Friday, October 26, 2007

Keila

Ég skilaði síðustu verkefnum þessa hluta annarinnar kl. 16.20 í dag. Hljóp síðan út í skóla til að prenta út lesefnið fyrir kúrs sem byrjar á mánudaginn. Ekki nema tæp símaskrá sem ég þarf að lesa fyrir mánudag. Það er ekki í lagi með þetta fólk. Þetta átti að vera fríhelgin. Ég var búin að hlakka til þessarar helgar síðan í byrjun september. En ég er víst hérna fyrir þetta. Lesa og lesa. Átti nú ákaflega góðan dag með samnemendum mínum á miðvikudaginn. Sýndi heldur betur hvað í mér býr. Rústaði öllum í keilu. Öllum já öllum, líka sjálfumglaða kennaranum. Hah! Dansaði svo upp á borðum á barnum á eftir. Gaman.
Ég og þýski strákurinn erum búin að ná nokkuð vel saman. Hann er sætur og skemmtilegur. Hefur sýnt mér óvenju mikinn áhuga. Og ég að fíla hann. Komst að því á miðvikudaginn að hann er að sjálfsögðu samkynhneigður. Það bara hlaut að vera. Hinir strákarnir í hópnum eru allir í útvíðum buxum með millisítt hár. Ja nema auðvitað íslenski pilturinn, hann er að sjálfsögðu í niðurmjóum gallabuxum og með típugleraugu. Ég er stolt af honum. Stelpurnar eru allar frekar lummó líka. Nja samt ekki. Aðallega bara hollensku stelpurnar. Hollendingar eru ekkert svo smart. En þeir bæta upp fyrir það með hæð og húmor.

3 comments:

Anonymous said...

Þú ert svo töff.

Anonymous said...

Augljóslega mesta skvísan á svæðinu! Varð að stækka myndina til þess að dást meira að því hvað þú ert smart. Og bloggið sem fyrr svo skemmtilega skrifað. Skítt með símaskrána, njóttu helgarinnar!

lindadogg said...

Djofull er thetta flottur kjoll;-)