Thursday, October 04, 2007

Awdooni

Í dag var góður dagur. Byrjaði á að lesa tvær greinar á kaffihúsi, fór svo og fékk mér ákaflega flottan nýjan síma (og númer: 00354-615966940), fór í klippingu, eldaði rosa góðan pastarétt, horfði á kúrekamynd frá níunda áratugnum með Richard Gere í aðalhlutverki, fór út að skokka og fann gestadýnu sem ég bar heim með mér, þreif loks gettósturtuna og er nú að drekka bjór og hlusta á Amr Diab. Já þetta var góður dagur. Gott að gera eitthvað annað en að læra eða vera stöðugt með samviskubit yfir að vera ekki að læra. Ég held að það sé svona smám saman að komast jafnvægi á þetta hjá mér. Ég er að átta mig á því að ég er ekkert mikið vitlausari en hinir í hópnum, að kennararnir tóku nákvæmlega sama hræðsluáróðurinn og sálfræðiprófessorarnir í HÍ og ég þarf ekki alveg stöðugt að vera að læra. Álagið er samt mikið. Ég er búin að vera mánuð í skólanum og er búina að skila ég veit ekki hvað mörgum verkefnu og lesa greinar á þykkt við tvær símaskrár. Ég er bara í tímum tvisvar í viku en svo þarf ég að reyna að nýta tímann í að komast yfir lesefnið og skila af mér verkefnum. Ég er ekki með mesta sjálfsaga í heim en mér hefur samt gengið alveg ljómandi vel. Rosa ánægð með mig :) Ekkert mjög miklu gleymt á 5 árum.
Nú já og félagslífið er bara í helvíti góðu standi hjá mér. Er auðvitað komin í góð tengsl við marga Íslendinga á svæðinu. Maður losnar aldrei við það pakk. Og svo hefur útlenska pakkið líka komið sterkt inn. Vildi bara að ég hefði meiri tíma í að hanga með fólki.
Tékkið endilega á Amr. Hann er yndislega mikill ostur.

2 comments:

Anonymous said...

Mikið hljómar þetta vel. Hlakka til að koma út til þín.
Jóhanna

Anonymous said...

Já það er gott að lífið er gott þarna hjá þér. Getur þú ekki farið að taka sjálfsmyndir af þér við fjólubláa vegginn, á gestadínunni, nýja stólnum og svona, maður er svo forvitinn...og hva ertu ekkert búin að fá þér nýja skó?
Heldur þú að þú megir vera að því að líta upp úr bókunum þegar við komum að heimsækja þig?