Skóladagur. Afar rólegur skóladagur. Aðeins einn þátttakandi. Það er allt í lagi því að fullt af fólki er búið að skrá sig á morgun og hinn og hinn. Ég slæ inn data og fer svo og fæ mér stóran kaffibolla, sest undir pálmatré og les enn um Salander. Klára bók tvö.
Eftir skóla fer ég aftur til Mong Kok. Fékk ekki nóg í gær. Ég er að plana gönguferðir komandi helgar og vantar bakpoka og buxur. Finn fljótlega ódýran poka og buxur. Ég er reddí í göngur jess!
Ég sef ekki fyrir kaffiþambi dagsins og les Gæludýr Braga Ólafs fram á nótt. Fyndin bók. Góð bók.
No comments:
Post a Comment