Ég var búin að ákveða að taka því rólega í dag. Halda mig "heima" sofa, lesa, drekka kaffi á Starbucks (já það er hér á hverju götuhorni) og blogga. Fara svo til Kowloon á kvöldmarkað og horfa á ljósashowið á skýjakljúfunum hérna megin. En gærdagurinn var bara of góður. Verð að fara aftur á ströndina, get sofið þar, lesið og drukkið kaffi. Ég tek rútu til Stanley og finn þar litla sæta fína St Stephen's beach. Ligg, les og skrifa.
Á morgun á ég fyrsta fund með Dr. Ceciliu Cheng.
4 comments:
Ánægð með þig. Þú kannt að lifa. Já, og skrifa, gaman að svona dagbókarfærslum. Vona að CC taki þér fagnandi.
Gangi þér vel á morgun. Gaman að lesa.
Brynja
Gangi þér vel á fundinum. Er með þér í anda á ströndinni í hitanum, umm.
Þú ert svooo mikil ævintýraprinsessa. Gaman að heyra frá þér og gangi þér vel. Hér er bara frost.
kveðja Áshildur
Post a Comment