Það áhugaverðasta sem ég get sagt frá í dag er hvernig kvefið mitt byrjaði í vinstri hlið andlitsins seinnipart laugardags. Þá byrjaði að leka stríðum straumum úr vinstri nös og nokkru síðar einnig úr auganu. Síðan stíflaðist allt vinstra megin í enninu en einhverra hluta vegna lak líka. Þessu fylgdi ógurlegur höfuðverkur, beinverkir og hete! Já og svona hélst þetta þar til seinnipart þriðjudags þegar að þetta færði sig yfir í hægri hliðina. Á ég að halda áfram?!!! Þetta er nú áhugavert, hhhaaa! Annars er ég orðin skárri í dag enda búin að liggja í rúma fjóra daga. Lyktar og bragðskyn aðeins að koma til og svona. Ég er þó ekki orðin góð og ligg enn. Ætli ég liggi ekki eins og í tvo daga í viðbót. Þetta er auðvitað dauði og djöfull og samviskan að naga mann af því að geta ekki mætt í vinnuna. Á að vinna um helgina. Finnst ótrúlegt að ég geti mætt á morgun en þetta verður vonandi komið á laugardaginn. Maður verður nú að fara að sjá fína, fulla, feita fólkinu fyrir veigunum sínum.
Sjónvarpið hefur verið minn helsti félagi í þessum veikindum. En þetta er búið að vera love/hate samband hjá okkur. Oft er alls ekki neitt í sjónvarpinu og þá endar maður á því að horfa á einhvern viðbjóð um ekki neitt eins og idol extra og einhverja nornaþætti og leiðinlega spjallþætti. Oft er líka eitthvað voða áhugavert á öllum stöðvum og ég get ekki ákveðið mig og skipti endalaust á milli og horfi því ekki almennilega á neitt og verð bara pirruð á þessu öllusaman. Æhj já sjónvarpið er oft frekar pirrandi og skilur lítið eftir sig. Ég horfði þó á þátt um ástandið í Darfur í Súdan um daginn, sem skildi mikið eftir sig. Ótrúlegt að þetta skuli hafa gerst, aðeins örfáum árum eftir hörmungarnar í Rwanda. Hrikaleg þjóðarmorð eiga sér stað og vesturlandaþjóðir bara standa hjá og gera ekki neitt. Það virðist vera staðreynd að við á vesturlöndum lítum á fólk í Afríku sem óæðri manneskjur sem ekki þarf að kippa sér mikið upp við þó að það sé pyntað og nauðgað og drepið í þúsundatali. Börn og fatlaðir og gamalmenni. Við bara segjum ooh en hræðilegt og skiptum svo yfir á idolið og drekkum kók! Hugsum ekki meira um það. Mæli með því að þeir sem ekki enn eru búnir að sjá Hotel Rwanda skundi út á videoleigu strax í dag og glápi á hana. Mér finnst það bara skylda fyrir alla hugsandi menn að gera það. Fólk getur þá kippt myndinni Crash með sér í leiðinni. Afar góð mynd þar á ferð. Einmitt með Don Cheadle úr Hotel Rwanda í einu aðalhlutverkinu. Flottur leikari. Finnst persónulega að hann hefði frekar átt að fá óskarinn en Jamie Foxx. Jæja nú er ég farin að blaðra bara eitthvað endalaust. Best að fara að athuga hvað er í sjónvarpinu!!!
2 comments:
Snúllan mín, vona að þú farir að hressast ! Er ekki bara spurning um að drekka þetta úr sér ?? Hvað ertu að vinna lengi á lau ?
kv
Ágú
lattu ther batna og fardu vel med thig. passadu ad hvila thig og drekka nog (er ekki ad tala um afengi)
Post a Comment