Tuesday, October 21, 2008

Mér leiðist.

Ég geri samt ekkert í því. Ég læt mér leiðast. Það er ekki nógu gott.
Meira en nóg að gera svo sem. Ég er búin að ráða mig sem barnapíu. Byrja á fimmtudaginn.
Nóg að gera í skólanum, var með fyrirlestur í dag og annan í gær. Gekk vel. Þarf að skrifa eitt research proposal í þessari viku. Svo byrja ég í tveimur nýjum kúrsum í næstu viku. Þegar þeir klárast í desember verð ég búin með alla kúrsana mína. Ótrúlegt. Þarf svo að klára mastersverkefnið og gera aðara rannsókn sem intern. Þá verð ég búin. Mig grunar nú að þetta muni dragast eitthvað á langinn hjá mér. Ætti að klára í júní en stefni á næsta haust. Hvað gerir maður þá? Flytur til Tálknafjarðar eða Tokyo? Ég hef á hvorugum staðnum búið.

4 comments:

Anonymous said...

vá.

Anonymous said...

Hérna snjóar og snjóar og allir á bömmer. Það er bara bíta á jaxlinn og böðlast í gegnum snjóinn og kreppuna.

Anonymous said...

verður þú svona nokkurskonar Mary Poppins

Anonymous said...

My vote: Talknafjordur!