Það er frídagur í Kína, enginn skóli. Ég þarf að fara í leiðangur að kaupa mér síma. Gamli minn dó daginn fyrir brottför frá Amsterdam. Góð vinkona mín missti hann í gólfið. Hans hinsta fall.
Ég ætla að fara í Mong Kok hverfi á Kowloon til að versla nýjan síma. Þangað fer ósnobbaður lókallinn víst til að versla föt og skó og raftæki, þar fæst víst allt milli himins og jarðar.
Ég ákveð að reyna að pæja mig aðeins fyrir verslunarferðina, pimpa mig upp eins og Linda orðar það. Set á mig eldrautt naglalakk og varalit, fer í stuttara pils en stutt og í nýju ballerínurnar.
Það er stuð í Mong Kok og jessúss minn úrvalið er yfirþyrmandi. Þarna eru margir skemmtilegir markaðir og ég byrja á að fara á blómamarkaðinn, svo á fuglamarkaðinn, the ladies market og loks á kvöldmarkaðinn. Ég ráfa lengi á milli skóbúða. Langar í nýja strigaskó. Gömlu grænu eru að syngja sitt síðasta og ég skammast mín svolítið fyrir þá. Strigaskóbúðirnar eru þarna í röðum, í tugatali, jafnvel hundraða. En ég er heppin, engir skór sem mér líst á eru til í stærð 40. Ekki gert ráð fyrir svona stórfættum konum. Einn afgreiðslumaðurinn fékk næstum því hláturskast þegar ég bað um að fá að máta skó í 41, "for you, for a lady!" Ég
Símabúðir eru næstar á dagskrá. Þær eru hér líka í tugatali. Mig langar sjúklega í i-phone en budgetið leifir bara síma til að hringja úr og senda sms. Sessagt ódýran og ekkert vesen. Ég ákveð að velja mér bara krúttlegasta símann í ódýru deildinni held heim á leið með hvíta og fjólubláa nokia dúllu.
Þegar ég kem heim er ég löngu búin að éta af mér varalitinn og naglalakkið er strax byrjað að flagna. Ég er úfin og uppgefin. Það tekur á að versla.
3 comments:
Ég má sennilega ekki segja svona þar sem Einar gæti séð til en þessir i-phonar okkar eru alltaf að bila...og ég nota þetta ekkert nema til að hringja, senda sms og stundum facebook. Ef maður á tölvu þá er miklu skemmtilegra að gera allt hitt bara í tölvunni. En jú jú þetta er alveg sniðugt og kannski sniðugra fyrir svona alheimsborgara en heimavinnandi :)
Ja eg held ad tad se miklu betra ad eiga bara svona litinn kruttlegan nokia til ad hringja og senda sms. Nu tarf eg bara ad fa mer Hong Kong numer.
Æ hvað við Sóley erum glaar með nýja símann, og henni þótti slysið voða leiðó, þarf að tryggja mig fyrir svona óhöppum í framtíðinni...Áhugavert rannsóknarefni, hlakka til að sjá niðurstöður. Er með þér í anda heillin mín.
Post a Comment