Veðrið er vont en lundin er létt, það er ekki hægt að segja annað.
Ég er í skýjunum yfir myndinni sem ég sá í gærkveldi. Skellti mér galein eftir vinnu á Broakback Mountain. Besta mynd sem ég hef séð lengi. Lífið er svo sannarlega þess virði að lifa því til þess eins að sjá snilldarverk eins og þetta í bíó. Mér er alveg sama þó ég mennti mig ekkert meira, eignist aldrei kærasta, læri aldrei frönsku, fái aldrei draumavinnuna og fái aldrei að ættleiða barn bara ef ég get farið í bíó. Ég mæli með því að fólk hætti við öll plön, reddi sér barnapössun ef þess þarf og drífi sig á þessa mynd ekki seinna en í kvöld. Og það er ekkert verra að fara einn í bíó, betra bara ef eitthvað er. Þetta er sérlega áhrifamikil mynd, falleg, fyndin, rómantísk, dramatísk, sorgleg og bara, já, svakalega góð. Hef ekki verið svona snortin af mynd síðan ég sá Hotel Rwanda sem allir eru auðvitað búnir að sjá. Ég stóð sjálfa mig að því að finnast alveg frábært hvað það var kalt úti og veðrið vont þegar ég var að labba heim í nótt eftir myndina! Kúrekar hafa þessi áhrif á mig.
Ég sá líka Lemming á frönsku kvikmyndahátíðinni og A little trip to heaven um helgina. Báðar prýðismyndir. Núna á eftir er ég svo að fara með Heiðrúnu litlu frænku minni á Harry Potter, er búin að sjá allar hinar og hefur þótt ágætis skemmtun. Á morgun er svo planið að fara með Fanneyju á einhverja franska artí fartí mynd og drekka svo rauðvín á eftir. I just love my life!
Ætlaði annars að vera heima í dag að hugleiða, hanga í tölvunni og vinna í mínum málum. Ég átti enga mjólk í kaffið svo ég rölti mér út í krambúð að kaupa mjólk og kannski eins og hálft brauð. Ég kom heim 3 tímum seinna með blúndublússu í poka, búin að fara á kaffihús og láta taka frá fyrir mig gallabuxur í GK. Ég hef náttúrlega enga sjálfstjórn!!!
Jæja Harry Potter lætur ekki bíða efitr sér, ble.
No comments:
Post a Comment