Tuesday, October 16, 2007

Ég hlakka til

Ég hlakka til í næstu viku. Þá klárast kúrsarnir sem ég er í núna og allt útlit fyrir að fólk ætli að taka vel á því til að fagna. Nú þegar er búið að plana dinner og bátapartý á þriðjudaginn og bjórdrykkju og dinner á miðvikudaginn. Jeih og svo er það helgin, aftur jeih. Og svo hlakka ég brjálæðislega til þegar fjölskyldan kemur í heimsókn. Þá verður líka tekið á því. Og svo hlakka ég sjúklega mikið til jólanna! Ég held ég hafi ekki hlakkað svona mikið til jólanna síðan ég var átta ára og vissi að ég myndi fá flottustu barbídúkkuna úr Kaupfélaginu í jólagjöf frá mömmu og pabba. Og svo hlakka ég til að fara á tónleika. Var loksins að skoða hvað er í boði hér í borg og það er bara ansi margt spennandi. Ætla að drífa í að kaupa miða á eitthvað ofursvalt og hressandi! Held samt að Amr sé ekkert að spila á næstunni, djöh. Svei mér þá ef ég hlakka ekki bara líka til að byrja í nýjum kúrsum. Kennarinn í öðrum þeirra á víst að vera afar myndarlegur (og mjög vel þekktur vinnusálfræðingur en það er annað mál).
Ég er samt svekkt að komast ekki til Rómar í langa helgarfríinu mínu. Þar er hún Brynja að lesa heimsbókmenntir og borða pítsu og drekka limoncello eða eitthvað voða ítalskt. Það er of dýrt fyrir mig að fljúga. En ég sé hana Brynju mína um jólin, jeih. Þá ætlum við að drekka kampavín. Nú verð ég að láta mér Amsterdam, nýja vini og bjórinn nægja.
Ást

4 comments:

Anonymous said...

Gaman að lesa um þig og hollensk ævintýri :) Njóttu lífsins sæta mín. Er enn með hugann við að kíkja í heimsókn...
Knús og kossar,
E.

Anonymous said...

Ég hlakka líka til jólanna

Anonymous said...

Ég hlakka til að hitta þig um jólin.

Anonymous said...

Komnar jólaskreytingar á oxfordstreet, mig langar að kaupa mér jóla tré núna.