Friday, January 13, 2006

Metnaðurinn

Metnaðurinn sem ég talaði um þarna á fjórða degi ársins hefur aðallega legið í því að djamma og skemmta mér og vera svo þunn þess á milli. Náði að djamma ansi hreint hressilega um síðustu helgi og var alveg fram á þriðjudag að jafna mig eftir það. Þá þýddi auðvitað ekkert annað en að bruna á Hótel Búðir og djamma þar ærlega með öðrum sörvetrínum og kokkarassgötum á árshátíð fyrirtækissins. Afar vel heppnuð árshátíð og æðislegt að koma þarna á nesið þegar það er allt þakið snjó, allt voða kósí og rómantískt. Engin rómantík í gangi samt og enginn sleikur, enda allir karlkynssamstarfsfélagarnir rétt skriðnir yfir fermingu, ef þeir eru þá fermdir.
Metnaðurinn á öðrum sviðum hefur þó ekki alveg verið í bakkgír. Ég er búin að sækja um eina vinnu og finna nám í Edinborg sem ég er nú bara nokkuð heit fyrir. Þarf bara (BARA) að sækja um. Þetta kemur allt saman hjá mér.
Frönsk kvikmyndahátið að fara af stað um helgina. Ég verð bara í bíó ef þið þurfið eitthvað að ná tali af mér. Ætli maður hangi ekki líka eitthvað aðeins með mömmu sinni sem er á leiðinni í höfuðborgina í þessum töluðu orðum.
Aurevoir, et je t'aime mon amour (þetta er það sem ég lærði í París!)

No comments: