Thursday, August 11, 2005

Jæja hef nú lokið verkefnum dagsins í vinnunni og klukkan er ekki orðin 11, hressandi! Nú þarf ég bara að hanga hérna og gera svona eitthvað í tölvunni til þess að geta stimplað mig út kl. 16:30. Og kaupið mitt kemur frá okkur sjálfum, skattgreiðendunum, ekkert óeðlilegt við það eða hvað? Annars er svo sem ágætt að það sé ekkert gífulegt álag á manni, daginn eftir bjór og rauðvínsdrykkju í bústað. Merkilegt hvað mér tekst illa að halda mig frá sukkinu þessa dagana. Vín sull flest kvöld og svo kaffi og súkkulaði sull flesta daga til að halda sér sæmilega hressum eftir vín sullið. Sullum bull! Ætla sko ekkert að sulla í kvöld. Bara hanga heima og borða hollt og glápa á Aþrengdar eiginkonur. Jiih hvað ég er spennt. Fimmtudagar eru góðir dagar. Mánudagar líka. Annars held ég að sambýlismaðurinn, poppstjarnan, sé að koma heim í dag. Get því ekki verið ber að neðan að dúlla mér ein heima í kvöld. Óþolandi að geta ekki verið ber að neðan heima hjá sér. Mannréttindabrot. Nú hættir Joe9 trúlega við að fara að búa með mér. Sér mig fyrir sér bera að neðan, útataða í súkkulaði, sullandi rauðvíni um alla nýju fínu íbúðina okkar. En nei nei ég lofa að vera voða pen og fín elsku vinkona. Við eigum eftir að taka gæfuspor inn í framtíðna þann 11.september. Frá og með þeim degi verður dagsins ekki minnst sem dags hörmunga og sundrungar í heiminum heldur sem dagsins sem stelpurnar fluttu inn á Baldursgötuna.
Já og í dag er ég bara nokkuð hress takk fyrir.

5 comments:

Hölt og hálfblind said...

Poppstjarnan á reyndar BMX hjólið, ég nýt bara góðs af töffara/nördaskap hans!

Anonymous said...

hmmm, já comment segið þið, ég hugsa til þín þegar ég horfi á eiginkonurnar í kvöld, hvað á maður að gera á fimmtud.kvöldum þegar serían klárast? þarf maður að lifa sociallífi aftur eða...

Anonymous said...

Ég skal sulla með þér í rauðvíni svona flest öll kvöld já og borða súkkulaði. En ef þú ætlar að vera ber að neðan verður þú að gjöra svo vel og hanga inní herberginu þínu.

Get annars ekki beðið eftir 11. september þessa dagana. Jeminn eini hvað ég hlakka til. Ég og þú loksins saman á Baldurgötunni.

Kv. Janis Joplin

Anonymous said...

mikið er ég glöð að þú er komin með svona blogg rödd, enda ert þú afburða skemmtileg kona og átt að breyða út skemmtileg heit með sögum úr hversdagsleikanum.
Ég verð reglulegur gestur á síðunni

Anonymous said...

já, vekur mesta athygli mína þetta með að njóta sín heima ein og ber að neðan, vissi ekki um þessa hneigð, þetta með vínið og sullið kemur ekki á óvart. Var annars að koma heim í sólina, passaði að hún brast á klukkan 12 þegar ég læsti aftur bústaðnum. Og til að halda áfram í sukkinu þá ertu boðin í rjómatertur á sunnudaginn, Bjarts afmæli:)