Monday, October 03, 2005

Jehello!

Ég þurfti að taka brjálæðislega erfiða ákvörðun áðan. Ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að horfa á The O.C. á Skjá einum, Fashion Television á Sirkus eða heimildarmynd um Islam í nútímanum á RÚV. Vá hvað ég lenti í mikilli krísu. Ég hef ekki verið með sjónvarp með fleiri en einni stöð í meira en ár. Ekkert sjónvarp í París og bara RÚV á Laugaveginum. Sjónvarpið hérna á Baldursgötunni var svo bara að komast í lag um helgina og ég bara lendi í valkvíða dauðans þegar ég loksins ætla að fara að njóta þess að geta valið um stöð. Þessi ákvörðun snerist um svo miklu miklu meira en bara afþreyingu. Þetta snerist hvorki meira né minna en um sjálfsmynd La bombe sexuelle. Er ég fyrst og fremst vitsmunavera, tískufrík eða sucker fyrir fallegu fólki og rómans. Maður bara spyr sig! Endaði á að horfa á þáttinn um Islam, sem var, verð ég að segja, afar athyglisverður. Þessi þáttur fjallaði um Islam á sanngjarnan og eðlilegan hátt fannst mér. Ansi margir sem hefðu haft gott af því að horfa á hann, kannski einmitt fólkið sem eyddi kvöldinu í að horfa á The O.C. eða tískusjónvarpið. Ég náði því að taka rétta ákvörðun í sjónvarpsglápinu þetta kvöldið. Kíkti reyndar svona rétt aðeins á tískusjónvarpið svona inn á milli, fjarstýring er auðvitað snilldar uppfinning. Auðvitað er samt meira vit í því að eyða síðkvöldum í skammdeginu við drykkju á öldurhúsi í gáfulegum samræðum, við prjónaskap í gáfulegum samræðum, eða fara jafnvel á einhvert niðurdrepandi evrópskt meistaraverk í kvikmyndahúsi. Fór annars á sólbaðsstofu í dag! Vann þar í því að fá heilaæxli með því að hlusta á FM957 á meðan ég vann í því að fá húðkrabbamein í ljósabekknum. Afar hressandi. Já já eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni. Brynja mín er farin til Argentínu, Linda lakkrísmoli er í Kóreu, Hanna er á Indlandi og ég er í 101 jeih! Árbærinn er meira að segja of langt í burtu fyrir mig þessa dagana. Hvað er annars að frétta Brynja? Æðisæðislegt í Argentínu?
Over and out

4 comments:

Anonymous said...

er enn i Madrid, vid gerum ekki annad en fara a sofn og sotra bjor á búllum, og svo liggjum vid thess á milli á hótelherberginu á andlegri og líkamlegri meltu.

Anonymous said...

svo sáum vid david og victoriu

Anonymous said...

jaja nu kemur ad thvi ad eg yfirgefi indlandid, verd komin til menningaborgarinnar London a fostudag.
held ad tu hafir velid rett sjonvarpsefni.

Anonymous said...

Já algjörlega rétt sjónvarpsefni hjá þér Gunnhildur.

Hanna ég get ekkert kommenterað á blogginu þínu, svo ég segi bara hér góða ferð og vona að allt gangi vel á leiðinni til London.

Knús til ykkar beggja.