Lífið þýtur áfram og ég held mínu striki. Ég djamma og vinn og prjóna og hekla og les og fer í bíó og leikhús og hitti vini og fjölskyldu og held síðast en ekki síst áfram einlægri leit minni að ástinni. Ég er búin að gera svona sitt lítið af hverju síðustu daga. Eldaði bestu pizzu í heimi á föstudaginn og bauð Lindu sænsku nektarínunni minni í mat og rauðvín á föstudaginn. Partý hjá Marian yndi og Agnari á laugardaginn. Verð að fá mér mann eins og Marian. Hann kann sko að elda, maðurinn. Mig langar í mann sem kann að elda, hann má samt ekki vera hommi! Við Joe9 erum svo búnar að liggja og éta og glápa á video í dag. Ég held að ég sé búin að éta á mig svona 3 kíló um helgina. La bombe sexuelle loves to eat!!! Enda er nú bara kynþokkafullt að vera svolítið þrýstin.
Annars er ég kannski, hugsanlega, maybee baby, örlítið, pínulítið, bara kannski smá skotin í strák. Jeih og jibbícola! Segi ekki meira um það í bili.
Annars var kærasti vinkonu minnar víst að velta því fyrir sér um daginn hvað myndi gerast ef Gunnhildur fyndi sér kærasta. Hvað gæti hún talað um? Hvað gæti hún bloggað um? Ég get nú róað þennan ágætismann með því að tilkynna að leit mín að ástinni hefur nú staðið sleitulaust í 16 ár og hefur lítinn árangur borið. Jú jú það hafa þarna verið nokkur afar hressandi en afar skammvinn ástarsambönd. Ástina mína sönnu hef ég ekki fundið undanfarin 16 þó að á stundum hafi ég nú haldið að þetta væri komið í höfn hjá mér. En alltaf hefur eitthvað staðið í veginum, aðrar kærustur, höf og tungumálaörðuleikar, samkynhneigð, lélegt kynlíf, rugl á sjálfri mér og öðrum, óheiðarleiki og trúlega alltaf bara vöntun á sannri ást. Nú er leit mín þó loksins orðin einlæg og ég ætla að hætta að vera player. Gunnhildur is no longer a player in the game of sex, drugs and rock&roll. Hún er nú leikmaður í leit að ást. Og hananú og þar hafiði það!
3 comments:
hehehehe, hressandi lesning á mánudagsmorgni.
og getur maður átt slæman kafla í þessum leik (leikmaður í leit að ást) eins og handboltaliðið
Jú jú það má auðvitað líkja þessum leik við handbolta. Það má taka leikhlé og svona. Dæma leiktöf og menn útaf. Rautt spjald eftir of mörg brot.
Post a Comment