Wednesday, January 04, 2006

Nytt ar

Jæja nú er fjórði dagur ársins langt liðinn og ég held sama kæruleysinu áfram sem einkenndi nýliðið ár. Segja má að kæruleysið hafi verið algjört, í peningamálum, menntamálum, vinnumálum, strákamálum, vina og fjölskyldumálum, heilsumálum og tungumálum. En nú er tími til kominn að taka málin í mínar hendur og skipta metnaðinum úr hlutlausum (bakkgír í sumum málum) og í 4 gír. Nr. eitt er að sækja um í mastersnám fyrir næsta haust, Nr. tvö er að sækja um aðra vinnu fyrir vorið, Nr. þrjú er að..... Nei ok þetta virkar ekki svona, þetta er allt álíka mikilvægt. Kannski helst tungumálin og strákamálin sem eru ekki lífsspursmál fyrir mig. Held að ég geti átt alveg rosa gott ár án þess að læra frönsku fullkomlega og ég hef verið hamingjusöm í 28 ár, næstum 29!!! án þess að eiga kærasta. Eina nýársheitið mitt er samt að æfa mig í frönsku og vinna þannig í því að eignast franskan kærasta. Gott plan, haaa?!
Já og svo hangi ég bara á msninu og blogga þegar ég á að vera að skrifa umsóknir og yfirfara CVið mitt! Ég er ekki í lagi. Afrekaði samt að kaupa skipulagsbók, það er nú eitthvað svona til að byrja með.
Ég sit á kaffihúsi með tölvuna mína og spjalla við fólk á msn og tala í símann, á næsta borði situr líka stelpa með tölvuna sína og talar í símann! Jæja ætla að fara að skipuleggja mig í nýju skipulagsbókina mína.

Já og gleðilegt nýtt ár kæru vinir, elskum og verum hýr á nýju ári, jeih og jibbícola!

One more thing: Hin nýtrúlofaða Sigrún systir mín á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið gæska og fjórfalt húrra fyrir því og trúlofuninni, húrra, húrra, húrra, húrra!

3 comments:

Anonymous said...

gleðilegt ár mín kæra, nenniru að gefa mér símann þinn aftur, var að tíma símanum mínum og öllum númerum, já ég byrja árið af krafti.

Anonymous said...

gott hjá þér! Ég ætla nú ekki að fara að birta símanúmerið mitt á netinu. Fengi engan frið þá held ég, fyrir æstum aðdáendum. Sendi þér það.

Anonymous said...

Æ þakka þér fyrir kveðjurnar gæskan:)