Ísafjörður here I come! Ég var á árshátíð á þriðjudaginn og hvað haldiði nema að mín hafi ekki bara fengið aðalvinninginn í happdrættinu. Flugmiða fyrir tvo hvert á land sem er. Nú sef ég varla fyrir spenningi, ég er svo spennt að fljúga eitthvað út á land. Held að ég ætli til Ísafjarðar. Ekki nema ég skelli mér til Hafnar í Hornafirði, nú eða Egilstaða. Já og gleymum ekki agureiri. Það eru auðvitað ótal möguleikar í boði. Spennandi.
6 comments:
Til lukku! Og hver fær að koma með??? Ég tilnefni sjálfa mig. "Hot og heppin", getur núna verið nýr titill á heimasíðunni.
Alltaf að detta í lukkupottinn, ja ég mæli með Ísafriði. Þetta minnir mig á sögu af góðri vinkonu minni sem ætlaði til Færeyja á ólafsvöku ásamt öðru fólki, og tók að sér að panta flugið. Hún pantaði til Gjögurs, og fattaði þegar allir voru mættir á völlinn að Gjögur var ekki í Færeyjum. Góð saga.
Til hamingju með vinninginn :) Alltaf svo gaman að vinna eitthvað.
Góð sagan með Gjögur hahaha, hvar er Gjögur btw ?
Kv
Ágústa
váá.. þetta væri vinningur ef einhver úti á landi fengi hann og gæti flogið í bæinn ("björgun" skv. sylvíu nótt) - þú gætir bjargað tveimur!
Já góð saga Hanna. Gjögur er alltaf möguleiki.
Ég er í alvörunni mjög spennt. Auðvitað hugmynd að fljúga ein út á land og finna þar einhvern lúða til að bjarga í bæinn, hmmm eins og ég sagði ótal möguleikar í boði.
Ég hef komið til Gjögurs. Flaug á lítilli rellu sem var full af kartöflupokum og grænmeti. Ég mæli ekkert sérstaklega með ferð þangað. En kannski er alltaf möguleiki á björgun þar.
Post a Comment