Monday, October 13, 2008
Átak: Skref 1
Ég er byrjuð í átakinu. Byrja rólega. Sat að sumbli og talaði um kynlíf við þá grísku og serbnesku í kvöld. Niðurstaða. Það er þjóðsaga að karlmenn hafi almennt meiri áhuga á kynlífi en konur. Ég var svo sem löngu búin að komast að þessu en fékk svona alþjóðlega staðfestingu núna. Ég þekki æði margar konur sem kvarta sáran yfir áhugaleysi kærastanna á kynlífi og þetta virðist ekki vera sér norrænt fyrirbæri. Konur eru almennt mjög áhugasamar um kynlíf, vilja mikið af því. Karlmenn eru líka almennt mjög áhugasamir um kynlíf en vilja oft og tíðum minna af því en konur. Ég segi oft og tíðum. Þetta er ekkert algilt. En er niðurstaða engu að síður.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Nei nei nei nei nei!!!
Ekki kynlíf.
ÁSTARMÖK!
-Þinn elskandi kærasti
Kardinálinn
Ögmundur er svo æðislegur.
Já afsakið afsakið afsakið ástarmök. Sat að sumbli og talaði um ástarmök.
Og já ég veit Ömmi er æði. Rosa kynþokkafullur.
Ég skil ekki hvers vegna fleiri eru ekki eins og Ögmundur.
Hann er einstakur.
Post a Comment