Saturday, March 15, 2008

Hvenær skildi hann hringja

og nú tekur þetta við: Hvenær skildi hann hringja, í dag, á morgun? Af hverju hringi ég ekki bara í hann? Af því hann á að hringja? Nei hvaða rugl er það af hverju á hann að hringja? Af því bara þannig er það? En ef mig langar að heyra í honum og hef áhuga af hverju ekki bara að sýna það? Af því að ég vil að hann hafi jafnmikinn eða meiri áhuga á mér en ég á honum og ég vil að hann sýni það með því að hringja. En hvað ef hann er að bíða eftir að ég hringi? Kannski efast hann um að ég hafi áhuga. Þá nenni ég ekki að standa í þessu. Kannski er ég ekki nógu skotin í honum. Ég bíð bara eftir að hann hringi. Sé kannski til á morgun. Hvenær skildi hann hringja? Ég er farin á markaðinn að kaupa mér kirsuber, kál og túlípana.

3 comments:

Anonymous said...

haha! þetta er langi kaflinn því maður veit aldrei hvað hann varir ist lengi. en hvað sem þú gerir...ekki senda sms - það er eitthvað svo leim....

Anonymous said...

jæja gæskan, ertu enn að bíða eftir hringingu? Mér finnst að þú ættir nú bara að hringja í hann ef þig langar til og ekki hika við það. Þú tekur þig ekki of hátíðlega og ef hann er með viti gerir hann það ekki heldur svo kvaaaah?? Bjóddu honum í steik...nú eða sleik :)
Sigrún

Anonymous said...

Þú ert fyndin.
kveðja Áshildur