Thursday, December 15, 2005

Ooooóóóh alltíeinu eru jólin bara á morgun eða svona næstum því! Jíbbícola og jeih segi ég nú bara. Það er gaman á jólunum. Éta, drekka, sofa, gefa, þiggja, lesa og éta og drekka meira. Bara fullkomið. Og það er gaman svona fyrir jólin líka og jeih ég er í fríi um helgina. Massajólaplönuð helgi. Piparkökubakstur, jólabröns með systrunum og fylgifiskum þeirra (skrítið þeir kommentuðu ekkert á skrif mín um barneignir systra minna með lúðum!) og svo partý, partý, partý. Vááá og svo er árið bara að verða búið líka. Skrítið ár. Ég hef einhvernvegin ekkert gert af viti. Það er bara búið að líða. Helstu afrek mín eru að verða aftur ÍTR nörd, prófa að vera skrifstofublók, vera veik og svo að verða aftur sörvetrína. Eyddi að vísu mánuði af árinu í París en einhvernveginn tel ég hann með síðasta ári. Í ár kom ég meira heim frá París en að hafa eytt mánuði þar. Steig líka það gæfuspor að flytja á Baldursgötuna. Mikið er gott að eiga heima á Baldursgötunni. Já og svo byrjaði ég auðvitað að blogga. Það var líka gæfuspor. Af þessu tilefni vil ég viðurkenna að það hefur ekki alveg allt verið dagsatt sem ég hef skrifað. Ég er t.d. ekki hrein mey. Ég missti meira að segja meydóminn á þeim aldri sem það var ólöglegt fyrir mig að gera dodo og er löngu hætt að halda bókhald yfir hjásvæfurnar. Þetta er eflaust nett sjokk fyrir allmarga sem haldið hafa að ég sé að spara mig fyrir minn eiginn mann, en svona er lífið. Ég verð líka að viðurkenna að ég og Dolly vorum ekki í fríi saman á Akureyri. Hún fór bara eitthvað að spjalla við mig þar sem ég sat þarna í sólinni, dást að sólgleraugunum mínum og eitthvað. Hún er fín pía sko, svolítið uppáþrengjandi eeen ok. Ég legg það heldur ekki í vana minn að spranga um ber að neðan heima hjá mér né nokkursstaðar. Finnst alltílagi að spranga bara um á nærbuxunum og í bol. Hmmm man ekki eftir fleiru sem ég þarf að játa núna. Jú ég þreif ekkert af mér meiköppið og fór úr brjóstahaldaranum áður en ég fór í kvennagönguna, ég málaði mig meira að segja alveg sérstaklega vel og mikð og fór í geðveikan túttubrjóstahaldara.
Og koma svo mæta í massívujólastuði í partýið á laugardaginn.

4 comments:

Anonymous said...

Þetta með lúðana, átti það líka við um minn?#&%/(:-) Ég bara tók ekki eftir þessu með barneignir með lúðum. Það er alltaf spurning hvar maður á að staðsetja barnsfeður sína. Kannski erum við bara öll lúðar inn við beinið.

Hölt og hálfblind said...

já einmitt, bara mismiklir lúðar

Anonymous said...

ég skilaði mínum lúða og sé ekki eftir því:-)

Anonymous said...

Hæ elskan mín!
Leiðinlegt að hafa misst af partýinu. Skálaði bara fyrir þér í ákavíti í köben í staðinn.
Gleðileg jól sæta.
Birna Ósk