Tuesday, August 30, 2005

Langloka eða kók í gleri

Ég ætti nú að láta þetta blogg heita "The Gun meets the rich and the famous" virðist ekki skrifa um annað en kynni mín af fræga fólkinu. Mér finnst "La bombe sexuelle bara of gott til að breyta því. Kannski ég geri bara svona tæmandi lista yfir fræga fólkið sem ég hef blandað geði við, afgreiði það bara í eitt skipti fyrir öll. Ég luma nú á nokkrum krassandi sögum um allnokkrar poppstjörnur, leikstjóra, stjórnmálamenn, rithöfunda, myndlistarmenn, auðjöfra, leikara og fræg nóbodís. Æh ég nenni samt varla að skrifa þann lista núna. Þetta yrði svo mikil langloka og ég er ekki í neinu stuði fyrir langloku, langar bara í kók í gleri. Annars hef ég bara ekki hitt neinn frægan síðan á sunnudagsmorguninn þegar ég var að djamma með honum Ingvari vini mínum (verð aðeins: gó Ingvar gó Ingvar gó Ingvar, jeih jóóh, jeih jóóh!). Jú, ég rakst reyndar aðeins á poppstjörnuna sem ég bý með í gær. Náði að tilkynna honum að ég flyt út í dag. Pakkaði öllu draslinu mínu (nærbuxum, skóm og geisladiskum) í gær og flyt til Jóhönnu systur í vesturbæinn á eftir þar til við Joe9 fáum íbúðina þann 11, jibbí jeeih jóóh jeeih jóóh!
Farin að kaupa mér kók í gleri, sjáumst í Vesturbæjralauginni.

4 comments:

Anonymous said...

ætlarðu kannski að segja mér að það sé tilviljun að síðan þín sé alltíeinu öll græn!

Hölt og hálfblind said...

Jaaa það áttu nú að hafa runni grænt blóð í æðum fjölskyldunnar í fjölda ára. Bændur í allar ættir svo langt sem hægt er að rekja ættir. Fjölskyldan hefur þó öll látið skipta um blóð í sér og það rennur meira að segja rautt í æðum hans pabba núna. Grænt er samt uppáhaldsliturinn minn og er það alveg ótengt henni Dagnýju blessaðri.

Hölt og hálfblind said...

Þessi komment komu í kjölfar samræðna (á msn auðvitað) um grein þingmannsins um rökþrot mótmælenda http://www.xb.is/dagny/

Anonymous said...

11. dagar í 11 september jibbí jeeih jóóh jeeih jóóh :-)

Joe 9

P.s. Dont you worry baby I will be famous soon. Miklu frægari en poppstjarnan sem þú býrð með núna. Luckily I am beautiful ;-)