Sunday, November 06, 2005

Úff, úff, úff, búin að vera rosa full þessa vikuna. Sunnudag, fimmtudag og laugardag. Ég kann þetta ennþá. Massíft staffadjamm á fimmtudaginn og þynnka dauðans á föstudag. Við sambýliskonurnar ákváðum svo í gærkvöldi að skella okkur út og mála bæinn rauðann. Drukkum endalaust af kokteilum og víni og bjór og jú neim itt (engin eiturlyf samt, við gerum ekki svoleiðis sko). Mjög gaman og Joe9 skemmti sér sérlega vel þó að hún hafi ekki skemmt sér neitt sérlega mikið í dag! Blessunin. Ég skemmti mér hinsvega líka alveg afskaplega vel í dag. Mætti þunn í 3 ára afmæli hjá Ásrúnu Gyðu. Skrítna frænkan sem mætir alltaf þunn í barnaafmælin allt of seint af þvi að hún á ekki bíl og þarf að taka strætó. Já já ég er löngu búin að sætta mig við það að systrabörnunum finnst ég voða skrítin kona. Veit ekki hversu oft ég hef þurft að svara spurningum þeirra um það af hverju ég eigi ekki bíl og afhverju ég eigi ekki mann og afhverju ég eigi ekki börn og hvað í ósköðunum ég hafi gert í Kína og París. Æhj þau eru svo mikil krútt þessar elskur og ég held nú bara að þeim finnist skrítna frænka sín soldið krútt bara líka. Leyfi mér jafnvel að halda að ég sé í uppáhaldi hjá einhverjum þeirra. Mússí, mússí, mússí, sykur, sykur, sykur, lov jú gæs.
Skírlífið gengur vel. Virðist ekki vera mikið mál að vera skírlífur, því miður!

4 comments:

Anonymous said...

Þetta minnir mig nú á "spak"mæli sem ég sá í Dagbók 2005 frá Bókaútgáfunni Varmá (vika 35):
"Að vera piparmey er líkt og að drukkna, einstaklega notalegt eftir að maður er hættur að streitast á móti"

Anonymous said...

já þetta er mjog comforting spakmæli, best að ég hætti bara líka að streytast á móti þessu skíralífi

Anonymous said...

Rosalega líst mér vel á þig Rock´n Roll :)
Mundu að taka frá 24.nóv :)
xx
Ágú

Anonymous said...

Gunnsa mín passaðu þig bara á því að ná í ríkan mann sem vinnur úti svo þú hafir frið heima við ritstörfin. Mér finnst þú minna mig óneytanlega á Bridget Jones Íslands. Piparjúnka var líka notað í gamla daga. Anna og Dísa frænka voru piparjúnkur.