síðar. Nú á ég í mesta basli með að lyfta hendinni upp fyrir mitti. Ég er því farin að halda að þetta séu alvarleg hip hop meiðsli og að ég þurfi að leita til læknis. Ég hef þó í raun meiri áhyggjur af því að ekki sé um að ræða hip hop meiðsli heldur sé hér um að ræða músarálag á skrifstofublókina. Ekki alveg jafn töff! Ég ætla því að halda mig við kenninguna um að hip hopið taki sinn toll. Í dag er ég því hölt, hálfblind og með hip höp öxl.

Zæl

Jæja nú hefst ég handa.
Ætla að láta speki mína flæða út yfir lýðinn. Þetta verða held ég samt aðallega prumpubrandarar, djammdrama og tískuspekúlasjónir. Að ógleymdum pælingum um Lost og Desperate housewives. Trúlega lítið um pistla um kenningar í sálfræði eða nýjustu pælingar Páls. En það skiptir svo sem ekki öllu máli hvað ég skrifa, þetta er nú aðallega gert til þess að hafa eitthvað að gera í vinnunni á tryggjó! Það er ekki eins og ég búist við að margir skoði þetta blogg.
Kannski helst að þetta minnki álagið á msninu hjá fólki. Gunnhildur mætt í vinnuna kl.8 og byrjuð að troða sér inn í tölvurnar hjá vinnandi fólki: Jæja gæska, hress? stemmning í vinnunni? hvað var í matinn hjá þér í gær, ég fór á devítós, já og hvernig var í baði? góður þáttur í gær, ég drakk allt of marga bjóra og er með hausverk! oh gaurinn er sænaður inn og heilsar ekki! golfsett í afmælisgjöf, golfsett í afmælisgjöf! Osvfrv. osvfrv. osvfrv.......... Alltaf gáfulegar samræður í gangi á msn.
Annars er ég bara hress, takk fyrir, já já