Á sunnudagskvöldum geta gripið mann undarlegar kenndir. Eirðarleysi hvíldardagsins á það til að kveikja hjá mér þrá. Þrá eftir kossum og kertaljósum. Þrá eftir videoglápi í faðmlögum. Í gærkvöldi kviknaði hjá mér slík þrá. Þar sem ég sat og reyndi eftir fremsta megni að einbeita mér að því að skrifa umræðu um ímyndaða rannsókn mína. Óh svo erfitt að einbeita sér þegar mann langar bara miklu frekar að vera í sleik. Ég ákvað því að senda sms. Ungum manni heima á Íslandinu góða. Notaði sköpunargáfuna í að semja helvíti sniðugt sms og demdi því yfir hafið. Hann svaraði ekki. Hefur trúlega verið í faðmlögum og sleik við hösl helgarinnar. Og ég ein í Amsterdam, hokin að reyna að hugsa um social constraint processes í tengslum við tilfinningatjáningu valdamikils fólks. Úff. Hugsaði um að fara út og brenna bíla með hinum innflytjendunum en ákvað þess í stað að snúa mér að helsta og traustasta vini mínum þessa dagana. Facebook. Tók þar próf: What kind of guy will you fall for og þetta var niðurstaðan:
You would fall part for the bad boy. Get a good lawyer, because you will fall for someone from the wrong side of the tracks with charm, looks, and all the moves down pat. Look for your future guy in bars, clubs, and on the dancefloor--he's the shirtless one with the tattoos.
You would fall part for the geek. If you're looking for love, consider spending a little more time studying up in the library. To you, there's nothing more attractive than intelligence, shyness, and kindness; your future love may have four eyes and zero social skills, but he'll make up for it in brains and heart.
Aha! Bókasafnið og barinn hljómar nú ekki svo illa. Nema hvað ég er alveg búin að sjá þetta út. Það eru mín örlög að falla fyrir nördum. Ekki spurning. Mjólkurhvítir hæfileikaríkir nördar með skakkar tennur og gleraugu eru tótallí mæ þíng. Nema hvað mínir nördar eru án undantekningar líka the bad boy. Sjálfselsk nördahönk í krísu. Undantekningarlaust með sjálfan sig í fyrsta sæti og kærusturnar (í fleirtölu) í öðru og þriðja. Undir snjáða flauelsjakkanum leynist alltaf vondur gæi með skrímslatattú á sálinni.
Æhj aumingja ég. Þvílík örlög.
4 comments:
Áttu slóð á þetta próf??
Ása Pjása
http://www.brainfall.com/test24_1.php
You are so loveable - you´ll find someone.
constraint processes í tengslum við tilfinningatjáningu valdamikils fólks hljómar spennandi.
Post a Comment