Úff bara brjálað að gera í vinnunni og ég hef varla tíma til að blogga, þetta er nú meiri vitleysisvinnan! Enda er ég að fara að hætta á föstudaginn.
Annars er það helst að frétta að ég eignaðist nýjan vin um helgina. Hann heitir Mr.Zhu og vinnur í kínverksa sendiráðinu. Ég hitti hann á sunnudagsmorguninn klukkan hálf sjö þegar ég var að labba heim eftir ansi góða nótt á djamminu. Þá var hann úti að hjóla sér til heilsueflingar eftir langan og góðan nætursvefn. Eitthvað fannst honum ég áhugaverð þar sem ég rölti þarna með sælubros á vör, í háhæluðum skóm og bleiku dressi. Hann stoppar og fer að spjalla við mig og tilkynnir mér, eftir ágætisspjall um ferðalag mitt til Kína og gagnkvæman áhuga á landi og þjóð, að hann langi að verða vinur minn. Hann vilji endilega að ég sýni sér djmmmenningu Reykjavíkurborgar, hann geti kennt mér kínverksu og að ég geti "make buisness with China" ef ég bara kíki í heimsókn í sendiráðið. Mig langar líka að verða vinur Mr.Zhu og fékk þessvegna símanúmerið hjá honum (neitaði honum reyndar um mitt, einhverrahluta vegna). Ég er að hugsa um að bjóða honum í partý við tækifæri.
Jesssöríbob! Varð svo ástfangin af poppstjörnu um helgina. Nánar tiltekið af söngvararnum í Franz Ferndinand. Hann er sætur og talar með skoskum hreim. Ég er að hugsa um að fara til Glasgow í framhaldsnám. Sá líka verðandi barnsföður minn á tónleikunum. Þóttist auðvitað ekki sjá hann! Ég meina hvað annað gerir maður þegar manni líst vel á einhvern, ekki vill maður að hann fatti að manni líst vel á hann! Ruglið eina! Já og svo kleip poppstjarna(ekki samt söngvarinn í Franz) mig í brjóstin á barnum á laugardaginn, það var hressandi.
Ég sá Ford og Flockhart á röltinu í bænum bæði í gær og fyrradag. Þau létu mig ekki hafa símanúmerið sitt og þessvegna ætla ég ekki að bjóða þeim í partýið með Mr.Zhu. Ég missti nú aðeins kúlið þegar ég mætti þeim á sunnudagskvöldið. Var á hjóli og hjólaði næstum á Calistu ég glápti svo mikið á þau, snarstansaði svo og kallaði á Brynju sem var á hjóli aðeins fyrir aftan mig að taka eftir því hverjir væru þarna á ferð. Ef þau nenna að hanga hérna vegna sérlega afslappaðs viðhorfs Íslendinga gagnvart stórstjörnum á borð við þau þá hefur það væntanlega breyst þarna á þessari stundu.
Patti Smith í kvöld. Hún er töff.
3 comments:
jesúss já það er afar hressandi og spennandi að heyra hvað er að gerast í þínu lífi. Svo mikið um stórstjörnur allt í kringum þig. Svo væri reyndar gaman að heyra hvaða stjarna það er sem á að verða barnsfaðir þinn.
og hver kleip í brjóstin á þér?
you are hot. maybe we can get together some time. go for a walk some time and maybe i can squeeze your tits
Post a Comment