Sunday, October 28, 2007

Spes


Var ég búin að segja frá því að hér heima nota allir sinn eiginn salernispappír. Tvær af sambýliskonunum geyma rúlluna sína ekki einu sinni á salerninu heldur inni á herbergi hjá sér. Spes.

7 comments:

Anonymous said...

Spes, þú verður að telja blöðin sem er eftir á rúllunni þinni, til að vera viss um að enginn annar sé að nota hana.

Tinna said...

Og svo er þarna komin mjög góð hugmynd að jólagjöfun fyrir sambýlingana. Augljóslega mikil verðmæti í rúllunum.

Hölt og hálfblind said...

Ég er auðvitað ekki svo vitlaus að ég fari að telja blöðin sem eftir eru á rúllunni minni. Ég fer að sjálfsögðu alltaf með túss á klósettið og merki svo þar sem ég er komin á rúllunni með X. Maður er ekki í háskólanámi fyrir ekki neitt.
Og ég held ég gefi sambýlingunum frekar svona tússpenna í einhverjum hressandi litum. Jafnvel neonlitum með glimmeri.

Tinna said...

Váááá ... ég hefði aldrei fattað upp á þessu. Námslánin munu augljóslega borga sig upp á undraskömmum tíma í þínu tilfelli. Ef þú nærð þá að klára áður en bankarnir koma klónum yfir þig. Gó Gunnhildur!

Anonymous said...

Jasså, sama system og þegar ég bjó með 10 stelpum í Austurríki. 10 rúllur í grind fyrir framan klósettið og hver og ein búin að krassa sitt nafn eða auðkenni á hliðina á rúllunni sinni. Maður var furðu fljótur að venjast þessu eftir að hafa nokkrum sinnum gleymt að taka með sér rúlluna sína inn á klósettið.

Hölt og hálfblind said...

Ég merki rúlluna mína sko ekki í alvörunni. Bara svo það sé á hreinu. Maður er svona að grínast með þetta.

Anonymous said...

Vá þetta er spes!