Saturday, January 21, 2006

Muna að skilja eftir komment!!!

Ekki skilja mig eina eftir úti í kuldanum, í sjúkum heimi alnetsins! Vertu hjá mér, sýndu þig, ertu þarna?!!!!

Fékka sms seint á fimmtudagskvöldið þegar ég lá í mestu makindum í lavenderfreyðibaðinu mínu. Ég hætti í miðjum kafla í bókinni sem ég er að lesa, skolaði úr mér djúpnæringuna og dreif mig upp úr til að lesa þessi spennandi skilaboð sem mér voru að berast svona akkúrat á lokunartíma baranna. Við mér blasti erlent númer og þessi skilaboð: No worries, ég vissi að ég væri ekki nóg fyrir þig. Vona að þú finnir ástina. Ég hugsaði bara: Jæja hvaða hjarta var ég nú að brjóta? Hvaða aumingjans drengur er fluttur úr landi og drekkjir nú sorgum sínum í útlandinu mín vegna. Ég áttaði mig ekki á því svona í fljótu bragði og sendi því spurningu til baka um það hver þetta væri nú, til þess að komast til botns í þessu leiðindarmáli. Heyrðu, skakkt númer, vinkona mín rakst í takka á símanum sínum, úbbs. Þungu fargi af mér létt. Sofnaði róleg með lavenderilm í nösunum og nokkuð hreina samvisku.

4 comments:

Anonymous said...

eg er alltaf herna

Anonymous said...

...to say I love you

Anonymous said...

Hello! Þú ert nú kannski ekki að leita að mér en ég er hér.

Anonymous said...

i long to see the sunshine in your hair and in my dreams i've told you how much i care