Ég get svo svarið fyrir það að ég ætla að láta það verða mitt fyrsta verk þegar á klakann er komið í jólafrí að fara í Vesturbæjarlaugina og synda þúsund metra. Fara svo í gufuna og pottinn. Himnaríki. Ef Óli Stef, Björn Hlynur eða Gael Garcia Bernal verða í pottinum á sama tíma þá bið ég Guð almáttugan ekki um fleira í þessu lífi.
7 comments:
Ertu komin með heimþrá strax gæskan? Eða eru þetta hormónarnir að stríða þér?
Fór einmitt í Vesturbæjarlaugina í morgun kl. 6.45. Frábært alveg. Kúrekarnir virðast þó vera meira fyrir seinnipartssund. Vonandi verður Tilsammans sýnt á leiksviðinu á meðan þú ert hér heima um jólin. Þá geturðu allavega bókað dáðst að Gael Garcia.
Já jú ég skal bara alveg viðurkenna að ég er með örlitla heimþrá. Langar samt aðallega bara í sund.
Já bíddu ha er Gael Garcia að leika heima núna?
Þetta er bara eins og á dekkjaverkstæði, slík eru klúrheitin.
Sko mín kæra....kannski verð ég að vinna með honum eftir áramót...aldrei að vita!!! Oh my god...
OMfokkíngG! Hann er að vísu dvergur en who cares!
Fyndið að hann sé svo bara á Íslandi. Ég pikkaði hann bara út af þeim stjörnum sem ég hef séð á skerinu undanfarin ár af því að hann er hér á nærbuxunum. Hefði allt eins getað nefnt Viggo Morthensen eða Clint Eastwood ef ég hefði fundið mynd af þeim á sundskýlu! Kannski ég fái svo ekkert að biðja Guð almáttugan um fleiri greiða eftir alltsaman. Spennandi!
Ljótar nærbuxur en gæinn er sæmilegur, of eitthvað...
Post a Comment