Ég fylgdist spennt með leiknum gegn rússum í dag. Mikið stóðu strákarnir sig nú vel. Ég er nú skyndilega orðin sjúklegur aðdáandi liðsins. Vantar bara að ég hengi plaggat af þeim upp í herberginu mínu. Ég myndi sko gera það ef ég ætti svoleiðis. Það sem veldur þessari skyndilegu og algjöru aðdáun minni á liðinu er fyrst og fremst fullkomin karlmennska þeirra. Ég var komin með æluna upp í háls af öllum þessum viðbjóðs metró verri en verstu homma ljósabrúnu strípuðu vöxuðu viðbjóðs stráklingum sem tröllríða öllu núna. Og líka helvítis strompreykjandi drekkandi horrenglu nördunum sem ég hef alltaf heillast svolítið af. Handboltastrákarnir eru fullkomnir. Stórir og sveittir, skeggjaðir og úfnir en samt svo sjúklega sætir og krúttlegir eitthvað. Uuhhhmmm I just love it! Óli Stef fer auðvitað fremstur í flokki. Mér finnst hann æði og hefur alltaf fundist. Hann er heimspekinemi og handboltahetja, I rest my case. Ég held ég eigi eftir að lifa á því allt mitt líf þegar ég var að koma út úr íbúðinni á Laugaveginum í sumar, ofurfersk, sólbrún og sæt í blómakjól. Og Óli labbar framhjá og lítur á mig, lítur svo fram og svo....... já snýr sér við og lýtur aftur á la bombe sexuelle (og þetta er sko ekki lygi). Sá hann daginn eftir koma út úr Bónus með börnin á handleggnum og þá sá hann mig ekkert sko, en það er önnur og ekki eins krassandi saga.
Þetta er slóð inn á blogg birkis frá mótinu. Gaman að þessu.
http://www.mbl.is/mm/sport/mot/em_handbolta/blog/blog_list.html
Handboltahetjur og kúrekar, það besta sem lífið býður upp á.
2 comments:
ja oli er saetur, eg sa hann einu sinni i laugum og a medan allir strakarnir voru i einhverjum taekjum pumpandi uti loftid tha hoppadi oli bara og hoppadi. og thvilik hopp.
mér fynnst Guðjón Valur ógeðslega sexý líka.
Post a Comment