Sunday, March 09, 2008

Bubbi minn og Serbinn

Serbinn sendi mér myndband með serbneska tónlistarmanninum Darko Rudnek (ég get einhverrahluta ekki birt það eins og er, youtube eitthvað ekki að virka). Ég sendi honum að sjálfsögðu Serbann með Bubba. Og sagði honum söguna af því þegar Bubbi bankaði uppá í Eskiholti og bað pabba um að draga bílinn úr snjóskafli. Bubba var að sjálfsögðu boðið inn og honum boðið upp kaffi og skúkkulaðiköku í stofunni. Bubbi tók í höndina á okkur systrunum og kynnti sig sem Ásbjörn Morthens. Ég sat stjörf inn í stofu og fylgdist spennt með samræðumunum. 11 ára barnið. Var sérstaklega ánægð með að mamma ætti heimabakaða súkkulaðitertu handa hetjunni. Ég held að þetta sé hápunktur lífs míns hingað til. Serbinn spurði mig hvort lagið Serbinn fjallaði um stríðsglæpamann eða eitthvað þaðan af verra. Hér er linkur á Darko, mæli með þessu, þetta er hressandi: http://www.youtube.com/watch?v=2LdWF6hI-6w

2 comments:

Hrólfur S. said...

Þessi saga minnir á Jane Austen.

Anonymous said...

Getur serbneskt blóm verið túlipani? Og áskorun fyrir fimmtudaginn: Hvert er uppáhaldsblóm Serbans?

Fanney