Wednesday, December 07, 2005

Af börnum og luðum

Ok ok komið gott af Dolly í bili. Ég fæ samt aldrei nóg af henni. En lífið verður að halda áfram. Get ekki dvalið endalaust við þessa húggulegu stund okkar saman í sumar.
Ég svaf í yndislegum faðmlögum um helgina. Var knúsuð alveg í bak og fyrir og fékk ótal blauta kossa. Var í eðal félagsskap frá föstudegi til mánudags. Ég var sem sagt helgarmamma. Fékk að passa hana Ásrúnu Gyðu systurdóttur mína á meðan foreldrarnir skruppu til úglanda. Ásrún er bara krúttlegasta barn í heimi. Vaknar skælbrosandi og veit þá ekkert betra en að þrísta risastórum kinnum sínum þétt upp að andlitinu á manni og kúra þannig endalaust. Helst að pælingar um mat fái hana til að rífa sig upp frá slíku kúri. Hún er mikið fyrir að borða blessunin, lík frænku sinni að því leiti. Ég naut þess að spóka mig um með henni og vonaði að allir héldu að hún væri dóttir mín. Sérstaklega helgarpabbarnir sem ég tjékkaði mikið á. Sérstaklega í Árbæjarlauginni. Þeir voru samt allir frekar mikið gallaðir eitthvað. Svarbrúnir, vaxaðir og huldir tattúum, næpuhvítir, loðnir og með skalla eða virkuðu bara hálf þroskaheftir eitthvað. Enda búið að skila þeim öllum af einhverjum sökum. Annars held ég að það sé sama hvaða lúða ég mundi ná mér í ef ég er að hugsa um gaur til undaneldis (ég er úr sveit sko!). Niðurstaðan yrði alltaf úrvals afkvæmi. Allavegana eiga systur mínar allar þessi gullfallegu og gáfuðu börn þó að feðurnir séu svona mismiklir lúðar. Ég þyrfti auðvitað heldur ekkert að vera að druslast með lúðann með mér hálft lífið. Hægt að redda einu barni á tiltölulega stuttum tíma ef allt gengi að óskum. Vonandi að ég fái bara að ættleiða barn ein ef ég redda engum lúða. Verð bara að passa mig á að fitna ekkert rosalega mikið. Talandi um fitu þá er ég að pæla í að fara í ræktina. Kannski meiri líkur á að redda lúða ef ég er í sæmilegu formi og ef ekki þá verð ég að halda möguleikanum um að ættleiða ein opnum.
Lifið heil.

4 comments:

Anonymous said...

Sael elzkan helt thu vaerirr bara haett ad blogga. Hurru lizt vel a thetta plan hja ther. Eg er bara buin ad na i einn til undaneldis, tharf thess vegna ekki ad fara i raektina, ferlega mikill luxus marr'. Jamm og jaeja, held eg se ad drepa mig a vinnu en thad er nu bara gott.
lov jah! Hlakka til ad lesa meira blogggggg.

Anonymous said...

hurdu herna er goda url-id hitt virkadi ekki. http://www.blogg.central.is/dream-team

Hölt og hálfblind said...

já þú ert heppin ekan mín. Haltu fast í þennan lúða hann er vænlegur til undaneldis!!!
Hvaða dúddar eru þetta?

Anonymous said...

Thetta eru adaltoffararnir i menntaskolum borgarinnar :)
Their eru med alveg yndislega tengla inn a allan fjandann a netinu.