Ég eyði deginum í skólanum. Ég er komin með hátt í fjörutíu þátttakendur á þremur dögum. Það er stórkostlegt. Hápunktur dagsins er bíóferð á nýju Woody Allen myndina, Whatever Works. Hún er góð. Ég elska Woody Allen. Kannski fer ég aftur. Bíóið sem ég fór í er í kringlu. Frekar flott bíó, voðalega hannað og nútímalegt. Það virðist vera bíómenningin hér að kaupa miða í forsölu og mæta svo aðeins of seint í bíóið, láta vísa sér til númeraðs sætis. Fólk hló alveg á réttum stöðum að myndinni. Húmoristar bara.
No comments:
Post a Comment