
Annars var ég að hugsa að ég þyrfti kannski að hætta að fíla mig eins og Rocky eða Bubbi í Utangarðsmönnum. Vera meira týpan sem kann bara alls ekki á ljósritunarvélina og hefur ekki hundsvit á tónlist. Úúúú þarf svo mikla hjálp af því ég er bara kona týpan. Vantar svo ofboðslega mann sem getur passað mig og fer bara á rokktónleika ef ég er dregin frá Grey´s Anatomy og drekk bara sódavatnsblandað hvítvín og borða bara þriðja hvern dag týpan. Ætla að fara að vinna í þessu og sjá hvað gerist.
2 comments:
Hættu þessu væli kona. Þú ert einn allra mesti nagli sem ég hef nokkurn tíma hitt, nálgast Rocky eflaust nema hvað að ég hef aldrei hitt hann. Eitt ráð í boði hússins, vertu áfram í skóla. Manni finnst maður kunna svo mikið og alltaf vera að læra eitthvað nýtt þegar maður er í skóla. Þegar maður byrjar að vinna kemst maður að því að maður kann ekki rassgat. Kveðja, Alda
Einmitt einmitt. Ég er nagli. Valkyrja er ég kölluð. Karlmenn virða mig og hræðast. Vilja vera vinir mínir og þrá að sofa hjá mér. En það vill enginn vera með mér, passa mig, giftast mér. Nei þeir vilja ekki giftast valkyrjum. Þeir vilja eiga valkyrjur sem hjákonur og vera áfrma giftir dúkkunum sínum og passa þær frá vondum göldróttum valkyrjum eins og mér.
Post a Comment