Monday, March 31, 2008
Meira af Rocky
Ég ætlaði að hætta við að fara út að hlaupa eins og Rocky Balboa af því að það er búið að stela hlaupaskónum mínum. En þá varð mér litið á myndina af kappanum og sá að hann hleypur bara í Converse skónum sínum. Það þíðir víst ekkert að kvarta, bíta bara á jaxlinn. En Rocky grætur líka. Jafnvel óþarflega mikið í nýjustu myndinni, hálfgerð kellingamynd það.
Bitur kattlaus kona
Ég vil nú ekki hljóma eins og bitur kelling en það er erfitt þegar ég er það. Verð 31 í vikunni og er afskaplega bitur út í karlmenn þessa dagana. Og svo fæ ég ekki einu sinni komment. Ég ætla að fara út að hlaupa og ímynda mér að ég sé Rocky. Boxa út í loftið og hlaupa upp margar tröppur. Þyrfti að finna mér sláturhús til að geta danglað í nokkra skrokka. Verst að það er hætt að snjóa og engann á ég hundinn. Ég á ekki einu sinni kött.
Annars var ég að hugsa að ég þyrfti kannski að hætta að fíla mig eins og Rocky eða Bubbi í Utangarðsmönnum. Vera meira týpan sem kann bara alls ekki á ljósritunarvélina og hefur ekki hundsvit á tónlist. Úúúú þarf svo mikla hjálp af því ég er bara kona týpan. Vantar svo ofboðslega mann sem getur passað mig og fer bara á rokktónleika ef ég er dregin frá Grey´s Anatomy og drekk bara sódavatnsblandað hvítvín og borða bara þriðja hvern dag týpan. Ætla að fara að vinna í þessu og sjá hvað gerist.
Annars var ég að hugsa að ég þyrfti kannski að hætta að fíla mig eins og Rocky eða Bubbi í Utangarðsmönnum. Vera meira týpan sem kann bara alls ekki á ljósritunarvélina og hefur ekki hundsvit á tónlist. Úúúú þarf svo mikla hjálp af því ég er bara kona týpan. Vantar svo ofboðslega mann sem getur passað mig og fer bara á rokktónleika ef ég er dregin frá Grey´s Anatomy og drekk bara sódavatnsblandað hvítvín og borða bara þriðja hvern dag týpan. Ætla að fara að vinna í þessu og sjá hvað gerist.
Sunday, March 30, 2008
Rólegheit
Ég tapaði klukkutíma í dag. Ansans vesen. Hef annars verið mjög upptekin við að gera ekki neitt um helgina. Nýt þess að fylgjast með trjánum taka við sér fyrir utan gluggann minn. Yndislegt.
Friday, March 28, 2008
Kaerustur eru glatad fyrirbaeri
Eg er ein i skolanum a fostudagskveldi klukkan niu og er ad gera heimaprof i tolfraedi. Lisrel modeling. Jeih. Var ad fretta ad serbinn a ad sjalfsogdu kaerustu. Hun er einhversstadar og tad er ekki vitad hver stadan er hja teim, en kaerasta er i spilinu. Tad var audvitad bara spurning um tima hvenaer eg kaemist ad tvi. Eg veit ekki hvad tetta er med mig og menn sem eiga kaerustur. Svei mer ta. Tetta eru bara min orlog. Mer finnst tetta ekki sanngjarnt. Eg er svo agaet og finnst eg eiga tad skilid ad hitta einu sinni mann sem a ekki kaerustu. Eg toli ekki kaerustur, omurlegt fyrirbaeri. En eg a allavegana mida a Tindersticks og Fanney aetlar ad koma i heimsokn og koma memm a tonleikana. Tad er loksins vor i lofti. Goda helgi heillin. Hah og a myndbandid fyrir nedan ekki vel vid?
Wednesday, March 26, 2008
Tindersticks - No More Affairs
Jessúss minn góðu guðir Þór og Óðinn hvað ég elskann Stuart Staples. Maðurinn er guð. Tindersticks eru að spila hér í Utrecht fyrsta maí.
Svona það helsta
Ég er mjög hress bara. Átti afar góða páska. Gúffaði í mig súkkulaði, las, horfið á Fóstbræður og fór á stefnumót með Serbanum. Mikið gaman. Hann er svo fínn strákurinn. Gaf mér disk með einhverjum tíu Júgóslavenskum diskum frá áttunda áratugnum eða nei þeim níunda segir maður víst á íslenskunni. Úr kytrunni minni ómar því rokktónlist með slavneskum áhrifum á framandi tungu. Þarf að mynda mér skoðun á þessu. Hann er svo spenntur að heyra hvað mér finnst. Hressandi. Annars er alltaf jafn helvíti mikið að gera í skólanum. Var í prófi í dag sem gekk bara alveg ágætlega og er svo með heimapróf hangandi yfir mér. Það snjóaði um páskana. Er orðin frekar óþreygjufull eftir vorinu. Hef samt varla efni á að kvarta yfir veðri við fólk heima. Þetta var fyrsti snjórinn sem féll í vetur og hann hélst í svona tíu mínútur. Ég held að veðrið verði stórgott í apríl enda er það besti mánuður í heimi. Afmælið mitt í næstu viku. Ég ætla að halda partý. Sýna þessu liði hvernig á að fagna því þegar árin hellast yfir mann.
Thursday, March 20, 2008
Gleðilega páska kæru vinir
Ég var að koma heim af tónleikum með þessum kappa. Patrick Watson. Ég er ekki ástfangin í þetta skiptið en þetta voru helvíti fínir tónleikar engu að síður. Hann átti marga afar góða spretti og er óttalegt krútt strákurinn. Brosmildur og sjarmerandi.
Það rignir brjálæðislega í Amsterdam og það er alltof kalt. Ég er með heimapróf um pákana og er að fara í annað próf eftir páska. En svona gengur þetta bara. Ég á allavegana páskaegg númer 4 (átti tvö en annað hvarf á mjög dularfullan hátt) ætla að gúffa því í mig hjá Hrafnhildi í Utrecht um helgina og Serbinn hafði loksins samband. Ég nenni ekki að stressa mig yfir skólanum. Ég kom ekki til Amsterdam til að rýna í tölvuskjá alla daga. Ég drakk eina mangó margarítu áðan og aðra jarðaberja. Lífið er gott. Gleðilega páska.
Wednesday, March 19, 2008
Speki
Ætli þetta sé ekki málið. Ekki Samantha samt. Spekin hans Bergers. Honum var samt ekket boðið upp sko, ég þurfti að vakna snemma!
Tuesday, March 18, 2008
Þetta er ekki nógu gott og þó allt í lagi bara
Nördinn minn er ekki enn búinn að hringja. Nú bíð ég bara eftir fréttum um að hann eigi kærustu. Það er saga lífs míns. Það væri þó eitthvað nýtt ef hann reyndi ekki að sofa hjá mér fyrst. Bob Dylan er að spila á Íslandi þegar ég verð í Hollandi. Leonard Cohen verður að spila í Hollandi þegar ég verð á Íslandi. Ég fæ ekkert páskafrí og er að fríka út á skólanum. Annars er ég bara hress sko. Finnst frekar gaman að lifa.
Sunday, March 16, 2008
Saturday, March 15, 2008
Hvenær skildi hann hringja
og nú tekur þetta við: Hvenær skildi hann hringja, í dag, á morgun? Af hverju hringi ég ekki bara í hann? Af því hann á að hringja? Nei hvaða rugl er það af hverju á hann að hringja? Af því bara þannig er það? En ef mig langar að heyra í honum og hef áhuga af hverju ekki bara að sýna það? Af því að ég vil að hann hafi jafnmikinn eða meiri áhuga á mér en ég á honum og ég vil að hann sýni það með því að hringja. En hvað ef hann er að bíða eftir að ég hringi? Kannski efast hann um að ég hafi áhuga. Þá nenni ég ekki að standa í þessu. Kannski er ég ekki nógu skotin í honum. Ég bíð bara eftir að hann hringi. Sé kannski til á morgun. Hvenær skildi hann hringja? Ég er farin á markaðinn að kaupa mér kirsuber, kál og túlípana.
Friday, March 14, 2008
Deit
Jú jú stefnumótið gekk svona bara ljómandi vel. Mér líst mjög vel á manninn sem er sköllóttur, með ístru og grænmetisæta. Ég stóð mig að því að velta því fyrir mér hvernig hann leit út þegar hann var 24. Enda vanari því að verða skotin í ungum og ferskum kjötætum, grindhoruðum með hárlubba. Við ætum að hittast aftur.
Wednesday, March 12, 2008
Kanye West, Will Oldham og Zack Galifianakis
Þetta ætti aldeilis að geta glatt einhverja. Með því betra sem ég hef séð lengi.
Bubbi minn
Þegar ég var 12 ára tók ég Bubba á litlu jólunum í Varmalandi. Ég var klædd í ljósar rifnar gallabuxur, svartan ermalausan bol, með tóbaksklút á hausnum og mæmaði Lilli Marlene með Das Kapital. Nokkrir strákar tóku það að sér að vera hinir í hljómsveitinni. Tveimur árum síðar tók ég Axl Rose að syngja Paradise city. Þá var ég líka með tóbaksklút á hausnum í rifnum gallabuxum. Já ég var mikill töffari sem barn.
Tuesday, March 11, 2008
angandi af dauðu dýri nei takk
Ég fer varla á stefnumót með mannréttinda dýraréttinda stjörnueðlisfræðingnum í splúnkunýjum leðurjakka framleiddum í Kína. Angandi af dauðu dýri æpandi þrælavinna þrælavinna. Nei ætli ég druslist ekki bara í gömlu kápunni. Sleppi líka Chanel gleraugunum. Hann stakk upp á að hittast í félagsheimili anarkista. Verð bara hálfblind. Slepp þó við að vera hölt þar sem ég nenni ekki að dröslast á hælaskóm með manni sem er varla hærri en ég þó ég sé á flatbotna. Fer í komfí skóm.
Sunday, March 09, 2008
Bubbi minn og Serbinn
Serbinn sendi mér myndband með serbneska tónlistarmanninum Darko Rudnek (ég get einhverrahluta ekki birt það eins og er, youtube eitthvað ekki að virka). Ég sendi honum að sjálfsögðu Serbann með Bubba. Og sagði honum söguna af því þegar Bubbi bankaði uppá í Eskiholti og bað pabba um að draga bílinn úr snjóskafli. Bubba var að sjálfsögðu boðið inn og honum boðið upp kaffi og skúkkulaðiköku í stofunni. Bubbi tók í höndina á okkur systrunum og kynnti sig sem Ásbjörn Morthens. Ég sat stjörf inn í stofu og fylgdist spennt með samræðumunum. 11 ára barnið. Var sérstaklega ánægð með að mamma ætti heimabakaða súkkulaðitertu handa hetjunni. Ég held að þetta sé hápunktur lífs míns hingað til. Serbinn spurði mig hvort lagið Serbinn fjallaði um stríðsglæpamann eða eitthvað þaðan af verra. Hér er linkur á Darko, mæli með þessu, þetta er hressandi: http://www.youtube.com/watch?v=2LdWF6hI-6w
Tuesday, March 04, 2008
Serbinn
Og nú er ég lasin líka. Hvað lífið getur stundum verið pirrandi. Hausverkur og beinverkur aaaaaah! En stjörnueðlisfræðingurinn skrifaði allavegana aftur og vill endilega hitta mig. En ég meina maðurinn er grænmetisæta. Það er alltaf eitthvað.
Gulla kemur í heimsókn á fimmtudaginn. Þá ætla ég ekki að vera lasin og ekkert þunglynd heldur. Bara hress. Massahress.
Monday, March 03, 2008
Ég vild ég væri módel eða sterabolti
Ég er því tímabili núna þar sem ég nenni ekki að taka neitt alvarlega. Ég skil ekki til hvers ég er að bögglast í gegnum þetta nám. Sálfræði kálfræði bull og kjaftæði. Ég myndi heldur alls ekki nenna að vera að vinna. Mig langar bara að vera í bíó og sofa. Borða kannski svolítið líka og lesa og kannski hitta fáa útvalda og brilliant vini. Samt er alveg gaman hjá mér sko. Þetta bara kemur alltaf yfir mig öðru hvoru. Það hefur verið á þessum tímabilum í lífi mínu þar sem metnaðurinn hefur farið norður og niður og ég hef tekið upp á því að vinna í bakarí, í nærfataverslun og sem sörvetrína. Og satt best að segja hefur það ekki verið verra en hvað annað. En ég hef auðvitað fengið leið á því eins og flestu öðru. Það er í mér eitthvert eirðarleysi. Væri fínt að vera bara módel eða sterabolti.
Sunday, March 02, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)