Skóladagur. Ég er skólastelpa í stuttu pilsi í Hong Kong eða öllu heldur virðuleg rannsóknarkona í stuttu pilsi við einn virtasta háskóla heims. Það er búið að ganga frábærlega að fá þátttakendur, ég er búin að fá rúmlega 10 þátttakendur á dag þá sjö daga sem ég hef verið að. Í næstu viku tekur alvaran við þegar ég byrja á tölfræðinni og skýrslugerð. Takmarkið er að klára þetta í nóvember. Það ætti að vera vel gerlegt.
Ég er búin að fá mörg skemmtileg komment síðan ég byrjaði á þessari HK dagbók. Ég gleðst alltaf alveg hrikalega mikið þegar ég fæ komment og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka kærlega fyrir mig. Ég vil einnig nota þetta tækifæri til að svara nokkrum spurningum sem mér hafa borist.
SPURT OG SVARAÐ 1
Dísa systir spyr: Eru allar Gucci töskurnar ekta? Líka þessi sem amman með sex fingur á hægri hendi var með á öxlinni í rútunni? Nei trúlega eru nú fæstar Gucci töskurnar og fæstir CK bolirnir ekta. En maður sér samt ótrúlega mikið af fólki vera að versla í alvöru búðunum sem eru æði víða. Ég held að fólk hér og víðar í Asíu leggi mikið uppúr að eiga dýrustu og fínustu merkin, þó ekki sé nema kannski einn bol eða eina tösku. Vinkona mín frá Taiwan fræddi mig einu sinni um þetta. Hún var að spyrja mig hvaða merki væri vinsælast á Íslandi. Ég sagðist halda að það væri bara Diesel eða eitthvað svoleiðis. Henni fannst skrítið að það væri ekki Chanel eða Prada. Hún var í París að gera heila vísindarannsókn um þetta. Merkileg fræði þar.
Ása (Ása Björk eða?) spyr: Hvað ertu að rannsaka? Nú, það sem ég er að skoða er niðurlæging. Tilgátan er að fólk í Hong Kong finni til meiri niðurlægingar og meiri neikvæðra tilfinninga þegar hópurinn þeirra verður fyrir niðurlægingu en fólk í Hollandi. Hópurinn, merkir í minni rannsókn fjölskyldan eða þjóðin. Ég býst við þessu af því að fólk hér á að vera meira collectivistic en fólk í Hollandi. Þetta tengist því að fólki hér fyrir austan er meira umhugað um heiður hópsins á meðan fólki fyrir vestan er meira umhugað um eigin heiður. Það kemur í ljós á næstu vikum hvort eitthvað sé til í þessu.
Sigrún spyr: Ert ekki orðin sjúklega brún? Neei ég læt það nú vera. Ég hef ekki legið það marga klukkutíma í sólinni og hef þá verið þakin þykku lagi sólarvarnar í síðdeigissólinni. Enginn alvöru brúnkumetnaður í gangi þannig.
Sigrún spyr: Er ekki dýrt að vera þarna? Jú það er dýrt. Aðallega vegna af því að það eru svo miklar freistingar til að losa sig við penginga allsstaðar. Á hverju götuhorni er hægt að kaupa sér ferskan ávaxtasafa, vöfflur og fiskibollur, ískaffi, núðluhús og veitingastaðir. Fatabúðir og ekki minnast einu sinni á skóbúðirnar. Útivistarbúðir, bókabúðir, dvd búðir, blaðasalar, bakarí, markaðir. Gleraugnabúðir. Myndavélabúðir. Allt er þetta þó nokkuð ódýrara en í Amsterdam eða Reykjavík. Verð á húsnæði og áfengi er himinhátt. Matur og almenningssamgöngur eru á mjög góðu verði.
Sigrún spyr: Ertu búin að tala við einhvern í meira en 5 mínútur? Já já ég er allavegana búin að eiga í svona fimm samræðum. Aðstoðarkona leiðbeinandans er hress stúlka sem ég er búin að spjalla aðeins við. Ég þarf þó að fara að troða mér meira upp á hana. Hún er að plana gönguferð með mér og fleirum um næstu helgi. Ég er rosa spennt fyrir því.
Ég var búin að segja frá litla manninum á prammanum. Í sömu ferð spjallaði ég líka við hressa barstelpu á surfarabarnum. Ég sagðist vera að spá í að fara til Víetnam og hún mælti með því. Gaf mér góð ráð. Varðandi Víetnam þá er ég sjúklega spennt fyrir að fara þangað. Stefni á viku til tvær áður en ég held heim í Desember. Einhver memm?
Nú og svo hitti ég þrjá litla sæta gaura frá Filippseyjum á hostelinu. Þeir töluðu smá ensku og þeir buðu mér bjór sem ég þáði. Það var einn sá alversti bjór sem ég hef smakkað. Þeir voru hressir að horfa á einhver dansatriði á youtube. Þegar þeir sögðust vera hér til að taka þátt í keppni þá gerði ég ráð fyrir að þeir væru að taka þátt í so you think you can dance eða Asia's got talent og spurði þá hvort þeir væru mikið fyrir að dansa. Þeir sögðust nú dansa aðeins. Seinna kom í ljós að þeir voru hér í alþjóðlegri siglingakeppni sem þeir hvorki meira né minna en unnu. Mínir menn. Aðstoðarkona leiðbeiandans var að vinna á þessari sömu keppni og hitti þessa gaura líka, sömu helgina! Hong Kong er pínulítið pleis. Heimurinn er pínulítið pleis.
Nú og svo hitti ég auðvitað Peter. Ýkt hressan Kanadamann sem byrjaði að spjalla í lyftunni á hostelinu. Góð týpa með gullkeðju sem þambaði diet kók úr tveggja lítra brúsa á meðan við spjölluðum. Hann er Kínaáhugamaður sem hefur verið með annan fótinn á meginlandinu í þrjú ár að læra kínversku. Sagðist vera í Hong Kong í atvinnuviðtölum. Væri að leita sér að vinnu sem einhverskonar consultant í fjármálaheiminum. Gangi honum vel, ég myndi ekki ráða Peter kallinn. En hann gaf mér allavegana góð ráð varðandi símakaup og lét mig svo hafa símanúmerið sitt. Mitt fyrsta símanúmer í Hong Kong, júhú!
Fleira var það ekki í bili heillin.
Friday, October 30, 2009
Thursday, October 29, 2009
Dagur 16
Hversdagur. Skóladagur. Ég er búin með Braga og hef fest kaup á síðustu bók Larssons.
Um helgina ætla ég í gönguferð á eyjunni Lamma. Í næstu viku ætla ég að byrja á skýrslunni minni. Þegar hún er búin verð ég meistari í vísindum.
Um helgina ætla ég í gönguferð á eyjunni Lamma. Í næstu viku ætla ég að byrja á skýrslunni minni. Þegar hún er búin verð ég meistari í vísindum.
Dagur 15
Ég er búin að vera hér í tvær vikur! Ó boj hvað tíminn líður. Mér finnst ég vera nýkomin. Ég er ekki enn búin að fara upp The Peak. Ekki búin að fá mér Dim Sum. Ekki búin að læra stakt orð í Kantónsku. En ég er samt búin að fara víða, fá mér margt og læra ýmislegt.
Dagur 14
Skóladagur. Afar rólegur skóladagur. Aðeins einn þátttakandi. Það er allt í lagi því að fullt af fólki er búið að skrá sig á morgun og hinn og hinn. Ég slæ inn data og fer svo og fæ mér stóran kaffibolla, sest undir pálmatré og les enn um Salander. Klára bók tvö.
Eftir skóla fer ég aftur til Mong Kok. Fékk ekki nóg í gær. Ég er að plana gönguferðir komandi helgar og vantar bakpoka og buxur. Finn fljótlega ódýran poka og buxur. Ég er reddí í göngur jess!
Ég sef ekki fyrir kaffiþambi dagsins og les Gæludýr Braga Ólafs fram á nótt. Fyndin bók. Góð bók.
Eftir skóla fer ég aftur til Mong Kok. Fékk ekki nóg í gær. Ég er að plana gönguferðir komandi helgar og vantar bakpoka og buxur. Finn fljótlega ódýran poka og buxur. Ég er reddí í göngur jess!
Ég sef ekki fyrir kaffiþambi dagsins og les Gæludýr Braga Ólafs fram á nótt. Fyndin bók. Góð bók.
Dagur 13 - Mánudagur
Það er frídagur í Kína, enginn skóli. Ég þarf að fara í leiðangur að kaupa mér síma. Gamli minn dó daginn fyrir brottför frá Amsterdam. Góð vinkona mín missti hann í gólfið. Hans hinsta fall.
Ég ætla að fara í Mong Kok hverfi á Kowloon til að versla nýjan síma. Þangað fer ósnobbaður lókallinn víst til að versla föt og skó og raftæki, þar fæst víst allt milli himins og jarðar.
Ég ákveð að reyna að pæja mig aðeins fyrir verslunarferðina, pimpa mig upp eins og Linda orðar það. Set á mig eldrautt naglalakk og varalit, fer í stuttara pils en stutt og í nýju ballerínurnar.
Það er stuð í Mong Kok og jessúss minn úrvalið er yfirþyrmandi. Þarna eru margir skemmtilegir markaðir og ég byrja á að fara á blómamarkaðinn, svo á fuglamarkaðinn, the ladies market og loks á kvöldmarkaðinn. Ég ráfa lengi á milli skóbúða. Langar í nýja strigaskó. Gömlu grænu eru að syngja sitt síðasta og ég skammast mín svolítið fyrir þá. Strigaskóbúðirnar eru þarna í röðum, í tugatali, jafnvel hundraða. En ég er heppin, engir skór sem mér líst á eru til í stærð 40. Ekki gert ráð fyrir svona stórfættum konum. Einn afgreiðslumaðurinn fékk næstum því hláturskast þegar ég bað um að fá að máta skó í 41, "for you, for a lady!" Ég
Símabúðir eru næstar á dagskrá. Þær eru hér líka í tugatali. Mig langar sjúklega í i-phone en budgetið leifir bara síma til að hringja úr og senda sms. Sessagt ódýran og ekkert vesen. Ég ákveð að velja mér bara krúttlegasta símann í ódýru deildinni held heim á leið með hvíta og fjólubláa nokia dúllu.
Þegar ég kem heim er ég löngu búin að éta af mér varalitinn og naglalakkið er strax byrjað að flagna. Ég er úfin og uppgefin. Það tekur á að versla.
Ég ætla að fara í Mong Kok hverfi á Kowloon til að versla nýjan síma. Þangað fer ósnobbaður lókallinn víst til að versla föt og skó og raftæki, þar fæst víst allt milli himins og jarðar.
Ég ákveð að reyna að pæja mig aðeins fyrir verslunarferðina, pimpa mig upp eins og Linda orðar það. Set á mig eldrautt naglalakk og varalit, fer í stuttara pils en stutt og í nýju ballerínurnar.
Það er stuð í Mong Kok og jessúss minn úrvalið er yfirþyrmandi. Þarna eru margir skemmtilegir markaðir og ég byrja á að fara á blómamarkaðinn, svo á fuglamarkaðinn, the ladies market og loks á kvöldmarkaðinn. Ég ráfa lengi á milli skóbúða. Langar í nýja strigaskó. Gömlu grænu eru að syngja sitt síðasta og ég skammast mín svolítið fyrir þá. Strigaskóbúðirnar eru þarna í röðum, í tugatali, jafnvel hundraða. En ég er heppin, engir skór sem mér líst á eru til í stærð 40. Ekki gert ráð fyrir svona stórfættum konum. Einn afgreiðslumaðurinn fékk næstum því hláturskast þegar ég bað um að fá að máta skó í 41, "for you, for a lady!" Ég
Símabúðir eru næstar á dagskrá. Þær eru hér líka í tugatali. Mig langar sjúklega í i-phone en budgetið leifir bara síma til að hringja úr og senda sms. Sessagt ódýran og ekkert vesen. Ég ákveð að velja mér bara krúttlegasta símann í ódýru deildinni held heim á leið með hvíta og fjólubláa nokia dúllu.
Þegar ég kem heim er ég löngu búin að éta af mér varalitinn og naglalakkið er strax byrjað að flagna. Ég er úfin og uppgefin. Það tekur á að versla.
Monday, October 26, 2009
Dagur 12 - sunnudagur
Ég velti því fyrir mér að skella mér í aðra eyjarferð en er of löt. Ég tek rútuna til Shek O. Ligg í letikasti á ströndinni, dorma og les um Salander og Blomkvist, spennan magnast. Ég fæ mér einn sundsprett sem ég nýt ekki til fullnustu þar sem ég virðist vera að þróa með mér netta hákarla og marglyttu fóbíu. Það þýðir auðvitað ekkert. Ég kaupi mér rándýran kaffibolla á strandbarnum. Verð að fæða litla kaffiskrímslið, annars fæ ég hausverk. Annars var planið að drekka bara grænt te í Kína. Það gengur svona la la. Ég drekk te en líka kóka kóla og ískaffi. Bjór drekk ég ekki að ráði enda var bjórskrímlsið vel mett eftir síðustu vikurnar í Hollandi. Vel mett.
Ég held heim á leið og kem við í búðinni og kaupi núðlur og vatn í kvöldmatinn. Sæmilegasta máltíð nema hvað ég er auðvitað orðin sársvöng stuttu seinna. Ég freistast til að fara og fá mér einn late night kjúklingaborgara á Burger King. Þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að leggja í vana minn. Þetta er samt svolítið mikið stemmningin hér. Allir alltaf úti að versla og borðandi skyndibita. Ég verð nú aðeins að fá að taka þátt í þessu öllusaman.
Ég held heim á leið og kem við í búðinni og kaupi núðlur og vatn í kvöldmatinn. Sæmilegasta máltíð nema hvað ég er auðvitað orðin sársvöng stuttu seinna. Ég freistast til að fara og fá mér einn late night kjúklingaborgara á Burger King. Þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að leggja í vana minn. Þetta er samt svolítið mikið stemmningin hér. Allir alltaf úti að versla og borðandi skyndibita. Ég verð nú aðeins að fá að taka þátt í þessu öllusaman.
Dagur 11
Tími til kominn að fara í bátsferð til einnar af the outlying islands. Cheung Chan verður fyrir valinu. Bátsferðin tekur um 40 mínútur. Á eyjunni tekur við iðandi smábæjarlíf og blómstrandi túrismi. Ég byrja á að labba aðeins um bæinn, höfnina. Þar er mikið um að vera, fullt af smábátum og fólki. Ég sest á einn af mörgum veitingastöðum við höfnina og panta mér kóka kóla, hrísgrjón, hörpuskel og brokkólí. Ekki besti matur sem ég hef fengið í Kína en stemmningin og útsýnið bæta upp fyrir miðlungsmat. Eftir matinn rölti ég södd og sæl á ströndina. Aðalströndin á eyjunni finnst mér ekki spennandi og ég finn aðra minni og meira sjarmerandi. Fæ mér sundsprett. Sjórinn umhverfis ströndina er afgirtur með hákarlaneti. Mér finnst allt í einu örlítið óþægilegt að synda í sjónum. Vitandi að það gætu verið svangir hákarlar að svamla um innan seilingar. En ég læt mig hafa það og syndi út í pramma sem rétt innan við netið. Sest á prammann og sóla mig þar. Very næs thank you very much. Ungur kínverskur maður kemur og veitir mér félagsskap. Hann er nokkuð hress og vill ræða málin. Ég er líka hress og ræði málin, Ísland og ástæðu fyrir dvöl minni hér og svona. Ef hann væri ekki svona pínulítill myndi ég halda að ég væri á sjéns og biðja hann um að synda með mér í land og bjóða honum í drykk. En nei nei hann er dvergvaxinn og ég syndi ein í land. Sóla mig aðeins á ströndinni og arka svo upp í skógi vaxnar hlíðar eyjarinnar. Útsýni er gott og það er gaman að labba. Eftir gönguna er ég bjórþyrst. Ég sest á huggulegan windsurfing bar við ströndina og panta mér Tsingtao bjór og djúpsteiktan kalamari. Á morgun borða ég bara instant núðlur og hrökkbrauð.
Dagur 10
Ég eyði deginum í skólanum. Ég er komin með hátt í fjörutíu þátttakendur á þremur dögum. Það er stórkostlegt. Hápunktur dagsins er bíóferð á nýju Woody Allen myndina, Whatever Works. Hún er góð. Ég elska Woody Allen. Kannski fer ég aftur. Bíóið sem ég fór í er í kringlu. Frekar flott bíó, voðalega hannað og nútímalegt. Það virðist vera bíómenningin hér að kaupa miða í forsölu og mæta svo aðeins of seint í bíóið, láta vísa sér til númeraðs sætis. Fólk hló alveg á réttum stöðum að myndinni. Húmoristar bara.
Sunday, October 25, 2009
Myndir 1
Ég nýkomin til Hong Kong með Kowloon í baksýn.
Victoria höfn, kall að veiða og Hong Kong Central í baksýn.
Margrahæða vegakerfi og ég uppi í loftgöngum.
Hong Kong park, skýjakljúfar í baksýn.
Nágrannar mínir á Shek O beach. Uppáhaldsströndin mín so far.
Ég á ströndinni í Stanley.
Í matinn er þetta helst: Japönsk núðlusúpa og djúpsteikt nautakjöt.
Neonskilti út um allt.
Ég með Hong Kong Island í baksýn.
Ljósasjóv á turnunum á Hong Kong Island.
Í bátnum á leiðinni út í eyju.
Coca Cola og McDonalds.
Höfnin.
Ég á eyju.
Kona á leið í land.
Í matinn er þetta helst: Hrísgrjón, steikt brokkolí og hörpuskel.
Gæjar á leið úr landi.
Harðfiskur.
Amma gamla selur harðfisk.
Dagur að kveldi kominn á eyjunni.
Gæjinn og máninn líka
Matarmarkaður í úthverfi.
Fisksali.
Thursday, October 22, 2009
Dagur 9
Ég þarf ekki að mæta í skólann fyrr en klukkan fimm. Ég ákveð að sofa út og taka því rólega fram eftir degi. Ég var fríkislí þreytt þegar ég kom heim í gærkvöldi. Nett búin á því eftir stórborgina. Stíf í hnjám og mjóbaki eftir allt arkið. Ég er búin að labba allsvakalega síðan ég kom. Eyjuna nánast þvera og endilanga, upp og niður aftur. Og það tekur á að vera ein innan um allt fólkið og skýjakljúfana. Mikið áreiti. Þarf að horfa svo mikið og meðtaka svo margt. Ég er ekki búin að venjast þessu öllusaman ennþá. Er svo spennt!
Ég ákveð að fara í Victoria Park og hanga svolítið þar. Viktoríu garður er stærsti almenningsgarðu á HK eyju og er í einnar mínútu göngufæri frá mér. Ljómandi gott að hafa svona grænt afdrep alveg við bæjardyrnar. Þar er líka sundlaug, jibbíjóhjibbíjeih!
Þegar ég er búin í skólanum klukkan sex tek ég strætó heim. Strætóferðalagið í og úr skólanum er ævintýri líkast. Keyri eftir endilangri eyjunni mitt á milli skýjakljúfanna allra, á margra hæða vegakerfi, í margrahæða rútu. Þegar ég kem heim í hverfið mitt ákveð ég að skella mér á kóreskan veitingastað. Ég hef bara einu sinni áður borðað kóreskan mat og það var einn áhugaverðasti matur sem ég hef smakkað. Þegar ég hef hlammað mér í sæti á staðnum uppgötva ég að staðurinn er aðeins of dýr fyrir mitt budget. Ég ákvað að sitja en panta mér bara súpu sem er á viðráðanlegu verði. En "bara" súpa hér kemur með einhverjum átta hliðardiskum, hrísgrjónum og stórum potti af vel spæsí súpu.Heitt og gott te með. Frábær máltíð.
Ég lofa að fara að koma með myndir, tíu fingur upp til guðs.
Ég ákveð að fara í Victoria Park og hanga svolítið þar. Viktoríu garður er stærsti almenningsgarðu á HK eyju og er í einnar mínútu göngufæri frá mér. Ljómandi gott að hafa svona grænt afdrep alveg við bæjardyrnar. Þar er líka sundlaug, jibbíjóhjibbíjeih!
Þegar ég er búin í skólanum klukkan sex tek ég strætó heim. Strætóferðalagið í og úr skólanum er ævintýri líkast. Keyri eftir endilangri eyjunni mitt á milli skýjakljúfanna allra, á margra hæða vegakerfi, í margrahæða rútu. Þegar ég kem heim í hverfið mitt ákveð ég að skella mér á kóreskan veitingastað. Ég hef bara einu sinni áður borðað kóreskan mat og það var einn áhugaverðasti matur sem ég hef smakkað. Þegar ég hef hlammað mér í sæti á staðnum uppgötva ég að staðurinn er aðeins of dýr fyrir mitt budget. Ég ákvað að sitja en panta mér bara súpu sem er á viðráðanlegu verði. En "bara" súpa hér kemur með einhverjum átta hliðardiskum, hrísgrjónum og stórum potti af vel spæsí súpu.Heitt og gott te með. Frábær máltíð.
Ég lofa að fara að koma með myndir, tíu fingur upp til guðs.
Dagur 8
Í dag er fyrsti dagurinn með þátttakendur í rannsókninni minni. Skráning er með eindæmum góð og mæting líka. Það er ákaflega afslappað og þægilegt andrúmsloft á háskólalóðinni. Mikið af pálmatrjám og bekkjum til að borða epli og lesa. Ég sest á Starbucks og drekk ískaffi á milli sessions. Les Stieg Larsson undir pálmatré. Hann er minn helsti félagi þessa dagana. Ég hef ekki átt í lengri samræðum en fimm mínútur við leiðbeinandann minn í heila viku. Ég er alein innan um allt fólkið en ekki einmana. Ekki enn allavegana. En ætli það komi ekki að því að ég verði einhvernvegin að höstla fólk. Einhvern til að tala við.
Dagur 7 - Kowloon
Ég dríf mig loksins frá Hong Kong eyju yfir til Kowloon. Þar er mikið af túristum, mikið af búðum, mikið af Indverjum að reyna að selja manni úr og töskur og stórkostlegt útsýni yfir til Hong Kong eyju. Klukkan 20:00 er ljósasjóv á turnunum hinumegin. Ég er dauðuppgefin þegar ég kem aftur heim í herbergið mitt. Rosalegt áreiti. Ég held ég haldi mig bara að mestu hérna á eyjunni.
Monday, October 19, 2009
Dagur 6
Ég verð kaupóð í þessari borg! Hér fæst allt og allt er svo freistandi. Og ég er í besta/versta hverfinu upp á freistingar að gera. Jafnvel í verstu götunni í versta hverfinu. Nágrannar mínir eru Marc Jacobs og Vivienne Westwood, sem ég elska. Donna og Calvin eru líka nágrannar. Prada ekki langt undan. En í götunni eru líka hip og kúl HK merki. Mig langar í nýja skó, strigaskó, stígvél og sandala og buxur og pils, boli og peysu. Kjól og slopp. Mig vantar nýjan síma, langar í ný gleraugu og nýja myndavél. Ef ég bara ætti péníng! Ég held ég fái samt fljótlega ógeð á markaðshyggjunni hér. Merkjasnobbinu og brjálæðinu. Hér æðir fólk um götur frá 10.30 til 22.30 í kaupæði. Allir með Rayban á nefinu og Gucci á öxlinni. Afi gamli er jafnvel í CK bol og amma gamla með sex fingur sem sat fyrir framan mig í rútunni var með gucci tösku. Allar stelpurnar svo litlar og sætar og tískulegar. Mér finnst ég soldið púkó og mjög risavaxin. Er að upplifa mestu fitukomplexa síðan ég var tíu ára og ákvað að fara í megrun. En megrun fer ég ekki í hér. Ég verð að borða og njóta. Allur þessi stórkostlegi matur. Í gær borðaði ég kjúkling með engifer og lauk, í dag sushi. Mmm hvað skyldi vera í matinn í Hong Kong á morgun.
Ég átti fund með Dr. Cecilu Cheng eða Ceci eins og hún er kölluð. Fundurinn gekk ljómandi vel og allir hressir bara. Ég byrja á rannsókninni á miðvikudaginn.
Ég átti fund með Dr. Cecilu Cheng eða Ceci eins og hún er kölluð. Fundurinn gekk ljómandi vel og allir hressir bara. Ég byrja á rannsókninni á miðvikudaginn.
Sunday, October 18, 2009
Dagur 5 - Sunnudagur
Ég var búin að ákveða að taka því rólega í dag. Halda mig "heima" sofa, lesa, drekka kaffi á Starbucks (já það er hér á hverju götuhorni) og blogga. Fara svo til Kowloon á kvöldmarkað og horfa á ljósashowið á skýjakljúfunum hérna megin. En gærdagurinn var bara of góður. Verð að fara aftur á ströndina, get sofið þar, lesið og drukkið kaffi. Ég tek rútu til Stanley og finn þar litla sæta fína St Stephen's beach. Ligg, les og skrifa.
Á morgun á ég fyrsta fund með Dr. Ceciliu Cheng.
Á morgun á ég fyrsta fund með Dr. Ceciliu Cheng.
Dagur 4
Kominn tími til að yfirgefa steinsteypu frumskóginn og mannmergðina. Lonely Planet mælir með Shek O strönd. Ég tek metró og strætó. Rúmlega hálftíma ferðalag heiman frá mér. Rútuferðalagið reyndi talsvert á loft og bílhræðslu mína. Hressandi keyrsla um skógivaxnar hlíðar HK. Ég verð ekki fyrir neinum vonbrigðum með ströndina sem er lítil og krúttleg. Fólk en ekki of margir. Vestrænir og austrænir í bland. Ströndin hrein og sjórinn virkar líka nokkuð hreinn. 28 stiga hiti og mikil gola. Ég syndi og les Stieg Larsson.
Áður en ég tek rútuna heim fæ ég mér að borða á Tæ/Kínverskum veitingastað. Fæ mér Tælenskar fiskikökur og rækjur í hvítlauk, basil og chilli, Tsingtao bjór með. Þvílíkur unaður, góður dagur. Ég fer pottþétt aftur hingað.
Áður en ég tek rútuna heim fæ ég mér að borða á Tæ/Kínverskum veitingastað. Fæ mér Tælenskar fiskikökur og rækjur í hvítlauk, basil og chilli, Tsingtao bjór með. Þvílíkur unaður, góður dagur. Ég fer pottþétt aftur hingað.
Dagur 3
Ég plástraði á mér hælana og arkaði af stað í nýju bláu ballerínunum mínum. Wan Chai. Verslunar og djammhverfi á Hong Kong eyju. Var víst rauða hverfið þegar Víetnam stríðið var. Mér fannst ekki sérlega mikið til koma þessa hverfis að degi til og skellti ég mér því niður að höfn. Þaðan er áhrifamikið útsýni yfir til Kwoloon og að HK Central. Tsjillaði þar með hinum túristunum og ákvað svo að skella mér á fyrstu hárgreiðslustofu sem á vegi mínum yrði. Síðast þegar ég var í HK fór ég í klippingu og fékk þvílíka prinsessu meðferð. Stórkostlegt höfuðnudd og þrír HK hipsterar að blása á mér hárið, eða öllu heldur einn blés og tveir héldu hárinu. Ég fékk ekki alveg sömu lúxux meðferð í þetta skiptið en fékk þó ansi gott höfuðnudd og klipparinn minn var svona HongKongdúlluhipster. Engin drastísk breyting á hárinu enda er ég að rembast við að vera kvenleg og safna hári. Eftir klippinguna fór ég í HK park. Merkilegur almenningsgarður mitt á milli fjalls og skýjakljúfa. Ákaflega tilbúinn en nokkuð heillandi garður. Labbaði hann þverann og endilangann. Settist á bekk og fylgdist mep skýjakljúfunum í ljósaskiptunum. Labbaði svo til baka í gegnum Wan Chai. Það virðist sem að enn séu vændiskonur starfandi í hverfinu. Þær héngu allavegana þarna fyrir utan nokkra klúbbana blessaðar, ansi vel meikaðar í litlum fötum. Þarna virðist vera ágætis stuð og ég veit hvert ég á að fara ef mig langar í Mexíkóskan eða Indverskan mat nú eða á pöbba með nöfnum á borð við The White Stag og The Ibiza Club.
Í dag hikaði ég ekki við að labba loftgöngin á milli turna. Maður þarf bara að skella sér inn í næsta turn, finna göngin og vona að maður komi réttu megin út. Framtíðin er núna.
Í dag hikaði ég ekki við að labba loftgöngin á milli turna. Maður þarf bara að skella sér inn í næsta turn, finna göngin og vona að maður komi réttu megin út. Framtíðin er núna.
Friday, October 16, 2009
Dagur 2
Ég ákvað að labba niður í Central. Það gekk vel þar til ég kom í mikið skýjakljúfahverfi. Þá komst ég ekki lengra. Ekki gert ráð fyrir gangandi vegfarendum á jörðu niðri. Fólk labbaði á milli kljúfa í glergöngum. Ég lagði ekki í loftgöngin en hoppaði ofan í jarðgöngin. Hér er stórkostlega skilvirkt og þægilegt metró.
Ég tók nokkrar myndir.
Ég tók nokkrar myndir.
Dagur 1
Ég var komin til Hong Kong klukkan 08.00. Ferðalagið gekk vel en reyndi þó nokkuð á þar sem sessunautur minn var með eindæmum andfúll. Karlkvölin þurfti ekki einu sinni að tala, bara anda. Oj! Sætið var líka óvenju þröngt. En ég náði að sofa í klukkutíma og horfa á þrjár bíómyndir. Tæpir tíu tímar. Við komu til Hong Kong tók við pappírsvinna og vesen. Heilsufarsyfirlýsing og immigration. Ég hélt í litla stund að mér yrði ekki hleypt inn í landið. Konunni hjá útlendingaeftirlitinu fannst ég eitthvað grunsamleg. Komin hingað ein í tvo mánuði. Vildi vita hvað ég væri með mikinn pening, hvar ég ætlaði að gista og fá að sjá farseðilinn til baka. Það hjálpaði trúlega ekki að ég ákvað í einhverju augnabliksbrjálæði að ljúga að ég væri hér mér til yndisauka. Hélt ég ætti erfitt með að útskýra að ég væri hér til að vinna í skóla þar sem ég hef hvorki leyfi til að vinna né vera í skóla. En jú jú stelpurófan ákvað að hleypa mér inn í landið guðunum sé lof.
Ég tók metróið til Causway Bay á Hong Kong Island þar sem ég hafði bókað mér herbergi á hosteli, nánar til tekið Hong Kong Hostel. Mér var fengið alveg hreint skítsæmilegt herbergi. Nokkuð hreint og að því er virðist laust við kakkalakka. En þetta er til bráðabirgða. Á morgun á ég að flytja í betri íbúð með eldunar aðstöðu og fínerí. Vonandi verður betri nettenging líka. Hún er helvíti slitrótt hér. Ég stóðst ekki mátið að fá mér fegurðarblund þegar ég var komin í herbergið mitt enda mið nótt í Amsterdam og ég búin að sofa í sirka 3 tíma undanfarinn sólahring. Ennþá að jafna mig eftir kveðjupartýið ógurlega. Þvílíkt og annað eins partý!
Eftir blundinn ákvað ég að rölta bara um hverfið mitt sem er hvorki meira né minna en aðal verslunarhverfi Hong Kong. Djísúss þetta á eftir að verða erfitt fyrir mig! Hér fæst allt. Bókstaflega allt. Frá Gucci og Prada til H&M og IKEA. Sjúkar Hong Kong design búðir. Öll snyrtivörumerki sem fyrirfinnast eru hér með sérverslanir. Raftækjabúðir. Allt er til í súpermarkaðinum sem er opinn allan sólahringinn. Þetta er himnaríki fyrir fata, krem og tækjasjúkar konur. En nei nei blanki námsmaðurinn má ekki versla neitt að ráði. Ég er þó búin að kaupa mér eitt skópar. Bláar snakeskin ballerínur. Nauðsynlegar í hitanum hér. Held ég megi búast við 22-32 stiga hita á meðan ég dvel hér. Nú er 30 stig hálfskýjað og nánast enginn raki, næææs. Eftir stefnulaust ráf í marga klukkutíma innan um neonskilti og pínulitla kínverja svaf ég svo í 12 tíma. Búin á því. Svona líka ljómandi gott að sofa í Hong Kong.
Ég tók metróið til Causway Bay á Hong Kong Island þar sem ég hafði bókað mér herbergi á hosteli, nánar til tekið Hong Kong Hostel. Mér var fengið alveg hreint skítsæmilegt herbergi. Nokkuð hreint og að því er virðist laust við kakkalakka. En þetta er til bráðabirgða. Á morgun á ég að flytja í betri íbúð með eldunar aðstöðu og fínerí. Vonandi verður betri nettenging líka. Hún er helvíti slitrótt hér. Ég stóðst ekki mátið að fá mér fegurðarblund þegar ég var komin í herbergið mitt enda mið nótt í Amsterdam og ég búin að sofa í sirka 3 tíma undanfarinn sólahring. Ennþá að jafna mig eftir kveðjupartýið ógurlega. Þvílíkt og annað eins partý!
Eftir blundinn ákvað ég að rölta bara um hverfið mitt sem er hvorki meira né minna en aðal verslunarhverfi Hong Kong. Djísúss þetta á eftir að verða erfitt fyrir mig! Hér fæst allt. Bókstaflega allt. Frá Gucci og Prada til H&M og IKEA. Sjúkar Hong Kong design búðir. Öll snyrtivörumerki sem fyrirfinnast eru hér með sérverslanir. Raftækjabúðir. Allt er til í súpermarkaðinum sem er opinn allan sólahringinn. Þetta er himnaríki fyrir fata, krem og tækjasjúkar konur. En nei nei blanki námsmaðurinn má ekki versla neitt að ráði. Ég er þó búin að kaupa mér eitt skópar. Bláar snakeskin ballerínur. Nauðsynlegar í hitanum hér. Held ég megi búast við 22-32 stiga hita á meðan ég dvel hér. Nú er 30 stig hálfskýjað og nánast enginn raki, næææs. Eftir stefnulaust ráf í marga klukkutíma innan um neonskilti og pínulitla kínverja svaf ég svo í 12 tíma. Búin á því. Svona líka ljómandi gott að sofa í Hong Kong.
Thursday, October 08, 2009
Holt og halfblind hostlar i Hong Kong
Eg hlakka til ad geta breytt nafninu i Holt og halfblind hostlar i Hong Kong. Eg fer a tridjudaginn. Sit hlekkjud i skolanum tangad til. Sma party kannski um helgina.
Subscribe to:
Posts (Atom)