Í dag er fyrsti dagurinn með þátttakendur í rannsókninni minni. Skráning er með eindæmum góð og mæting líka. Það er ákaflega afslappað og þægilegt andrúmsloft á háskólalóðinni. Mikið af pálmatrjám og bekkjum til að borða epli og lesa. Ég sest á Starbucks og drekk ískaffi á milli sessions. Les Stieg Larsson undir pálmatré. Hann er minn helsti félagi þessa dagana. Ég hef ekki átt í lengri samræðum en fimm mínútur við leiðbeinandann minn í heila viku. Ég er alein innan um allt fólkið en ekki einmana. Ekki enn allavegana. En ætli það komi ekki að því að ég verði einhvernvegin að höstla fólk. Einhvern til að tala við.
No comments:
Post a Comment