Monday, October 27, 2008

Jibbí jóh jibbí jeih

Ég er kengbogin, bólótt, sveitt og föl en jibbícola jibbícola jibbícola. Var að skila inn lokaritgerð. Tveir kúrsar eftir í þessu prógrammi. Don't fucking believe it maaðuuur! Bráðum koma blessuð jólin og þá verð ég búin með alla mína kúrsa. Þá verður sko tilefni fyrir fjórfalt jibbícola og sjöfalt jólakóla. Ég fagnaði fyrirfram. Það var alveg svona gaman á föstudaginn. Ég skemmti mér vel í félagsskap barnungra sálfræðinörda. Þeir héldu fyrir mér vöku fram á rauðan morgun. Hvorki ástarmök né örvandi eiturlyf komu þar við sögu. Ég gleymdi að fara í flegnum kjól. Gaman engu að síður.

4 comments:

Anonymous said...

hva...eru þeir alveg handónýtir

Hrólfur S. said...

Til hamingju!

Anonymous said...

Djö hvað ég er ánægð með þig. Til hamingju gæskan.

Kveðja,
Jónína

Anonymous said...

Til lukku með það mín kæra. Fleginn kjóll eða ekki, þú ert alltaf sæt!
Alda