Thursday, October 30, 2008
Tuesday, October 28, 2008
The show must go on
Monday, October 27, 2008
Jibbí jóh jibbí jeih
Thursday, October 23, 2008
Góður dagur, góða nótt.
Wednesday, October 22, 2008
Klár strákur og hjól
Á morgun byrja ég að passa börn, jiif......hú! Það verður bara fínt held ég. Ég kann vel við börn og þau kunna vel við mig. Litli 3 ára strákurinn kunni sérstaklega vel við mig þegar ég fór og hitti fjölskylduna. Hann spurði mig ekki síður út úr en móðirin. Hann spurði mig m.a. hvort ég ætti lítinn strák heima. Þegar ég sagði að svo væri ekki, ég ætti engin börn, spurði hann af hverju. Ég sagði að það væri af því að ég ætti engan eiginmann. Honum fannst ekki að það ætti að vera fyrirstaða fyrir því að eignast börn. Klár strákur. Svo spurði hann hvernig stæði á því að ég ætti ekki eiginmann. Fannst það mjög skrítið. Mjög klár strákur. Mig langaði svolítið að útskýra fyrir honum að mig langaði svo sem ekkert sérstaklega í eiginmann að svo stöddu, elskhugi væri alveg nóg í bili. Elskhugi væri líka alveg nóg ef mig langaði virkilega í barn. Ég sleppti því. Ég útskýri þetta kannski fyrir honum seinna, þegar foreldrarnir verða ekki viðstaddir.
Tuesday, October 21, 2008
Mér leiðist.
Meira en nóg að gera svo sem. Ég er búin að ráða mig sem barnapíu. Byrja á fimmtudaginn.
Nóg að gera í skólanum, var með fyrirlestur í dag og annan í gær. Gekk vel. Þarf að skrifa eitt research proposal í þessari viku. Svo byrja ég í tveimur nýjum kúrsum í næstu viku. Þegar þeir klárast í desember verð ég búin með alla kúrsana mína. Ótrúlegt. Þarf svo að klára mastersverkefnið og gera aðara rannsókn sem intern. Þá verð ég búin. Mig grunar nú að þetta muni dragast eitthvað á langinn hjá mér. Ætti að klára í júní en stefni á næsta haust. Hvað gerir maður þá? Flytur til Tálknafjarðar eða Tokyo? Ég hef á hvorugum staðnum búið.
Sunday, October 19, 2008
Fúl kisukona
Friday, October 17, 2008
Persneskur metrómaður
Wednesday, October 15, 2008
Ég óttast meira að ekkert muni breytast en að allt muni breytast
Mér finnst líklegt að ég kjósi Vinstri græna næst. Og það er ekki af því að mér finnst Ögmundur kynþokkafullur (það spillir hinsvegar ekkert fyrir).
Af hverju er Davíð ekki hættur? Rekinn? Hann er eins og þrjóskur einræðisherra. En af því við búum við lýðræði þá gat hann ekki verið forsætisráðherra endalaust. En hann þarf að fá að stjórna, pota sínum feitu illa lyktandi puttum í allt og allt. Og frjálshyggjuliðið mænir enn upp til hans. Af hverju er hann ekki rekinn. Hann myndi samt trúlega bara bregðast við eins og Fóstbræður. Ha, drekinn!
Annars er ég að spá hvað frjálshyggjuliðið er almennt að hugsa þessa dagana. Ég óttast að þessir ríku pabbastrákar og mömmustelpur haldi bara sínu striki. Finni blóraböggla. Bölvi Bretum. Velferðakerfið er í fínum málum eftir góðærið. Djöfull verð ég reið.
Tuesday, October 14, 2008
Woman on a mission
1. Meiri ástarmök
2. Finna mér vinnu
3. Vera glöð
4. Vera massa dugleg í skólanum
5. Vera meira glöð og að sjálfsögðu svolítið gröð
Ég ýtreka enn og aftur að leit mín að vinnu og meira kynlíf þýðir ekki að ég sé að fara að selja mig.
Ég vann í þessu öllu í dag. Daðraði við mann í skólanum. Sótti um barnapíustarf. Var bara mjög glöð þrátt fyrir að hafa hóstað í alla nótt og því mest lítið sofið og vaknað grautfúl og þunglynd. Afrekaði margt og mikið í skólanum. Er glöð og gröð.
Maður þarf og á auðvitað ekkert að vera að blogga um ástandið þegar Dr.Gunni segir nákvæmlega allt sem segja þarf. Mér finnst að hann eigi að verða næsti forseti Íslands.
Monday, October 13, 2008
Átak: Skref 1
Sunday, October 12, 2008
Sex and the university
Friday, October 10, 2008
Fríkað út slakað á
Thursday, October 09, 2008
Tuesday, October 07, 2008
Þetta helst
Ég er hætt við að fara til Hong Kong. Og þó. Sjáum hvað setur.
Litla kisa var með orma. Hún er búin að fá ormameðal. Grey kisa.
Ég drakk bjór á bát um síðustu helgi. Um næstu helgi ætla ég að horfa á landsleik í fótbolta. Ísland-Holland. Go Gudjohnsen!
Ég er ekki enn búin að fá mér hjól. Framtaksleysið gífurlegt.
Ég læri og læri. Er ekki næstum því eins stressuð og í fyrravetur. Er bara soldið streitt núna, ekki brjálæðislega streitt eins og í fyrra.
Ég kem heim um jólin. Ætli maður gefi ekki bara eitthvað matarkyns þetta árið. Ávexti handa börnunum og ólífuolíu, krydd og sojasósu handa þeim fullorðnu. Munaðarvöru sem ekki fæst á skerjum í kreppu.
Thursday, October 02, 2008
Og svo byrjaði að rigna
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
+Bakarísdama
+Sörvetrína
+Næturvörður
+Nektardansmær (neeei ekki sko, passaði bara svo vel við hin störfin, ég hef aldrei komið nakin fram (opinberlega), verð því að segja Skrifstofublók)
Fjórar bíomyndir sem ég held upp á:
+Brokeback Mountain
+In the mood for love
+Annie Hall
+Sex and the city. The movie
Fjórir staðir sem ég hef búið á
+New York
+París
+Amsterdam
+Borgarfjörður eystri (og bráðum, kannski, vonandi, trúlega Hong Kong)
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
+Little Britain
+Fóstbræður
+Beðmál í borginn
+Vinir
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríium:
+Suðursveitin
+Borgarfjörðurinn
+Hornstrandir
+Þórsmörk
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
+ mbl.is
+ myspace (nú undanfarið FM Belfast, MGMT, CSS, Motion Boys, M.I.A., Of Montreal, Sebastien Tellier)
+ ordabok.is
Frent sem ég held upp á matarkyns:
+stroop waffles
+poffertjes
+oliebollen
+pönnukökur a la Gunna Gests
Fjórar bækur sme ég hef lesið oft:
+Óbærilegur léttleiki tilverunnar-Milan Kundera
+Englar alheimsins-Einar Már Guðmundsson
+New York Trilogy-Paul Auster
+Discovering statistics using SPSS-Andy Field
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
+Óli Stef (reyndar löngu hættur að blogga en hann byrjar kannski bara aftur þegar hann sér að ég hef klukkað hann)
+Össur Skarphéðinsson
+Hrólfur Salieri
+Ögmundur Jónasson (bloggar nú trúlega ekki, en hann byrjar kannski til að geta orðið við klukkinu mínu, hvað með Óla R.G. ætli hann sé með blogg)