Góð helgi að baki. Sól og blíða og stuð og stemmning í Amsterdam. Ég hjólaði eins og brjálæðingur lengst út í buskan í dag og drakk kaffi og bjór og borðaði bitterballen í sólinni með íslenska piltinum sem er með mér í náminu og unnustu hans. Mikð gaman. Í gær var ég í prinsessuleik með Hrafnhildi. Við fórum á sýninguna Barcelona 1900 í Van Gogh safninu, borðuðum tælenskan mat á fínum veitingastað og fórum svo í kvikmyndahús. Áhyggjulausar og afslappaðar í stórborginni. Á morgun þarf ég að vinna eins of mother fucker! Á að kynna rannsóknarhugmynd á þriðjudaginn. Og ég hef ekkert á blaði. Best að lesa aðeins fyrir háttin.

Hjólatúrinn

Rakst á þetta svín

Bjór og bitterballen
2 comments:
Æði vona að það verði svona veður ennþá, þegar við komum.
Það vona ég svo sannarlega líka. En ég myndi samt ekki mæta í sandölum og sumarjakka sko. Regnhlíf hefur komið sér æði vel hér síðan ég kom.
Post a Comment