Ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan fimm. Ég ákveð að sofa út og taka því rólega fram eftir degi. Ég var fríkislí þreytt þegar ég kom heim í gærkvöldi. Nett búin á því eftir stórborgina. Stíf í hnjám og mjóbaki eftir allt arkið. Ég er búin að labba allsvakalega síðan ég kom. Eyjuna nánast þvera og endilanga, upp og niður aftur. Og það tekur á að vera ein innan um allt fólkið og skýjakljúfana. Mikið áreiti. Þarf að horfa svo mikið og meðtaka svo margt. Ég er ekki búin að venjast þessu öllusaman ennþá. Er svo spennt!
Ég ákveð að fara í Victoria Park og hanga svolítið þar. Viktoríu garður er stærsti almenningsgarðu á HK eyju og er í einnar mínútu göngufæri frá mér. Ljómandi gott að hafa svona grænt afdrep alveg við bæjardyrnar. Þar er líka sundlaug, jibbíjóhjibbíjeih!
Þegar ég er búin í skólanum klukkan sex tek ég strætó heim. Strætóferðalagið í og úr skólanum er ævintýri líkast. Keyri eftir endilangri eyjunni mitt á milli skýjakljúfanna allra, á margra hæða vegakerfi, í margrahæða rútu. Þegar ég kem heim í hverfið mitt ákveð ég að skella mér á kóreskan veitingastað. Ég hef bara einu sinni áður borðað kóreskan mat og það var einn áhugaverðasti matur sem ég hef smakkað. Þegar ég hef hlammað mér í sæti á staðnum uppgötva ég að staðurinn er aðeins of dýr fyrir mitt budget. Ég ákvað að sitja en panta mér bara súpu sem er á viðráðanlegu verði. En "bara" súpa hér kemur með einhverjum átta hliðardiskum, hrísgrjónum og stórum potti af vel spæsí súpu.Heitt og gott te með. Frábær máltíð.
Ég lofa að fara að koma með myndir, tíu fingur upp til guðs.
5 comments:
Dásamlegt Gunnhildur. Þetta er nú meira ævintýrið. Njóttu vel og lærðu allt :-) Hlakka til að lesa meira.
Ása Björk
já dásamlegt allt saman ;)
hlakka til að sjá myndirnar.
Koss og knús frá okkur í Fífulindinni.
þetta er dásamlega skemmtileg lesning. Hljómar mjög skemmtilega allt saman ;)
Löv,
Hrafnhildur.
Dugleg í dagbókarfærslunum! Vona að þú sért vel skóuð í allar göngurnar.
Post a Comment